Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 13
Æ G I R 175 gert ráðstafanir til að takmarka útflutn- ing sinn til Spánar um fjórðung, og því hafi saltfiskskamlurinn lækkað úr 13000 niður í 10000 tonn, en vonast til að geta aukið vörukaup sín á Spáni, svo að ekki þurfi að draga frekar úr útflutningnum. Er sagt að þegar sé búið að kaupa mik- ið af bómullargarni hér í Barcelona handa norskum vefnaðarvöruverksmiðj- um. Um dönsku samningana heyrist lítið, en talið er, ,að enn séu samkomulags- horfur allt annað en góðar og langt haf milli þess sem Spánverjar krefjast og Danir þykjast geta gengið að. Þar sem Danir hafa undanfarið tekið við greiðslum í pesetum fyrir sallfisk sinn, og nú eru komnir clearing-samn- ingar við hin innflutningslöndin, að und- anteknu íslandi, gengur afgreiðsla fisks- ins miklu greiðar en verið hefir. Hing- að til Barcelona hafa komið fimm skip með saltfisk, undafarna 10 daga. Þar sem allt innflutningsmagnið hefir að eins numið 1000 lestum, hafa hér eingöngu verið um smáfarma að ræða, til að nota upp fyrra misseris leyfi, sem nú eru að ganga úr gildi. Yerðum við líklega einn- ig að taka við greiðslu í pesetum fyrir farminn i Vang, til að innflutningsleyfm ónýtist ekki. Eru birgðir liér í Barce- lona því að eins taldar vera um 600 1., og að þær muni renna út. Verðið er 112—114 pesetar fyrir pakkann, en við það verð bætist hin nýja tollhækkun, sem nemur sex pesetum á vættina, svo raunverulegt verð er 118—120 pesetar. Svo sem ég hefi áður getið um, er möriíium, sem verzla með saltflsk það nokkurl áhyggjuefni, hve innflutningur hans er takmarkaður. í stað þess að nema 15000 lestum, svo sem hann gerði áður, er búist við að hann nemi, í mesta lagi, 6000 lestum, lil Katalóniu i ár. Lof- aði verzlunarmálaráðherrann að lækka ekki innflutninginn til Katalóniu umþau 3000 tonn, sem kaupfélögunum eru ætl- uð af saltfiskinnflutningnum, en nú hef- ur hann skrifað innflytjendafélaginu, að lög leyfi ekki að veita einu héraði Spán- ar undanþágu frá lögunum. Er það tal- ið líklegt, að á morgun, eða næstu daga, verði verkfall verkamanna þeirra sem vinna við saltfisk, til að mótmæla þess- um úrskurði. Hefur gengið hér verk- fallafaraldur mikið undanfarið og geng- nr enn, og er nýlega búið verzlunar- mannaverkfall, sem stóð yfir frá 18. þ. m. til 28. þ. m., en fyrsti vinnudagur er í dag. Hefur dýrtið farið dagvaxandi og kröfur því aðallega gengið í þá átt að fá hækkað kaup, en auk þess að tak- marka vinnutima niður í 40 eða 44 tíma á viku. Þetta verkfall verkamanna, sem vinna við saltfisk, er hinsvegar gert með fullu samþykki innflytjendanna, til að reyna að knýja fram frestun á þessu lagaákvæði. í Bilbao var enginn fiskur fáanlegur fyrri helming mánaðarins, enda hafði innflutningur þangað aðeins numið 4500 lestum frá áramótum og þangað til San Lucar kom fyrir nokkrum dögum sið- an með 1095 lestir frá Noregi. Er inn- flutningur þangað aðeins helmingur af því sem hann hefur verið undanfarin ár, og víðast annarsstaðar á Spáni eru engar fiskbirgðir. Verðið hefur allstaðar hækkað um tollupphæðina. Virðingarfyllst Helgi P. Briem. í Alasundi er öll matjessíld, veidd við ísland, seld. Mörg tilboð frá Rússlandi, um fullsalt- aða Íslandssíld; bjóða Rússar 20 kr. fyr- ir tunnu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.