Ægir

Volume

Ægir - 15.09.1955, Page 12

Ægir - 15.09.1955, Page 12
234 ÆGIR (--------—------------------------ Erlendar fréttir -____—____________________—_____—> Brcyíitiifar á fcrshfishmarhaðin- um í Vestur- f*?/ zhalandi Um þessar mundir eru fyrstu íslenzku togararnir að landa ísvörðum fiski á mörk- uðunum í Vestur-Þýzkalandi. Undanfarin ár hafa verið samningar um þessar land- anir, þ. e. a. s. í verzlunarsamningum milli landanna hefur verið ákveðið, að yfir haustmánuðina mættu íslenzk skip landa fiski að verðmæti DM. 7.500.000 eða sem svaraði um kr. 30.000.000. Allt frá því þessir samningar voru fyrst gerðir eftir styr.jöldina, árið 1950, hefur þessi skammt- ur aldrei verið notaður til fulls, sem m. a. hefur stafað af því, að verðlagið á markaðinum hefur ekki verið það hátt, að það hafi freistað togaraeigenda hér til að nota til fulls þá möguleika, sem þarna voru fyrir hendi. Einna mest mun hafa verið landað á sl. ári, en þá nam heild- arverðmætið rúml. 15.000.000. Á þessu sumri hafa hins vegar orðið tveir atburðir, sem hafa leitt til breytinga á þessum markaði, þó enn sé ekki unnt að sjá fyrir um hver áhrif þeir muni hafa. Hinn 23. júlí tilkynnti matvælaráðuneytið í Bonn, að ákvæði þau um lágmarksverð, sem verið höfðu í gildi, væru burtu felld. Hinn 17. ágúst var síðan gefinn frjáls allur innflutningur á ferskum fiski. Ákvæðin um lágmarksverð voru upp- haflega sett í því skyni, að skapa nokkra festu á markaðinum. Voru þau á þann veg, að ef verðið fór niður fyrir ákveðið lágmark varð fiskurinn að fara í fisk- mjölsverksmiðjur til vinnslu þar. Sams konar ákvæði höfðu verið um nýja síld þar til á fyrra ári, en voru þá afnumin. Hefur sú reynsla, sem fengizt hefur af afnámi lágmarksverðsins á síldinni, vafa- laust orðið til þess að flýta fyrir því, að lágmarksverð á öðrum fisktegundum var nú afnumið. Það kom sem sé í ljós, að afnám lágmarksverðsins á síldinni á fyrra ári virtist síður en svo hafa slæm áhrif á síldarsöluna. Er að sjá á skrifum þýzkra fiskveiðitímarita um þessi mál, að yfirleitt búist menn ekki við neinum stór- breytingum á ferskfiskmarkaðinum þótt lágmarksverðið hafi verið afnumið. Stefna sambandsstjórnarinnar þýzku í viðskiptamálum hefur mjög mótast af frjálslyndi, bæði að því er snertir innan- ríkis- og utanríkisviðskipti. Frílisti inn- flutningsvara hefur stöðugt verið aukinn á undanförnum árum, enda hefur aðstaða landsins í utanríkisviðskiptum verið hag- kvæm. Einn liður í þessari stefnu er, að nú hefur ferskur fiskur verið settur á frílista. Er því öllum heimilt að flytja fisk til sölu á þýzka markaðinn allan ársins hring. Erfitt er enn sem komið er að meta hver áhrif þetta muni hafa á fisksölur héðan. Ef draga má ályktanir af því, sem lesa má nú í þýzkum blöðum er ekki ástæða til að gera ráð fyrir nein- um stórbreytingum að sinni. Er yfirleitt ekki búist við, að ásókn á þennan markað muni aukast, a. m. k. ekki á haustin, enda er hann þá fastastur fyrir. Áríðandi er þó að vel sé fylgzt með ástandinu á mark- aðinum og að togurunum sé ráðstafað sem mest í samræmi við það og er það þó oft erfiðleikum bundið eins og þeir vita bezt, sem gerzt þekkja til. En ný viðhorf krefj- ast oft nýrra viðbragða. Þá er enn rætt um frekari breytingar á vestur-þýzka fiskmarkaðinum. T. d. er við því búist að söltuð síld verði sett á frílista og nokkurs kvíða virðist gæta hjá sumum aðilum þar úti yfir því, að röðin geti einnig komið að freðfiskinum. Hvor- ugt hefði þetta þó mikla þýðingu fyrir okkur á meðan ekki væru burtu felldir hinir tiltölulega háu innflutningstollar, sem eru á báðum þessum vörum í Vestur- Þýzkalandi. Gildir raunar hið sama að því er snertir ferskfiskinn, að við hefð- um kosið að afnám tollsins hefði fylgt í kjölfar þess að innflutningurinn var gef- inn frjáls.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.