Ægir - 15.09.1955, Page 13
ÆGIR
235
Ný gerð af floivörpu til síldveiða
Tilraunir með ýmsar gerðir af flot-
vörpum hafa farið fram í mörgum lönd-
um undanfarin ár. Hafa tilraunir þessar
aðallega miðað að því að veiða síld eða
aðra uppsjávarfiska. Einnig hér á landi
hafa verið gerðar margvíslegar tilraunir
í þessa átt, en án þess að nokkur teljandi
árangur næðist. Til skamms tíma hefur að-
eins ein gerð slíkrar vörpu gefið góðaraun,
en það er hin svonefnda Larsenvarpa, sem
notuð hefur verið til síldveiða í Skagerrak
undanfarin ár. Er hún kennd við höfund
sinn, sem er danskur netagerðarmaður.
Tilraunir með þessa vörpu, sem er dreg-
in af tveim bátum, hafa þó ekki borið
árangur annars staðar. Um þessar mundir
fara fram tilraunir hér við Suðvestur-
land með þessa vörpu og er skýrt frá því
á öðrum stað í blaðinu.
Nýlega hafa hins vegar borizt af því
fregnir, að vestur við Kyrrahafsströnd
Kanada í British Columbia, hafi tekizt að
veiða mikið magn af síld í nýja gerð flot-
vörpu, sem dregin er af einum bát. Fylgir
hér teikning af vörpu þessari eins og hún
er í drætti en helzta einkenni hennar er
að hlerarnir eru festir á vírinn alllangt
fyrir framan vörpuopið, eða 30 faðma,
og festir þar með 10 faðma löngum vír.
Netið er allt úr nylon.
Hefur fengizt mjög góð veiði í vörpu
þessa og hafa náðst 20—30 smál. af síld
í einu togi.
Þar sem veiðarnar fara fram er strönd-
in vogskorin og eyjar úti fyrir. Heldur
síldin sig þar í sundunum og fara veið-
arnar þar fram.
Tilraunirnar voru gerðar á bát, sem
er 62 fet að lengd með 170 ha vél. Bezt
veiddist á kvöldin og nóttinni, þegar síld-
in lyfti sér frá botni og svo undir dög-
un, þegar hún færði sig að botninum
aftur.
Er hér vissulega um athyglisverðar til-
raunir að ræða og hafa verið gerðar ráð-
stafanir til að fá sem gleggstar upplýs-
ingar um allt það, sem máli skiptir um
veiðarfærið sjálft og allar aðstæður við
veiðarnar.
Fiskbitar
Fyrirtækið „Birds Eye“ í Bandaríkj-
unum, sem um langa hríð hefur verið
brautryðjandi á sviði frystingar á mat-
vörum, hefur hafið framleiðslu á nýrri
vöru, sem nefnd er fiskbitar. Er þar um
að ræða bita, sem í er fiskur og kartöfl-
ur, kryddað. Eru bitar þessir soðnir og
síðan frystir og geymdir og seldir þannig.
I hverjum pakka eru 20 bitar, sem hús-
móðirin þarf aðeins að hita upp, áður en
þeir eru bornir fram. Ýmsar tegundir
fisks eru notaðar í bitana.
Sölutilraunir, sem gerðar hafa verið
með þessa framleiðslu hafa leitt í Ijós,
að neytendum líkar hin nýja framleiðsla
vel.
(,,Fishing Gazette“).