Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.1952, Blaðsíða 30
136 Æ G I R vettvang flestir þeir menn, er haft hafa l'orustu um að byggja grunn að þeim miklu og margvíslegu framförum, sem þegar er lokið við eða eru á döfinni. Þótt Matthías Þórðarsori frá Móum hafi dvalið álíka lengi erlendis sem á íslandi, er honum ekki einungis annt um allt ís- lenzkt, það kvikuliggur í hjarta hans. Vit- anlega eru honum ekki jafnhugstæð öil málefni þjóðarinnar, annað tekur hann öðru fremur eins og gengur. Ungur tók l.ann ástfóstri við útgerð, sjómennsku og siglingar. Á því hefur ekki orðið hreyting, þólt árunum hafi fjölgað. Enn ræðir hann um þessi mál af hressilegu fjöri, víðsýni og fádæma kunnugleika. Hann hefur lengzt ævinnar verið að afla sér fróðleiks í þess- um efnum og miðla öðrum. Hann er sí- skrifandi, lesandi og leitandi frétta á þessu sviði, næmur fyrir gagnlegri tilbreytni og nýjungum og iðar í skinni að gera þær að almenningseign. — Ég lief oft rætt við menn, sem hafa haft brennandi áhuga á einu og öðru, en fáa hef ég fyrir hitt, er lagt hafa í viðræðuna jafnmikla hógláta gleði og innilega sem Matthías. Ég held, að það hljóti að vera skrýtinn fugl, sem ckki finnur til léttleika fyrir brjóstinu við að lieyra hann túlka þau mál, sem honum liggja á hjarta. Ævisaga Matthíasar, „Litið til baka“, lýsir manninum vel á marga lund, en hún jafnast Jdó ekki á við það að sjá hann og heyra. Matlhias er laus við það að vera einkennilegur á nokkurn hátt, en í slcap- höfn hans eru þó einhverjir þeir töfrar, sem festa manninn í minni. Um leið og Ægir sendir Matthíasi hug- heilar árnaðaróskir áttræðum og þakkar honum allan velgerning fyrr og síðar, vill hann vona, að honum megi endast til loka- dægurs sá varmi og bjarti hugsjónaeldur, er skipaði honum framarlega í sveit is- lenzkra aldamótamanna. Bræðslusíldarverðið í sumar. Um 20. júní sendi stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins frá sér svofellda tilkynn- ingu: „Atvinnumálaráðherra hefur ákveðið samkvæmt tillögum stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins að heimila síldarverk- smiðjunum að kaupa hræðslusíld föstu verði í sumar á kr. 60.00 hvert mál síldar. Vegna verðfalls á síldarlýsi síðan í fyrra, sem nemur um kr. 70.00 á því lýsismagni sem fæst úr hverju máli síldar, jafnhliða því, að útgerðarkostnaður hefur farið vax- andi, hefur atvinnumálaráðherra ákveðið samkvæmt tillögum stjórnar S. R., að gef- in skuli út bráðabirgðalög um að fellt skuii niður framleiðslugjald af bræðslusíld í Hlutatryggingasjóð bátaútvegsins að þessu sinni, að upj)hæð kr. 4.80 á hvert mál síld- ar, þótt meðalafli á hverja síldarnót kynni að fara fram úr sex jnisund málum. Verð- ur j)á áætlunarverð bræðslusíldar kr. 54.69. Er kaupverðið kr. 5.31 hærra en áætl- unarverðið sökum þess, að við ákvörðun kaupverðsins er ekki gert ráð fyrir að greiða afborganir af nýju síldarverksmiðj- nnuni í Siglufirði og' Skagaströnd vegna þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru fyrir hendi. Samkvæmt j)essu tilkynnir stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins, að verksmiðjurnar kaupi síld í sumar föstu verði fyrir 60 krónur málið, og taki við síldinni til vinnslu af þeim, er jæss óska heldur, og greiði 85% af áætlunarverðinu kr. 54.69 við móttöku, það er krónur 46.49 og end- anlegt verð síðar, er reikningar verksmiðj- anna liafa verið gerðir upp. Verksmiðjustjórnin stóð einhuga að til- lögum um síldarverðið til atvinnumálaráð- herra. Bræðslusíldarverðið í fyrra var krónur 110.16, árið 1950 kr. 65.00 og árið 1949 kr. 40.00. Móttaka bræðslusíldar hefst í byrjun júlí.“ L. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.