Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Síða 29

Ægir - 01.06.1952, Síða 29
Æ G I R 135 rœcfur: Matthías Þórðarson frá Móum. Þegar ég kynntist Matthíasi Þórðarsyni frá Móum fyrst persónulega, var hann kominn yfir sjötugt. Áður höfðu nolckur hréf farið á millum okkar. Af anda og á- l’erð bréfa hans gat ég merkt, að þar var á ferð mikið yngri maður en kirkjubækur varðveita heimildir um. Slíkt vottorð sem þetta er reyndar orðið svo algengt í af- mælisgreinum, að maður veigrar sér orðið við að hampa því og það af þeirri ein- földu ástæðu að vera grunaður um að ýkja. En svo leit ég Matthías einn góð- viðrissumardag. Sá ég þá bæði og heyrði, að bréf hans höfðu ekki blekkt mig. En ég varð þess jafnframt áskynja, að þar var engu síður á ferð rótgróinn og óspillt- ur Kjalncsingur en heimsborgari. Við þessa fyrstu samfundi var mér ljóst, að ef ein- hvern tíma bæri til þess, að ég minntist Matthíasar í blaðagrein, hlyti hún fremur að varðveita persónuleg kynni mín af manninum, en upplýsingar um störf hans, sem nú orðið má m. a. lesa um í hand- bókum. Matthías varð áttræður 1. júlí síðastl. Mörg hlöð islenzk hafa minnzt afinælis- barnsins. Það sæti því illa á þessu blaði, ef það léti svo sem það liefði alveg glejmit föður sínum og fóstra. Fas Matthíasar frá Móum er allt með þeim hætti, að athygli valci. Af honum kembir ekki brúnagusti, hvorki köldum né hlýjum. Hreyfingar hans allar, svipbrigði og málfar er hóglátt, háttur hans svo fag- urlega kurteis, að ósjálfrátt leitar maður að viðmiðun. Beri ég saman einkenni bréfa hans og manninn sjálfan fellur allt í ljúf- ustu löð, alls staðar samkvæmni, hvar sem á er litið og að er hugað. í augum þeirra, sem vilja gera sjómanninn að persónu- gerfing svola og ofurmennis, verður þessi rnynd af Matthíasi vafalaust ósennileg. En við það verður vitanlega að sitja. Virðu- leikanum verður ekki kippt af honuni eins og axlarskiklcju, hann fylgir honum hvar sem hann fer. Ókunnugur hefur ekki lengi rætt við Matthías, þegar hann finnur glóðina í anda hans, finnur hvernig hún tendrar, þá er snert er við áhugaefnum hans. Það er eins og hann stækki allur í sæli, lyftist, þegar bezt lætur, hýrni í svip og gneistum skjóti úr augum. Hreimurinn í röddinni verður dýpri og líftærri, orðin sækja liraðar á tungu. „Kemur heim, já þetta kemur heim“ segir Matthías, og er þá komið að niður- stöðu í viðræðunni eða viðurkenningu að minnsta kosti. Matthias varðveitir enn vel anda alda- mótanna, en það merkir, að lífrót isl. upp- hafningar er lionum enn hið sarna og fyrir l'imm áratugum. Þá stóð hann þar í sveit, er horft var óhikað og óttalaust til fram- tíðar á íslandi. Þá var svo til allt óunnið hér á landi, verkefnin hvar sem litið var, gæði mikil á landi og í sjó, en getan og fjárráðin smá i svipinn. Slík vígstaða varð næringarrikur frjóakur fyrir unga menn, tápmilda og hugaða. Enda komu nú á

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.