Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Síða 49

Ægir - 01.06.1952, Síða 49
Æ G I R 155 FISKIBÁTUR TIL SOLU „DORA VENÖ", 100 br. rúml., smíáuá í Nýborg 1947. 220 ha. 2ja strokka Hundested motor. Sam- byggá vinda, sterkbyggá. Hvílur fyrir 10 menn. Skip- inu hefur veriá haldiá vel viá. Afhending strax. Hugsað verð d. kr. 315.000. — Sendiá tilboá. Almenningur tryggir hjá ,,Almennum“ Vér bjóðum yður allar tryggingar með beztu fáanlegum kjörum. í/G~ Munið að trygging er nauðsyn! 'W8 Álmennar tryggingar h ■ Austurstræti 10 - Sími 7700 Nánari upplýsingar gefur: Paul Meyendorff 235, Vesterport, Köbenhavn V. Símnefni: Felixship. Brezkur togarafiskur fer í fiskmjölsverksmiðjur. Brezka blaðið „Fish Trades Gazette“ ræðir um það 19. júlí síðastl., hvílíkum vandræðum það valdi brezkri togaraútgerð, live langt þurfi að sækja á fiskimið á þeim tíma árs, þegar heitast er í veðri og mest hætta á að fiskur skemmist. Getur blaðið þess, að síðasta hálfan mánuð hafi hvern dag legið óselt 10 þús. kit af fiski á markaðnum í Bretlandi. Við þennan fisk hefur ekki verið hægt að gera annað en láta hann í fiskmjölsverksmiðjur sökum þess, að fisksalarnir hafa ekki getað selt hann, enda talið hann svo lélega vöru, að ekki væri bjóðandi til manneldis. Mjög hefur verið rætt um það, hvernig fram úr þessum vanda yrði ráðið, en menn ekki orðið á eitt sáttir. Reyndar eru allir á einu máli um það, að togararnir verði að hafa skemmri útivist, koma með fisk- inn nýrri til hafnar en verið hefur. Reyn- ist kleift að ltoma með óskemmdan fisk á markaðinn, helzt sem nýjastan, er ekki vonlaust um að fá megi kaupendur að sum- arafla brezkra togara. Rætt er um, að tog- ararnir megi ekki vera lengur í hverri veiði- ferð en 16—18 daga, til þess að fiskurinn verði seljanlegur. Það mun hins vegar al- mennt álit togaraeigenda, að því verði trauðla við komið sökum þess, hve skipin verða að sækja á fjarlæg mið. Er heldur ólíklegt, að útgerðin gæti borið sig, ef binda ætti útivist togaranna við jafn- skamman tíma og fyrr er greint. En sem dæmi um það, hve illa hefur horft hjá brezltri togaraútgerð í sumar er þess getið, að i maímánuði tókst ekki að fá kaup- endur að 970 þús. stónum af fiski í Hull og Grímsby og 530 þúsund stónum í apríl- mánuði. Samtímis og þetta gerist berzt mikið á land af fiski af erlendum skipum og eru brezkir útgerðarmenn gramir yfir því, að ekki skuli vera komið í veg fyrir slikt.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.