Ægir - 15.09.1955, Side 4
226
ÆGIR
veiðum nyrðra. Hafði Mímir fengið um
300 tn. um mánaðamótin.
Bolungarvík. Stærri bátarnir þrír, Ein-
ar Hálfdáns, Flosi og Völusteinn, tóku
upp reknetjaveiðar, er þeir komu af síld-
veiðunum nyrðra rétt fyrir miðjan mán-
uðinn. Öfluðu þeir vel, sá aflahæsti um
600 tn., hinir rúmar 500 tn. hvor. Tveir
smærri bátar, 8 og 11 lesta, voru líka
á reknetjum og öfluðu vel framan af mán-
uðinum.
Suðureyri. Einn stærri bátanna, Freyja
II, var á línuveiðum. Aflinn mjög rýr,
mest um 4000 kg. í sjóferð. Annar 27
lesta bátur, Gyllir, var á færaveiðum. Þá
bættist þarna við nýr 5 lesta þilfarsbátur,
og fór á færaveiðar um miðjan mánuð-
inn. Báturinn er smíðaður hjá Marselí-
usi Bernharðssyni. Eigendur eru Bjarni
Friðriksson fyrrv. vitavörður og synir
hans. — Færaaflinn hefur líka verið mjög
tregur.
Flateyri. Togarinn Gyllir var að veið-
um og aflaði vel. Lagði upp 470 smál.
Guðmundur Júní byrjaði um 20. ág. 4 og
5 smábátar hafa stundað kolaveiðar í net
með góðum árangri. Enginn bátur er á
þorskveiðum.
Þingeyri. Tveir smábátar á línuveið-
um, öfluðu vel síðustu dagana, mest um
1400 kg. í sjóferð, aðeins tveir á bát.
Patreksfjörður. Togararnir voru báðir
á karfaveiðum og öfluðu vel. Gylfi fékk
679 smál. í tveimur veiðiferðum. Ólafur
Jóhannesson fór eina ferð. Vb. Andri
hefur verið á reknetjaveiðum síðan 20.
júlí og hefur aflað vel. Hafði fengið um
1300 tn. 1. sept.
SÍLDVEIIDIN NORÐANLANDS-
OG AUSTAN
Vikuna 13.—20. ágúst var síðasta vikan,
sem herpinótasíld veiddist og þá úti fyrir
Austfjörðum. Mun síðasta síldin hafa
veiðzt 19. ágúst. Gerði þá slæmt veður
og lágu skipin, sem þá voru orðin fá eft-
ir, þar sem meginhluti flotans hafði hald-
ið heimleiðis fyrir þá viku, í landvari og
biðu eftir að veður batnaði. Kom í ljós
er veðrið lægði, að veiðinni var lokið og
héldu skipin þá heim.
Nokkur skip fóru þá til reknetjaveiða
en afli hefur verið tregur.
Heildaraflinn 2. sept. var sem hér segir
(í svigum samanburðartölur frá fyrra ári
4. sept.).
í bræðslu 25.895 mál (124.723)
í salt 175.016 uppsaltaðar tn. (56.790)
í fryst. 13.117 uppmældar tn. (13.801)
Hefur heildaraflamagnið því orðið tæp-
lega 19000 málum og tn. meira en á fyrra
ári.
Skýrsla um afla einstakra skipa er birt
á öðrum stað í blaðinu.
REKNETJAVEIÐAR SUNNANLANDS
OG VESTAN
Síldveiðar með reknetjum hófust að ráði
sunnanlands í ágústmánuði og einkum eft-
ir að herpinótabátarnir komu af veiðum
að norðan.
Veiði var þó ekki almennt mikil fram-
an af og auk þess var tíðin mjög stirð.
Þá tafði það og fyrir, að verkfall var
hjá verkakonum í Keflavík og á Akranesi
síðari hluta ágúst en leystist um mánaða-
mótin. Stundar nú allmikill fjöldi báta
þessar veiðar og hefur afli það sem af
er september oft verið ágætur, en tíðar-
far heldur stirt framan af. Þó hefur afli
í Breiðafirði verið mun tregari en sunn-
ar, einkum sunnan Reykjaness í Grinda-
víkursjó, en útaf Vestfjörðum hefur afl-
ast sæmilega. Ekki hefur orðið eins
mikið vart við háhyrning á síldarmiðun-
um eins og á fyrra ári, enda vart kom-
inn sá tími, sem hann er aðgangsfrekastur.
Heildaraflamagn reknetjabátanna sunn-
anlands og vestan 3. sept. var sem hér
segir:
í salt (uppsaltaðar tn.) 14.457
I frystingu (uppmældar tn.) 38.794