Ægir - 15.09.1955, Síða 5
ÆGIR
227
Síldarvertíðin Norðanlands 1955
/ hverju var síldarverfíðin frábrugðin hinum fyrri aflaleysisvertíðum?
Nú er liðinn meira en heill tugur ára síðan
breyting sú varð á göngum sildarinnar, sem
hefur orðið svo afdrifarík fyrir þennan atvinnu-
veg, sem raun er á. Á hverju ári hafa menn
skyggnazt eftir ummerkjum, sem gæfu til kynna
einhverja breytingu til hins betra, en árang-
urslaust.
Vertíðin í sumar bar öll einkenni aflaleysis-
vertíðanna, enda þótt sumir telji sig hafa séð
merki um einhverjar breytingar. Síldin hélt sig
langt undan landi, áta var lítil á miðunum og
síldin óð illa. Þá var veiðin aðallega framan
af vertíðinni, i júli, en svo hefur jafnan verið
þegar aflabrestur hefur verið. Aftur á móti virð-
ist það liafa verið regla, að þegar afli hefur
verið mikill hefur ágúst verið bezti veiðitíminn.
Hin sífelldu vonbrigði hafa leitt til þess, að
leitað er nýrra ráða i því skyni að veiða síld-
ina þrátt fyrir erfið skilyrði. Nýjar aðferðir,
sem m. a. styðjast við notkun nýrra og full-
komnari tækja en áður þekktust, eru reyndar
°9 gefa von um, að e. t. v. verði unnt að sigr-
ast á nokkrum þeim erfiðleikum, sem hrjá þenn-
an veiðiskap. Vertíðin í sumar var mjög þýð-
ingarmikil einmitt í þessu tilliti og á e. t. v.
eftir að marka tímamót í sögu síldveiðanna hér
við land.
Með tilliti til þessa hefur Ægi þótt rétt, að fá
sem gleggst yfirlit yfir vertíðina og einmitt frá
manni, sem sjálfur hefur um mörg ár tekið
þátt í veiðunum og jafnan verið í fremstu röð
aflamanna. Er það Guðmundur Jörundsson skip-
stjóri og útgerðarmaður frá Hrísey. Var hann
enn í sumar skipstjóri á skipi sínu bv. Jörundi
fvá Akureyri, en það skip var aflahæsta skip
a síldveiðunum. Fer grein Guðmundar hér á
eftir.
Ritstj.
Við skjóta yfirsýn virðist ekki vera
hsegt að segja, að nokkur veruleg breyt-
i^g hafi átt sér stað á gangi og hátterni
síldarinnar s.l. vertíð við Norðurströnd-
lna frá því sem verið hefur undangengin
Guðmundur Jörundsson.
ár. Þó var það tvennt, sem sérstaklega
vakti athygli manna. Það fyrra var, að
all oft kom það fyrir, að síld kom aftur
og aftur upp á sama svæðinu, með nokk-
urra daga millibili. En það er ekki hægt
að segja, að hún hafi gert slíkt svo telj-
andi sé undangengin aflaleysisár. Hitt
atriðið var það, að hér kom nú fram aft-
ur hin stóra og jafna „vestansíld“, sem
ég vil svo nefna og okkur var vel kunn
á árum áður og veiddist í stórum- stíl á
mið- og vestur-síldarsvæðinu. Greinilegt
var það, að mjög lítið var síldin á mið-
svæðinu blönduð yngri árgöngum og mag-
urri síld, eins og undanfarið.
Þá kemur að þeirri spurningu, hvort
ganga þessarar stórsíldar upp að Norður-
landinu kunni að boða nokkra breytingu