Ægir - 01.03.1954, Page 4
34
Æ G I R
Arni Vilhjálmsson:
itiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiin
Oryggið á s
Það er orðið langt síðan, að ég hef
tekið eftir blaðagreinum um slysavarnir
eða öryggi sjófarenda, fremur sjaldan, síð-
an Sveinbjörn Egilson hélt á sínum penna;
hann var ætíð vakandi fyrir því að gefa
góð ráð og bendingar um sjómennsku og
bjargráð til handa íslenzkum sjómönnum.
Ekki svo að skilja, að ég ætli mér þá
dul að feta í hans fótspor um þessi efni,
heldur aðeins leitast við að minna á þá stað-
reynd, að þrátt fyrir mjög bættan skipa-
og bátakost frá því sem áður var, er enn
sem fyrr við óstöðuga veðráttu og úfinn sjó
að etja hjá öllum þeim, sem sjó stunda hér
við land.
Er um það ræðir að gera sér grein fyrir
því, hvernig megi fækka eða helzt útrýma
með öllu sjóslysum, sem þvi miður eru
allt of tíð hér hjá okkur, kemur margt til
greina, sem ástæða væri til að minnast á.
Til eru lög og reglur um eftirlit með skip-
um og öryggi þeirra. Eru ailir þeir, sem
skip og báta eiga, hvort heldur þeir eru
gerðir út til fiskveiða, vöru- eða farþega-
flutninga, skyldir til að hlýða þessum lög-
um. Reglur þessar eru samdar af sérfróð-
um mönnum á þessu sviði, og i samræmi
við alþjóðalög um öryggi sjófarenda. Hjá
öllum þjóðum er þetta hið mesta vandamál
og hafa hinir færustu menn um það fjall-
að. Reynslan sýnir, að mikið hefur áunn-
izt, en betur má ef duga skal. Lög og regl-
ur verða aldrei fullnægjandi til þess að
koma í veg fyrir öll hugsanleg tilfelli, sem
fyrir koma, eða að höndurn kunna að bera
í hinni daglegu baráttu manna við náttúru-
öflin, svo bezt koma þó settar reglur og
lagasetningar að haldi, að eftir þeim sé far-
ið, og þá ekki sízt liæfni mannanna hverju
sinni, er á reynir. Veltur mjög á því, að vel
j ó n u m.
sé stjórnað og fyrirhyggja höfð um allan
búnað skipa og báta.
Skipaeftirlit ríkisins er sú stofnun, sem
annast um framkvæmd þessara laga hér.
Eru starfsmenn eftirlitsins oft settir í ær-
inn vanda við störf sín, og ekki laust við
það, að þeir séu stundum léttvægir fundnir.
Það ættu þó forráðamenn skipa og ekki
síður sjómennirnir sjálfir að hafa hugfast,
að allt er þetta gert til þess að bæta úr þvi,
sem áfátt kann að vera um búnað skipa
yfirleitt, og veita að því leyti sem mest
öryggi-
Ég gæti sagt frá nokkrum atvikum, sem
sýna, að ýmsum þykir óþarfi að vera að
skipta sér af þvi, hvernig hver og einn býr
skip sitt til sjósóknar.
Eitt sinn, er ég var að líta eftir björgun-
arbeltum um borð í skipi, mælti ungur
maður, sem var háseti á skipinu, til mín
eitthvað á þessa leið: „Ég held, að það sé
sama hvar þessi belti eru niðurkomin, það
er bezt að drepast strax, ef dallurinn sekk-
ur.“ Mér varð hálfónotalega við þessi til-
svör mannsins, en sagði þó, að hann mundi
klóra í bakkann, ef hann lenti í þannig
kringumstæðum. Vera má, að þetta sé í
hugsunarle3rsi gert, að láta sér slík orð um
munn fara. Víst er um það, að illa situr á
sjómönnunum sjálfum að hafa slík orð um
bjargtæki skipsins, sem þeir vinna á. Annar
taldi óþarft að vera að skipta sér af því,
hvernig hann byggi bát sinn út. Taldi sig
vita fullvel, hvað hann þyrfti til nauðsyn-
legs búnaðar á bát sínum, vildi fá að vera
í friði fyrir slíkri afskiptasemi. Það er nú
svo, að skoðanir verða sjálfsagt skiptar um
þetta sem annað, og sjálfsagt að framkvæma
skoðunarreglurnar með sanngirni, en það
skjddu menn muna, að oft getur mikið tjón