Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Síða 24

Ægir - 01.06.1952, Síða 24
130 Æ G I R Ágúst Pctursson, Flatey. V/b Þorsteinn fékk um 181 smál. í 68 róðrum og varð því meðalafli hans í róðri um 2660 lcg. Sleipstjóri á Þorsteini var Ágúst Pétursson, sá er áður hefur verið með v/b Sigurfara. -— Heildarafli beggja bát- anna var tæpar 338 lestir, og er sumt af því miðað við fisk upp úr sjó, svo sem fyrr er gelið. Fiskurinn var allur hrað- frystur. Heimildarmaður: Steinn Ág. Jónsson, Flatey. PatreksfjörSur. Tveir bátar voru gerðir út þaðan, og er það 1 bát færra en árið áður. Bátarnir veiddu báðir með línu og stunduðu dag- róðra. Sá, sem oftar reri, fór 68 sjóferðir, er skiptast þannig eftir mánuðum: Febrúar 15 (9), marz 26 (17), apríl 19 (18), maí 8 (8). Afli var mjög rýr. Eftir mánuðum var Krislinn Gudmundsson, Patreksfirði. meðalaflinn sem hér segir: Febrúar 3149 kg, marz 3497 kg, april 4064 kg, maí 3878 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 3645 kg. í marz og apríl var sæmilegur stein- bítsafli. Komst aflinn í seinni mánuðinum stundum upp í 6—8 smál. Vélbáturinn Skálaberg varð aflahærri, fékk 236 smál. í 68 róðrum. Árið áður fékk aflahæsti báturinn svo til saina afla, að- eins einni smál. minna. Skipstjóri á Skála- bergi er Kristinn Guðmundsson. —• Ver- tíðarafli Patreksfjarðarbáta varð 441 smáh. en um 519 smál. árið áður. Heimildarmaður: Friðrik A. Þórðarson, Patreks- í'irði. Bíldudalur. Þaðan reru 3 bátar og byrjuðu tveir þeirra veiðar í janúar. Allir veiddu bát- arnir með línu. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 59 sjóferðir, og skiptast þær þann- ig eftir mánuðum: Janúar 0, febrúar 14, marz 19, apríl 19, maí 7. Eflir mánuðum var meðalafli í róðri sem bér segir: Janúar 2814 kg, febrúar 2669 kg, marz 4476 kg, apríl 8111 lcg, mai 3600 kg- Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 4912 kg. Talsvert af afla Bíldudalsbáta siðari hluta vertíðar var steinbítur. — V/b Jör- undur Bjarnason var aflahæstur, fékk u® 323 smál. í 59 róðrum, og varð meðalafli bans í róðri því 5487 kg. Skipstjóri á þessum bát er Bjarni Jörundsson. Heildaraflinn, sem á land kom á Bíldu- dal á þessari vertíð, var um 806 smál. Heimildarmaður: Páll Stephensen, Bíldudal. Þingeyri. Þaðan reru tveir bátar og báðir með linu. Annar þeirra var í útilegu. Dagróðra- báturinn fór 59 róðra og aflaði uin 220 smál., eða rösklega 3700 kg i róðri að með- altali. Sæbrimnir féklc hins vegar 272 smal- í 37 róðrum, en hann var í útilegu frainan af vertíðinni. I marz og apríl var yfirleitt góður steinbítsafli og sú var einnig reyndm í öðrum veiðistöðvum á Vestfjörðum. Skipstjóri á Sæhrimni var Egill Halldórsson-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.