Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1954, Side 8

Ægir - 01.03.1954, Side 8
38 Æ G I R slátt og' ekki meir fyrr en kömið er í land. S. 1. haust kom það fyrir, að skipin voru 10—12 daga í veiðiför, enda hafa þráa- skemmdir reynzt talsverðar. En þráinn stafar einvörðungu af því, að loft kemst að síldinni, tunnan er ekki pækilfull. Þeg- ar svona langur tíjni líður án þess hægt sé að pækla, og við þann ósóina bætist svo, að láta skipin hafa misstórar og slæmar tunnur, er ekki við góðu að húast. Telja verður 6 daga hámark þess tíma, er skipin ættu að vera í veiðiferð. Það er þó meira en nóg til þess að síldin gæti skemmst, þar sein ekki er hægt að pækla. Það eina, sem mér hefur komið til hugar við þeim vanda og tel sjálfsagt að rann- saka er það, hvort ekki dugar að láta síld- ina pækla sig sjálfa. Vatnið er mestur hluti af þunga síldar- innar, nokkuð mismunandi eftir fitumagni hennar, en mun vera um 60% af þunga þeirrar síldar, sem hér kæmi til greina. Þegar talað er uin, að síldin verðist i tunn- unni, þýðir það að saltið gengur í hana, en hluti vatnsins úr. Mín skoðun er, að ekki kæmi að sölc þótt fullsterkum pækli væri hellt í tunnuna, þar sem hráefnið er ferskt og gott, strax að aflokinni söliun, tunnan slegin til og komið á sinn stað í Iest. Síld, sem hefur legið 7—8 daga söltuð í tunnu, á að hafa skilað frá sér einum þriðja hluta vatnsins. Varast skal þó að láta útreikninga eina duga í þessu tilfelli, þess í stað komi tilraunir, enda er margs að gæta. Vil ég benda á nokkur atriði: 1. Hvað gróft salt þarf að nota, svo að pækillinn renni hindrunarlaust um síldina og tunnan verði þvi raunveru- lega pækilfull við tilsláttinn. 2. Hvort saltið gengur það seinna í sildina vegna þessara aðgerða, að hún skemm- ist. Haustsíldin er venjulega mjög þykk. 3. Hvort vatnið, sem kemur úr síldinni, gerir hetur en að vega upp á móti því rírnandi rúmmáli, sem síldlarstöpull- inn tekur í tunnunni fyrstu viltuna frá söltun, miðað við vatnaða og vel þétta tunnu. Ýmislegt fleira kemur til athugunar. En ef tunnan er slegin til strax eftir söltun, verður innihaldið ekki það mikið, að stöp- ullinn standi botn, þótt eitthvað örlítið sjatni í tunnunni og þráahættan því ininni. Síldarútvegsnefnd ætti að láta gera til- raunir með þetta á næsta sumri, niðurstöð- ur gætu þá legið fyrir um líkt leyti, sem skip búast til reknetjaveiða. Ef árangur reynist á engan hátt jákvæður, verður að taka fyrir söltun sem þessa. Yrði þá að leyfa kryddsöltun um borð í skipum, en þeirri síld er talið óhætt eina 6 daga án pæklunar. Það verður að gera allt, sem hægt er til þess að unnt sé að stunda þess- ar veiðar í öruggri vissu um að framleiða aðeins góða vöru. 28. jan. 1954. Fiskútflutningur Dana. „Vestjysk Fiskeritidende“ skýra frá eftir- farandi i sambandi við fiskútflutning Dana síðastliðið ár. Alls fluttu Danir út 130 þús. smál. af fiski og fiskafurðum árið 1953, og nam verðmæti þess 474 millj. ísl. kr. Árið áður var útflutningurinn 122 þús. smál. og verðmætið 484 millj. ísl. kr. Eftir að útfl. á fiskmjöli var gefinn frjáls, hefur hann aukizt mjög mikið, var 5000 smál. 1952, en 14 þús. smál. 1953. — Að fiskmjöli og fisk- olíum frátöldum var verð á sjávarafurðum heldur lægra 1953 en 1952. Útflutningur á niðursoðnu fiskmeti minnkaði nokkuð. — Englendingar kaupa langmest af fiskafurð- um frá Dönum, eða fyrir 130 millj. kr. ísl. síðastl. ár, og var það 2,3 millj. minna en 1952. Næst í röðinni er Vestur-Þýzkaland með 60 millj. kr. og síðar Ítalía. íslendingur kennir Indverjum fiskveiðar. Enn fjölgar þeim íslendingum, sem ráð- ast utan til þess að kenna öðrum þjóðum fiskveiðar eða hagnýtingu sjávarafurða. — Guðjón Illugason skipstjóri úr Hafnarfirði hefur ráðist austur til Asíu og á að kenna Indverjum fiskveiðar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.