Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 11

Ægir - 01.06.1952, Qupperneq 11
Æ G I R 117 þús. krónur, lægstur 10—11 þúsund. —- Bein voru flutt til Þorlákshafnar og unnin þar í verksmiðjunni. Heimildarmaður: Guðmundur Einarsson fram- kvæmdarstjóri, Stokkseyri. Eyrarbakki. Fimm þilfarsbátar voru gerðir út þaðan á þessari vertíð, og er það einum bát fleira en árið áður. Þrír bátanna stunduðu línu- veiðar framan af vertíð og einn með drag- nót, en í marzmánuði tóku allir bátarnir upp netjaveiðar. Vertíðin á Eyrarbakka hófst ekki fyrr en í febrúar og hætti um lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 61 (53) sjóferð, er skiptast þannig eftir mán- uðum: Febrúar 9 (6), rnarz 24 (21), april 22 (22), mai 6 (4). Megnið af aflanum veiddist í marz og april. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1355 ltg, marz 3700 kg, apríl 3741 kg, maí 2760 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var um 3 smál. Með- alvertíðarafli á bát var 184.6 smál. Afla- hæsti báturinn var Mímir, en hann veiddi 236 smál. í 58 róðrum, eða um 4 smál. að meðaltali í róðri. Mímir er 17 rúml. að stærð, eign hlutafélagsins Óðinn. Hann var keyptur frá Hnífsdal í stað Ægis, sem strandaði á vertíðinni 1951. Skipstjóri á Mimi er Sverrir Bjarnfinnsson. — Bein voru flutt til Þorlákshafnar. Heildaraflinn, sem á land kom á Eyrar- bakka, nam tæpar 924 smálestir. Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka. Þorlákshöfn. Þaðan voru gerðir út sex þiljaðir bátar, og er það einurn bát fleira en í fyrra. Auk þess voru gerðir út sex opnir vélbátar, með- an netjavertíðin stóð yfir, og er það sama bátatala og árið áður. Vertíðin hófst 18. janúar og stóð fram um miðjan maí. Gæftir voru ágætar, og voru mest farnir 90 (81) róðrar. Eftir mán- úðum skiptast þeir þannig: Janúar 8 (3), febrúar 18 (20), marz 28 (28), apríl 27 (26), maí 9 (6). Fjórir þiljuðu bátanna öfluðu með línu framan af vertíð og síðan í net, og tveir þeirra fiskuðu eingöngu í net. Þiljuðu bát- arnir öfluðu yfirleitt ágætlega í netin, en liins vegar var veiði opnu bátanna lítil, sökum þess að fislcurinn stóð yfirleitt djúpt, en veðurfar ekki þannig, að opnir bátar gætu að sama skapi sótt þangað sem hinir stærri. Meðalafli þilbátanna í róðri eftir mán- uðum var sem hér segir: Janúar 1697 (2730) kg, febrúar 2648 (3304) kg, marz 6085 (ca. 6000) kg, apríl 7012 (6634) kg, maí 3069 (3133) kg. Meðalafli þessara báta í róðri yfir vertíðina var 5192 (5216) kg. Meðalafli þilbáta yfir vertíðina var 380 smál., og er þá meðtalinn v/b Jón Vídalín, er stundaði einungis veiðar um sex vikna tíma. Sé hann hins vegar ekki talinn með og miðað við þá báta eina, sem stunduðu veiðar alla vertíðina, verður meðalvertíðar- afli þeirra 428 smál. — Meðalafli trillu- bátanna, en þeir stunduðu aðeins veiðar í marz og apríl, var 38 smál. Aflahæsti báturinn yfir vertíðina var v/b Þorlákur, er fékk 481 smál. í 90 róðr- um, eða 5348 kg í róðri að meðaltali. Þor- lákur er 27 smál. að stærð, eign Meitilsins h/f, en skipstjóri á honum er Friðrik Frið- riksson. Er þetta þriðja vertíðin, sem Frið- rik er aflahæstur Þorlákshafnarformanna.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.