Ægir - 15.09.1955, Side 3
48. árg.
Nr. 15
Æ G I R
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
Reykjavík, 15. september 1955.
IJtgerð og
TOGARARNIR
Enn voru flestir togaranna á karfaveið-
um fyrir innanlandsmarkað. Afli við Vest-
ur-Grænland fór minnkandi og fóru skipin
þá að færa sig á heimamið og fengu þar
sæmilegan afla. Einnig var reynt við Aust-
ur-Grænland, á Jónsmiðum, en afli var
nú enginn þar. Hefur orðið þar mikil
breyting á frá því, sem var um svipað
leyti á fyrra ári, en þá var þar mikill
karfaafli.
Þá hófu nokkur skip veiðar fyrir Þýzka-
landsmarkað. Hafa þau fengið reitings-
afla á Halamiðum, aðallega þorsk. Er lagt
upp úr því að fá blandaðan afla með karf-
anum svo sem þorsk og þó einkum stór-
ufsa, en hann er eftirsóttur á Þýzkalands-
markaðinum. Tvö skip fóru á miðin undan
Austfjörðum sunnarlega, þar sem helzt
er búizt við að ufsann sé að fá en um
aflabrögð var ekki vitað.
Þá voru 2 skip á saltfiskveiðum við
Vestur-Grænland en afli hefur verið treg-
ur þar undanfarið.
Munu þau sigla með fiskinn til Esbjerg.
VESTFIRÐIN GAF J ÓRÐUN GUR
(ágústmánuður).
Steingrímsfjörður. Þrír bátar úr Hólma-
vík og tveir frá Drangsnesi voru á rek-
netjaveiðum. Afli hefur verið góður með
köflum. Annar Drangsnesbátanna, sem
byrjaði veiðar seint í júlí, hafði fengið
afilabrögð
um 900 tn. í lok ágúst. Tveir Hólmavík-
urbátanna voru á síldveiðum nyrðra og
byrjuðu því ekki veiðar fyrr en eftir miðj-
an ágúst. Aflahæsti báturinn þar hafði
fengið um 350 tn. um mánaðamótin. 3 og 4
smábátar úr Hólmavík hafa stundað færa-
veiðar og aflað vel með köflum, um 1000
kg. í sjóferð, 3 menn undir færi.
Djúpccvík. Vb. Örn var á reknetjaveið-
um, byrjaði í júlí, og aflaði allvel fyrst,
en miður í ágúst. Hafði fengið um 700
tn. í lok mánaðarins.
ísafjörður. Tveir bátar, Andvari og Ver,
hófu reknetjaveiðar um 25. júlí og hafa
oft aflað vel. í mánaðarlokin hafði Ver
fengið 900—1000 tn., Andvari 760 tn. Auð-
björn, er var á síldveiðum nyrðra, og Sæ-
dís, byrjuðu nokkru eftir miðjan mán-
uðinn. Aflinn hefur verið mjög rýr síð-
ustu dagana. Fjórir smáir þilfarsbátar
stunduðu færaveiðar og öfluðu bærilega
framan af, en stormar hömluðu veiðum
seinni partinn. Smábátar hafa ekki svo
teljandi sé stundað veiðar, fáeinir skot-
izt nokkrum sinnum til fiskjar. — Tog-
ararnir hafa verið á karfaveiðum og afl-
að vel. ísborg lagði á land 439 smál. úr
2 veiðiferðum, Sólborg 694 úr 2 veiði-
ferðum. Rækjubátarnir hafa aflað mjög
vel í sumar.
Hnífsdalur. Tveir bátanna, Mímir og
Páll Pálsson, tóku upp reknetjaveiðar eft-
ir miðjan mánuðinn, er þeir komu af síld-