Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 5

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 5
Æ G I R 111 Vertíðin sunnan- og vestanlands 7952. Yfirlit það, sem hér birtist um siðastliðna vertið í Sunnlendinga- og Vestfirðingafíórðungi, er að öllu legti áþekkt þeim vertíðaryfirlitum, sem áður hafa birzt hér i blaðinu. Töflurnar um sjósóknina og aflabrögðin eru þó i heild sinni fyllri en stundum áður. Hefur nú verið tekinn upp sá háttur að afla þeirra mánaðarlega, meðan á vertið stendur, og virðist það ætla að gefa góða raun. — Fyllingin utan um tölurnar er að sönnu mis- jöfn, sem stafar af þvi, að ekki hefur alls staðar náðst i umsögn um gang vertíðarinnar. Sums staðar vantar mynd af aflahæsta formanni, scm stafar af þvi, að hún hefur elcki fengizt, þótt reynt hafi verið. Eins og áður er veiðiaðferð greind með bókstaf fyrir aftan skipsheitið. I = línuveiði, b = botnvörpuveiði, n = þorskanetjaveiði, d = dragnóta- veiði. Þar sem veiðiaðferðin cr ekki gefin til kynna með bókstöfum, er um linuveiði að ræða. Allar tölur innan sviga eru samanburðartölur frá fyrra ári. Þyngd aflans er alls staðar miðuð við slægðan fisk með haus. Lifrar- fengurinn er alls staðar talinn í litrum nema i Vestmannaeyjum, þar sem miðað er við kg. Ég færi öllum þakkir, sem stuðlað hafa að þvi, að yfirlit þetta hefur orðið til. r t/ Hornafjörður. Að þessu sinni stunduðu 10 bátar veiðar þaðan yfir vertíðina, og er það þrem bátum færra en var á vertíðinni 1951. -— Sex af bátunum voru aðkomnir og fjórir þeirra frá Norðfirði. Það fer nú í vöxt í Hornafirði, að bátar þaðan stundi þorskveiðar í net á vertíð- inni. Á þessari vertíð veiddu 2 bátar ein- fárið í net og einn bæði á línu og í net. Árið áður reyndi aðeins einn bátur net nokkurn tíma vertíðarinnar. Fyrsti báturinn hóf róðra 5. janúar og var það nokkru fyrr en síðastliðið ár. 1 janúarlok voru 5 bátar byrjaðir veiðar. Gæftir voru yfirleitt góðar í febrúar og marz og svipað mátti segja um aprílmán- uð, en sjór var þá lítið stundaður af linu- bátum, sökum aflatregðu. Mátti heita sára- lítill línuafli frá 20. marz til miðs mai, en þá lauk vertíðinni. Mest voru farnir 66 (54) róðrar yfir vertíðina, og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 7 (7), febrúar 16 (13), marz 16 (9), apríl 19 (9) og 8 (13) í maí. Meðalafli í róðri eftir mánuðum varð þannig: Janúar 2880 kg (4000), febrúar 4182 kg (4557), marz 4587 kg (3208), apríl 5500 kg (3000). í þessum mánuði fóru linubátar fáa róðra, mest 7, og var afli þeirra sáralítill. Netjabátar fóru hins vegar 16—23 róðra og kom því mest af aflanum í aprílmánuði frá þeim. í maímánuði var meðalafli í róðri 4458 kg (3400). Meðal- afli í róðri yfir vertíðina var 4558 kg, og er það 951 kg meira en vertíðina 1951. Meðalafli á bát var tæpar 176 smál., en árið áður um 113 smál. Aflahæstur af línubátum var v/b Auð- björg, en hún fékk 210 smál. í 47 róðrum, eða um 4700 kg í róðri að meðaltali. Skip- stjóri á Auðbjörgu er Ásmundur Jakobs- son, sá er verið hefur aflahæstur formað- ur í Hornafirði undanfarnar vertíðir. — En aflahæsti bátur á vertíðinni var v/b

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.