Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1952, Page 16

Ægir - 01.06.1952, Page 16
122 Æ G I R Eggert Gíslason, Sandgerði. Gíslason frá Krókvelli í Garði. Hann er kornungur og byrjaði forinennsku fyrir þremur árum. Þegar miðað er við þá átján báta, er stunduðu veiðar alla vertíðina, varð meðalafli þeirra 444 smál. Á vertíð- inni næstu á undan var meðalafli þeirra Sandgerðisbáta, er fóru yfir 60 róðra, 410 smál. Heildaraflinn, sem á land kom í Sand- gerði, var um 8513 smál., og er það 1056 smál. meira en á vertíðinni næstu á undan. Mest af aflanum var hraðfryst í hraðfrysti- húsunum í Sandgerði, noklcuð var flutt til Garðs og Keflavíkur og loks tóku nokkrir bátar í Sandgerði upp þá nýlundu að salta sjálfir. Með þeim hætti fengu hásetar 6—10 kr. meiri aflahlut úr skippundinu en ella. En úr slcippundinu fengust 15—23 kr. há- setahlutur. Á v/b Víði var hásetahlutur um 25 þús. lcrónur. Gota var að mestu seld hraðfrystihús- unum. Nokkrir bátar söltuðu þau þó sjálf- ir. Beita var næg og mátti eingöngu þakka það mikilli og langvarandi loðnugengd. Beitusíld var seld á kr. 1.85 pr. kg. — Mannafli var nægur og heilsufar með á- gætum. — Veiðarfæratjón var mjög til- finnanlegt á tímabili, þá er ágengni er- lendra togara var sem mest. Heimildarmaður: Axel Jónsson, Sandgerði. Keflavík. Þar hófu vertíð 29 bátar, en 1 þeirra varð að hætta í febrúar sökum vélarbilunar. Árið áður voru gerðir þaðan út 28 bátar. Línuveiðar stunduðu 19 bátar, netjaveiðar 8 og tveir togveiðar. Vertíð hófst 2. janúar og lauk ekki fyrr en um 20. mai. Veðrátta var mjög hagstæð til sjósóknar og urðu því róðrar óvenjumargir. Sá báturinn, sein oftast reri, fór 102 róðra, og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 18 (4), febrúar 23 (23), marz 23 (21), apríl 23 (21), maí 15 (19). Meðalafli línubáta i róðri eftir mánuð- um var sem hér segir: Janúar 4061 kg, febrúar 5102 kg, marz 6131 kg, apríl 5664 kg, maí 5216 kg. Meðalafli línubáta í róðri yfir vertíðina var 5382 kg, og er það mjög svipað og verlíðina næstu á undan, en þá var hann 5318 kg. Af línubátunum var v/b Björgvin, eign Lofts Loftssonar, afla- hæstur, en hann fékk jafnframt mestan afla allra báta í verstöðinni. Björgvin fór 101 róður og félck um 645 smál. af fiski og 52 þús. 1 af lifur. Meðalafli hans í róðri var 6383 kg. Þessi sami bátur var einnig aflahæstur árið áður, en þá var meðalafli lians í róðri 6577 kg. Skipstjóri á Björgvin er Þorsteinn Þórðarson. — Meðalafli línu- báta í Keflavík var 492 smál. Eins og fyrr segir stunduð átta bátar veiðar með þorskanetjum og er það einum bát fleira en árið áður. Þeir fóru mest 80 róðra, er skiptast þannig eftir mánuðuni: Febrúar 21, marz 27, apríl 22, maí 10. Meðalafli netjabáta í róðri eftir mánuðum var sem hér greinir: Febrúar 3773 kg, marz 5524 kg, apríl 7204 kg, maí 5079 kg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.