Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 11
Æ G I R 173 hveli, en hvorki mun hann ráða við slíkar skepnur, né ætlun að veiða þær. Fái báturinn eitthvað af smáum hvala- tegundum, er ætlunin að fiysta ketið og senda það út til refabúa. Unnið er að bryggjugarði í sumar og veitir hann þegar mikið skjól, og verð- ur auk þess hafnarbryggja; er hún þeg- ar orðin um 60 metra löng og vænta menn þess, að hún geti orðið 30 metr- um lengrí, fáist fé til þess, en þá geta líka stór gufuskip legið fyrir innan hana, í fullkomnu skjóli, hvaðan sem vindur hlæs. Fyrir innan hann er bátabryggja. Hafnarbryggjan hefur verið styrkt með mörgum járnslám í sumar. 6. ágúst voru 720 tunnur af sild komn- ar í frystihús G. Kristjánssonar og líkt í Ytri Njarðvíkurhúsið, en ekkert í frysti- húsið í Innri Njarðvík. Síld frá í fyrra, er hvervetna fyrir. Síld úti fyrir var treg. 5 bátar stunda dragnótaveiðar, sumir eru fyrir norðan og aðrir stunda síld- veiði hér í Flóa. Ytri Njarðvík. í vetur keypti útgerðar- maður Magnús Ólafsson njrjan bát frá útlöndum, »Gylfa« G. K. 522, átti áður »Freyju« G. K. 494, »Baldur« G. K. 483, »Ársæl« G. K. 492 og hluta í »Önnu« G. K. 461, sem allir gengu á vertíð. Hann á sína eigin drattarbraut og fleiri mann- virki í Njarðvík. I vor hafa 3 af bátum þessum stund- að dragnótaveiði og aflað sæmilega. Gylfi byrjar reknetaveiðar í byrjun ágústmán- aðar og leggur afla í Félagsíshúsið í Keflavik, sem er sameiginleg eign nokk- urra manna. Magnús Ólafsson var hinn eini, sem net liafði að nokkru ráði sl. vertíð; afl- aði hann prýðilega, með ekki fleiri nct- um, en hann átti kost á. Ekkert af fiski er farið, fremur en annarsstaðar syðra. Alls ganga 6 mótorb.frá Ytri Njarðvík. Innri Njarðvík. Á vertíð gengu þaðan 4 bátar frá Siglufirði og 1 heimaskip »Pilot«« B. A. 72. Á vertíð greiddi hver bátur fyrir veru í Njarðvík 1200 kr. þ. e. aðgangur að bryggju, söltunarpláss, geymsla fyrir veiðarfæri og húsnæði fyr- ir skipshöfn. íshús tekur 2500 tunnur af síld og frystivél er Sabro. Verbúðin (braggi) tekur 6 skipshafnir. Norðlendingarnir bræddu lifrina sjálfir, í gufupottum, sem voru búnir til í Reykja- vik og eru frábrugðnir þeim, sem áður hafa tíðkast; höfðu Norðlendingar gott upp úr þvi. Með gamla laginu, fóru 6— 8 ldukkustundir til að bræða 1 pott, en í hinum nýju er það gert á örstuttum tíma. Fyrir líter af lifur, voru greiddir 20 aurar, fyrir hrogn 14 aurar, fisk upp úr stafla á innanlandsmarkað 20 aura kilo, en fyrir smápartí, sem fór til útlanda í fehrúar, 32 aura kilo, sem síð- ar lækkaði niður í 231/2 eyrir. Pilot stundar nú síldveiðar fyrir norð- an. Grindavík. Frá lokum hefur xnest ver- ið unnið að fiskverkun, sem hefur geng- ið vel á þessu sumri. Áður hafa róðrar verið stundaðir, ásamt fiskverkun, en þetta sumar hefur nær enginn fiskur verið fyrir landi og sjaldan farið á sjó, en siðan heyskapartími byrjaði, hafa menn lagt meira kapp á en áður að afla heyja og jafnvel farið austur fyrir fjall lil heyskapar og flutt heyið lieim á bíl- um, enda eru Grindvíkingar atorkumenn og kunna því illa að silja auðum hönd- um. Vart má heita, að nokkur fiskur hafi enn verið seldur út úr plássinu. Lifur og gotu seldu fiskimenn á staðn- um fyrir sæmilegt verð, eftir því sem gerist hér. Hér eins og annarsstaðar er allt á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.