Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 10

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 10
116 Æ G I R Óskar Eyjólfsson, Vestmannaeyjum. at tislu og 76 smál. af lifur. Meðalafli hennar í róðri varð því um 9200 kg. Afla- hlutur á Guðrúnu varð um 35 þús. krónur. Skipstjóri á þessum bát er Óskar Eyjólfsson frá Bergi í Vestmannaeyjum. — Meðalafli línu- og netjabáta varð 448 smál. Annar aflahæsti báturinn var Gullborg frá Keflavik, en hún var gerð út frá Eyj- um á þessari vertíð og veiddi í net og botn- vörpu. Afli þessa báts varð um 614 smál. af fiski og um 64.5 smál. af lifur í 51 róðri. Meðalafli þessa báts í róðri varð því rösk- lega 12 smál. Skipstjóri á Gullborgu var Benóný Friðriksson í Vestmannaeyjum. Af togbátunum var Suðurey aflahæst, fékk 256 smál. af fiski og 23 smál. af lifur i 26 sjóferðum. Eigandi þessa báts er Arn- oddur Gunnlaugsson og er hann jafnframt skipstjóri á honum. Dragnótabáturinn, sem mest aflaði, var Skuldin. Hún fékk um 88 srnál. af fiski og 3.5 smál. af lifur í 42 róðrum. Skipstjóri og meðeigandi þessa báts er Guðjón Jóns- son í Hlíðardal í Vestmannaeyjum. Meðalaflahlutur á Vestmannaeyjabáta á þessari vertíð varð um 18 þús. krónur. Heildarafli Vestmannaeyjabáta á þess- ari vertíð var 22 803 smál., og er það 5293 smál. meira en á næstu vertíð á undan. Lifrarfengurinn varð 2321 smál., sem er 816 smál. meira en árið áður. Framleiðsla sjávarafurða í Vestmanna- eyjum á þessari vertíð var sem hér grein- ir: 170 þúsund kassar af hraðfrystum fiski, 6366 smál. af saltfiski (miðað við full- staðinn fislc), 2250 smál. af beinamjöli, 1500 smál. af lýsi og 16 smál. af hertum fiski. í engri vetrarveiðistöð hér á landi mun áð- ur hafa verið framleitt jafnmikið magn af útflutningsvörum sem í Vestmannaeyjum að þessu sinni. Beita var nægjanleg og voru frystihúsin í Eyjum aflögufær til annarra verstöðva. Verð á beitusíld var kr. 1.85 pr. kg. Heimildarmaður: Helgi Benónýsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. Stokkseyri. Þaðan reru 5 bátar, og er það sami báta- íjöldi og árið áður. Allir veiddu bátarnir með línu og netjum. Vertíð hófst almennt í byrjun febrúar, tveir byrjuðu þó veiðar í janúar. Gæftir voru óvanalega góðar og muna menn ekki eftir, að jafnmargir róðr- ar hafi verið farn-ir á vetrarvertíð frá Stokkseyri sem síðastl. vetur. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 70 sjóferðir, og skipt" ast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 2, febrúar 9, marz 26, apríl 25, maí 8. Afli var yfirleitt tregur, en þó er vertíð- in talin í betra lagi sökum gæftasældanna. Megnið af aflanum veiddist í net í mánuð- unum marz og apríl. Langbeztur reyndist aflinn i aprílmánuði, en þá veiddist um helmingur vertíðaraflans. Eftir mánuðum var meðalafli i róðri sem hér segir: Janúar 1744 kg, febrúar 2046 ltg, marz 3848 kg> apríl 4700 kg, maí 2104 kg. Meðalafli í róðri var um 3700 kg. — Heildaraflinn yfi1' vertíðina var 1228 smál., og er það 97 sniál- meira en á vertíðinni 1951. Meðalafli á bát var 245.6 smál. V/b Ægir varð aflahæstur, fékk 305 smál. af fiski og 33 þús. 1 lifraí* í 70 róðrum. Meðalafli hans í róðri var því um 4360 kg. Aflahlutur á Ægi var 14 —15 þús. krónur. Bátur þessi er 24 rúml. að stærð. Eigendur hans eru Jón Magnus- son og Karl Karlsson, og er Karl skipstjón á honum. Meðalaflahlutur á Stolckseyri var 12—13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.