Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 17

Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 17
Æ G I R 47 fræðingur frá A/S Limvann, og var hann einnig viðstaddur, er tækin voru reynd. Eimirinn er í tveimur þrepum, og er hann rekinn með gufukatli stöðvarinnar. Ketil- gufan hitar fyrra þrepið, en frágangsgufa þess hitar seinna þrepið, sem vinnur við undirþrýsting (vakuum). Hitinn límvatns- uiegin á fyrra þrepinu er um 105 °C, en um 35° C til 40° C á því síðara. Gufunotkunin er um 5.5 kg fyrir hvert eimað kg af vatni, en hún væri hins vegar tvöföld, ef eimirinn hefði aðeins eitt þrep. Tækin afkasta um 6 000 kg af límvatni á klst. og skila soðkrafti með 45% til 50% þurrefni, og er það fyllilega þau afköst, sem framleiðandi gaf upp. Þessi afköst myndu nægja síldarverksmiðju, er ynni úr 1600 málum á sólarhring. Tækin voru í notkun um 10 vikna skeið á síðastl. sumri, og fóru þau þegar í gang við fyrstu prófun og hafa unnið truflunarlaust alla vertíðina. Rúm- þörf tækjanna er lítil, þar sem grunntlöt- urinn er 4.5X5 m og hæðin 4.25 m. Var því hægt að koma þeim fyrir í verksmiðjunni, án þess að byggja yfir þau, þótt þröngt væri fyrir. í byrjun var gert ráð fyrir að bæta yrði við manni til þess að gæta tækjanna, en það reyndist ástæðulaust er til kom. Soðkrafturinn, sem tækin vinna er seig- fljótandi vökvi, og var hann á síðastliðnu sumri blandaður við mjölið. Til þess að gera þetta þurfti hvalveiðistöðin að auka þurrk- afköst verksmiðjunnar, og bæta við nokkr- um skrúfuflytjurum. Landssmiðjan annað- ist þetta verk og var það gert samtímis upp- setningu eimisins. Var smíðaður nýr eld- þurrkari ásamt ofni og öðru tilheyrandi, og hafa þessi tæki Landssmiðjunnar reynzt uijög vel. Blöndun soðkraftsins við mjölið fer þann- ig fram, að heitum kraftinum er dælt sam- un við pressukökuna og blandað við hana í snígli, sem er útbúinn hrærum. Þannig blandað fer efnið í eldþurrkarann til þurrk- unar. Mjöl, sem unnið er á þennan hátt, er nefnt heilmjöl vegna þess, að það inniheldur soðefnin, og er því ríkara af fjörefnum en venjulegt mjöl. í Noregi er slíkt heilmjöl selt hærra verði en venjulegt mjöl. Við soð- kraftvinnsluna jókst mjölmagn hvalveiði- stöðvarinnar um 50%, og sýnir reynslan í sumar að auka má mjölmagnið enn meira. Einnig má nýta limvatnið, eða hluta af því, til soðkraftvinnslu eingöngu, en það hefur ekki verið gert nema í smáum stil. Efnaverkfræðingarnir Ingi Bjarnason og Hörður Jónsson hafa annazt allar rann- sóknir varðandi starfsemi og nýtingu af- urða livalvinnslustöðvarinnar, og hafa þeir einnig verið ráðunautar félagsins um til- högun og fyrirkomulag límvatnsvinnsl- unnar.“ Sjávarútvegur Nýfundnalandsmanna dregst saman. Nýlega var að því vikið hér í blaðinu, að fiskimenn í Nýfundnalandi teldu sig búa við svo rýrar tekjur, að þeim væri nauðug- ur einn kostur að hverfa að öðrum störfum til þess að geta framfleytt sér og sínum. Enska tímaritið „The Fishing News“ skýrir nokkuð nánar frá þessu 5. fehrúar síðastl. Samband fiskimanna í Nýfundnalandi ásak- ar sambandsstjórnina fyrir að hafa látið und- ir höfuð leggjast að ákveða lágmarksverð fyrir fiskinn að því er Labrador veiðarnar snertir. Ritari sambandsins segir, að fiski- mennirnir muni algerlega neita að ráða sig í skiprúm meðan svo horfi. Árið, sem leið, var það einungis að þakka afbragðs afla- brögðum, að fiskimennirnir komu ekki slyppir frá borði. Síðastl. fimm ár liefur fiskimönnum í Lahrador fækkað úr 18 þús. í 10 þús., og því er gert á fætur, að í ár muni fiskimönn- unum enn fækka um 2000. Fyrir tveim ára- tugum stunduðu 650 skonnortur frá Ný- fundnalandi veiðar við Labrador, en í ár er búist við, að þær verði einungis sex. Og af áhöfnum þessara sex skipa eru aðeins 15% ungir menn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.