Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 15

Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 15
Æ G I R 45 Áskorun til Snæfellinga Undanfarin ár hefur útgerð í Breiða- firði aukizt að ráði og horfur á, að svo haldi áfram í enn ríkara mæli hin næstu ár. Þær vonir, sem menn binda við aukna útgerð á þessum slóðum eiga að miklu leyti rætur að rekja til útfærslu land- helginnar. Það er því mikið í húfi, að landhelgislínan sé varin sem bezt má verða, ekki sízt þann tíma, sem vetrarvertíð stend- ur yfir. En samtímis því, sem útgerð eykst á Breiðafirði er jafnframt nauðsynlegt að þar og við Snæfellsnes sé starfandi björg- unarskip á vetrarvertíðinni, er jafnframt gæti þá sinnt landhelgisgæzlu. Þessi hefur raunin orðið á í Faxaflóa, við Vestmanna- eyjar og fyrir Vestfjörðum. Norðlendingar hafa einnig unnið að því, að sami háttur Verði á hafður fyrir Norðurlandi. Eiga Breiðfirðingar og Snæfellingar að sitja hjá og horfa á, hafast ekkert að eins og þetta mál sé þeim óviðkomandi? Við, sem undir þessa áskorun ritum, teljum slíkt fjarri lagi, enda er ekki nú fyrst impr- að á þessu máli í þessum byggðarlögum, þótt fram til þessa hafi ekkert verið að hafst. Haustið 1949 hélt samband fiskideild- í fiskabúr, og hljóð þeirra svo tekin upp á hljómband. Ef t. d. smásíld eða ungviði hefst við í Kollafirði og Hvalfirði á öðrum tímum en hin stærri sild er þar, þá ætti að gera þessu ungviði til góða á sama hátt og hverjum öðr- uni skepnum, sem ætlaðar eru til slátrunar siðar. Með því að kasta nokkru af þorsk- hrognum í sjóinn daglega, yfir dvalartím- ann, til þess að ungviðið vitji staðarins aftur á síðari göngutímum sínum. En sprengingarnar í Hvalfirði sanna án þess að nokkuð hafi verið lagt í rann- sóknarkostnað, að milljónir síldarungviðis hafa einmitt verið í bii'tusvæðinu miðju, við Hvaleyrarmiðið í maí 1945. og Breiáfirðinga. anna á Snæfellsnesi aðalfund sinn í Grafar- nesi. Þar var þá einnig mættur auk full- trúanna Þorbjörn Jónsson úr Reykjavík. Á fundi þessum reifaði Þorbjörn nauðsyn þess að hefjast handa um fjársöfnun til fyrirhugaðs björgunar- og landgæzluskips á Breiðafirði og við Snæfellsnes. Sjálfur gat liann af reynslu borið um það, hve brýn nauðsyn væri í þessu efni, því að hann hafði um langt skeið átt heima í Ólafsvík og verið þar formaður. Á fundinum í Graf- arnesi hét Þorbjörn því, að styðja mál þetta fjárhagslega, ef því yrði af stað hrundið. Okkur er nú kunnugt, að Þorbjörn og kona hans, Svanhildur Jóhannsdóttir, sem einnig er Breiðfirðingur, hafa nú ákveðið að mynda björgunarskútusjóð Breiðfirð- inga með 50 þús. króna framlagi til að byrja með. Hér er svo myndarlega af stað farið, að vanvirða væri, ef ekki væri tekið undir þessa hvatningu af framkvæmdarsemi og staðföstum vilja af Snæfellingum og Breiðfirðingum. Það er því ætlun okkar, að þegar á komandi vori verði hafin undirbúningur þessa máls með þeim hætti, að slysavarna- deildir og fiskideildir á Snæfellsnesi óg i byggðum Breiðafjarðar tilnefni fulltrúa til þess að mæta á sameiginlegum fundi til að koma sér saman um fjáröflunargrundvöll fyrir björgunarskútusjóðinn. Með tilliti til þess, hve þau hjónin, Þorbjörn og Svan- hildur, hafa örlátlega af stað farið og jafn- framt liins, hve hér er um brýnt málefni að ræða, teldum við ekki ofrausn, þótt fiski- flotinn á Breiðafirði gæfi afla eins róðurs á vertíð hverri til þessa sjóðs. Trúum við því, að í þessu efni sé að mæta sama skiln- ings af hálfu útgerðarmanna sem sjó- manna. Með þessum hætti, ætti ekki að þurfa að verða langdrægt að því marki, að björgunarskúta Breiðafjarðar yrði annað og meira en hugmyndin ein. Þessari ábend- ingu vildum við einungis þegar skjóta fram,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.