Ægir - 15.09.1955, Qupperneq 7
ÆGIR
229
gerðu tilraunir með þau í sambandi við
síldveiðarnar s.l. sumar, en með nokkuð
misjöfnum árangri. Mun þar eflaust hafa
valdið misjafnlega mikil nákvæmni þeirra,
er með tækin fóru og ennfremur misjöfn
útkoma tækjanna sjálfra í hverju skipi.
Þrátt fyrir þetta fékkst samttalsverðveiði,
sem óhætt er að fullyrða að þakka má
eingöngu umræddum -,,Asdic“-tækjum.
Fullvíst má það teljast, að vér getum
vænzt þess í framtíðinni að ná enn betri
árangri en hingað til hefur náðst með
tækjum þessum.
Rannsóknarskipið Ægir.
Allir þeir, sem við síldveiðar fengust
s.l. vertíð, munu vera á einu máli um það,
að Ægir hafi unnið mjög þýðingarmikið
og gott starf með rannsóknum sínum í
sumar. Ekki sízt þegar á það er litið, að
í raun og veru er hér um byrjunarstarf
að ræða og það mjög margþætt. En það
gefur auga leið, að það hlýtur að vera
erfitt starf fyrir þá menn, sem þessum
rannsóknum stjórna, að þurfa alltaf að
sinna mörgum störfum samtímis. Til dæm-
is að leita að síld með ,,Asdic“-tækjum
°g dýptarmælum, hafa á hendi allar átu-
rannsóknir, sjávarhitamælingar og fleira,
sem allt er tímafrekt og krefst margra
faglærðra manna, sem því miður voru of
fáir um borð í Ægi í sumar, til að geta
haft undan að vinna úr öllum þeim verk-
efnum er til lögðust á vertíðinni. Vonandi
verður úr þessu bætt í framtíðinni, svo
fiskirannsóknirnar tefjist ekki af þeim
sökum. Ennfremur er það von okkar,
sem við þessar síldveiðar fáumst að hátt-
virt Alþingi gefi gaum að þessum þýðing-
armiklu rannsóknum og leggi rétt mat
á gildi þeirra fyrir þjóðarbúið í heild og
sníði fjárveitingar til. rannsóknanna í
réttu hlutfalli við það.
Mætti í þessu sambandi benda á þá stað-
reynd, að óhætt er að áætla, að fyrir leið-
beiningar Ægis hafi veiðzt s.l. vertíð um
25—30 þúsund tunnur, fyrir utan alla
óbeina aðstoð við flotann, sem að sjálf-
sögðu gerði sitt til að meira veiddist en
ella hefði orðið.
Ég vil nota þetta tækifæri, og veit ég
mæli þar fyrir munn allra, sem lífsafkomu
sína eiga undir þessum síldveiðum, til
að færa beztu þakkir Alþingi, ríkisstjórn,
fiskifræðingum og öllum öðrum, sem að
þessum rannsóknum stóðu fyrir þeirra
aðstoð í þessu sambandi.
Akureyri, 7. sept. 1955.
Guóm. Jörundsson.
Vciðitilraunir tneú f3L.arsenvörpuff
Undanfarin ár hafa verið gerðar hér
við land margvíslegar tilraunir til að veiða
síld með flotvörpu. Hafa verið gerðar til-
raunir með margs konar vörpur, en ár-
angur hefur orðið lítill. Hafa flestar til-
raunirnar farið fram við Suðvesturlandið,
enda er talið, að mest von sé um veiði
með slíkum veiðarfærum á þeim slóðum.
Enn er þessum tilraunum haldið áfram
og fer nú fram ein slík með svonefndri
,,Larsenvörpu“. Er það tveggja báta flot-
varpa, sem gefið hefur ágæta raun upd-
anfarin ár á síldarmiðunum við Skagen
í Danmörku. Hafa Jóhann Sigfússon út-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum og Kjart-
an Friðbjarnarson í Vestmannaeyjum
undirbúið tilraunaveiðina og fá þeir til
þess nokkurn styrk frá atvinnumálaráðu-
neytinu. Fengnir voru til landsins tveir
danskir síldarskipstjórar, sem vanir eru
að fást við veiðar með þessari vörpu, og
auk þess voru veiðarfæri og allur útbún-
aður fenginn frá Danmörku, svo unnt
væri að gera tilraunina á hinn fullkomn-
asta hátt.
Fæst nú væntanlega úr því skorið hvort
gera megi sér vonir um, að unnt sé að
veiða síld í þetta veiðarfæri hér við land
svo um reglulega útgerð geti verið að ræða.
Þegar þetta var skrifað höfðu borizt
Framh. á bls. 240.