Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1955, Side 6

Ægir - 15.09.1955, Side 6
228 ÆGIR Bv. Jörundur á leið inn Eyjafjörð, hlaðinn sild. í framtíðinni? Því er að sjálfsögðu vand- svarað og munum við fæstir sem við veiðar fáumst, þora eftir 11 ára þreng- ingar, að láta nokkra bjartsýni í ljós, í því sambandi. En óneitanlega varð okk- ur mörgum hlýrra um hjartaræturnar í upphafi síldarvertíðarinnar, þegar við aft- ur sáum hina stóru glitrandi vinkonu okk- ar steipast úr háfnum inn á þilfarið. Því miður reyndist það of fáliðaður hópur, þegar öll kurl komu til grafar. Þó má eflaust fullyrða, að allverulega mikið meira magn af síld hefði veiðzt þessa ver- tíð, ef hin þráláta sunnan- og suðvestan- átt hefði ekki stöðugt torveldað veiðarn- ar, því það var næstum hægt að segja, að helzt aldrei kæmi heill logndagur á vertíðinni. Mitt álit er það og eflaust fleiri, að talsvert meira síldarmagn hafi gengið upp að norðurströndinni en undangengnar ver- tíðir. Því til sönnunar má benda á það, hve nijög oft veiðiskipin fengu góðar lóðningar á bergmáls og „Ásdic“-tæki sín. Og ennfremur benti hinn góði veiðidag- ur 27. júlí mjög í þá átt, þar sem síld sást, að sjálfsögðu mismunandi mikið, að heita mátti um allt veiðisvæðið frá Kol- beinsey og austur í Þistilfjarðardýpi. ÁtuskilyrSi og sjávarhiti. Á síðastliðnu vori sáust þess glögg merki, að rauðátan var ekki eins snemma á ferðinni við Norðurland eins og að und- anförnu. Enda sagði það fljótt til sín á síldarvertíðinni, að allverulega mikið meiri rauðáta var á veiðisvæðinu, en að undan- förnu og það sem betra var, að hún hélzt lengur við á hverjum stað, en áður. Eitt var það, sem mér virtist einkenn- andi fyrir þessa vertíð, hve oft bar á því á síldarsvæðinu, þar sem ég hafði fengið góða rauðátu í átuháfinn, að yfirborð sjávarins, stundum 4—6 faðma niður, var algerlega átulaust. Þetta hafði þær af- leiðingar í för með sér, að síldin stóð dýpra í sjónum og óð ekki. En hins vegar bar nokkuð mikið á því að fuglager sæti á blettinum, þar sem síldartorfa var und- ir og notaðist veiðiskipunum all oft af því- Um sjávarhitann er það að segja, að hann var hinn ákjósanlegasti, eða að öll- um jafnaði frá 7,5 til 8,5°. En það er sá hiti, sem talinn er hæfa síldinni bezt hér við land á meðan hún er að ná sinni hröðu fitun á svo skömmum tíma. Asdic-tækin. Nokkur skip eru nú komin með hin svokölluðu „Asdic“-tæki (Simrad) o g

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.