Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1955, Blaðsíða 16

Ægir - 15.09.1955, Blaðsíða 16
238 ÆGIR Enda þótt ekki séu til fullnægjandi upp- lýsingar um fiskneyzlu okkar íslendinga mun mega telja víst, að við séum þar í allra fremsta flokki meðal þjóðanna. Fisk- ur er tvímælalaust aðalfæða meginhluta þjóðarinnar, og er því ekki lítils um vert-, að hann sé matreiddur á sem fjölbreyti- legastan hátt. Ægir vill fyrir sitt leyti stuðla að auk- inni fjölbreytni í matreiðslu fisks og mun framvegis birta leiðbeiningar um tilreiðslu fiskrétta í trausti þess, að karlmennirnir, sem efni ritsins er fyrst og fremst miðað við, gefi húsmæðrunum tækifæri til að færa sér í nyt þessar leiðbeiningar. Eitt er sérkennilegt í fiskneyzlu manna hér á landi en það er, að ein fisktegund virðist hafa orðið útundan og ekki fallið í smekk neytendanna. Er þó hér um að ræða fisktegund, sem veidd er meira en flestar aðrar og talin einn hyrn- ingarsteinninn undir efnahagsafkomu þjóðarinnar. Er hér átt við síldina. Lands- menn virðast aldrei hafa komizt upp á að neyta hennar almennt og er hún þó af þeim, sem lært hafa að meta hana, talin einn hinn ljúffengasti fiskur, sem völ er á. Enda þótt síldarvertíðinni sé lok- ið fyrir Norður- og Austurlandi er enn víða um landið unnt að fá nýja síld til matar. Hefur því verið valinn sá kostur að hefja þessa leiðbeiningarstarfsemi á nýrri síld. Rétt þann, sem hér verður lýst, er mjög auðvelt að matreiða ef hrá- efnið er gott, en nauðsynlegt er að síld- in sé ný og óskemmd. Enda þótt smekk- ur manna á mat sé eins margbreytilegur og mennirnir eru margir er það von Ægis, að réttur þessi sem og þeir, sem á eftir kunna að koma, falli mörgum í geð. Soöin ný síld. 4 síldar 1 laukur, meðalstór 3 dl. vatn 2 lárberjablöð V2 dl. edik 1 tsk. salt V2 tsk. pipar Síldin er flökuð og piparnum stráð á flökin. Flökin eru lögð saman tvö og tvö og þunnar lauksneiðar lagðar á milli. Festa má flökin saman með trépinnum. Bezt er að sjóða síldina í pönnu eða djúpum bakka. Vatnið ásamt edikinu, því sem eftir er af lauknum og hinu kryddinu er soðið í 10—15 mín. áður en síldin er sett út í. Síðan er síldin soðin í um 10 mín. Gæta skal þess þó, að síldin ofsjóði ekki. Brætt smjör er borið með síldinni. Leifarnar má geyma í soðinu á köld- um stað og bera fram á kvöldborðið. Fishstcngur í Bretlandi Svo sem skýrt hefur verið frá áður í Ægi hefur framleiðsla fiskstanga („fish sticks“) farið mjög í vöxt í Bandaríkj- unum undanfarin tvö ár og má gera ráð fyrir, að áframhald geti orðið á því. Nú berast fréttir af því, að í Bretlandi hafi menn einnig hafið framleiðslu þess- arar vöru með góðum árangri. Tvö fyrirtæki í Grimsby hafa nýlega hafið þessa framleiðslu, en áður höfðu önnur tvö stór fyrirtæki gert tilraunir með framleiðsluna og náð góðum árangri. Telja fyrirtæki þessi, að eftirspurnin sé nú orðin svo mikil, að þau eigi fullt í fangi með að fullnægja henni. Annað fyrirtækið í Grimsby, sem áður getur, selur stengurnar ósoðnar. Hingað til hefur eingöngu verið notaður þorskur til framleiðslunnar en gert er ráð fyrir, að bráðlega verði einnig farið að nota aðrar fisktegundir. (Fishing News).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.