Ægir - 15.09.1955, Side 18
240
ÆGIR
Afli brezkra togara 1954
Hámark
Laun
Afla- Lifrar- Fæðis- gamt
hlutur hlutur pen.
„The Fishing News“ birti fyrir skömmu
yfirlit um aflabrögð og afkomu togara-
flotans brezka á árinu 1954.
Heildarlandanir í Grimsby, Hull og
Fleetwood námu rúmlega 879 millj. punda
(enskra) (mest þorskur), og er það um
7,1 millj. punda meira magn en á árinu
1953.
Útgerðin fékk að meðaltali 4,96 „pence“
fyrir hvert pund (enskt) á móti 4,6 „pen-
ce“ árið áður. Heildarverðmæti aflans
nam því £ 19.033.281 á móti £ 16.936.322.
Verðhækkunin er sögð stafa af aukinni
eftirspurn og meiri gæðum (betri með-
höndlun) fisksins. „Verð á þorskflökum til
neytenda var 1 sh. 6 d. til 1 sh. 9 d. pr.
pund, og er fiskur því — sem áður —
ódýrasta fáanlega fæðutegundin, enda
þótt ekki sé um niðurgreiðslur að ræða af
hálfu hins opinbera".
Hinn mikla mismun á verði því, er út-
gerðin fær og neytandinn greiðir, kveður
blaðið stafa af flökunar-, flutnings- og
dreifingarkostnaði, og bætir því við, að
þorskverð frá skipi hafi aðeins hækkað
um 6% síðan 1951.
Á árinu fórust þrír stórir togarar og
samtals týndu lífinu 38 menn. Blaðið ræð-
ir síðan afkomu togarasjómanna allýtar-
lega og heldur fram þeirri skoðun, að erf-
iðið, vosbúðin og áhættan, sem þessari at-
vinnugrein eru samfara, réttlæti hlutfalls-
lega hátt kaup og góð kjör.
Einstaka skipstjórar komust upp í
£ 6500 árstekjur á sl. ári og meðaltekjur
háseta námu um £ 20 á viku.
Eftirfarandi töflur gefa nánari sundur-
liðun á kjörum togarasjómanna í Bret-
landi:
Skipstjóri £1.000
Stýrimaður - —
Bátsmaður - 300
Háseti - 280
£5.500 £175 — £ 6.675
-4.000 -175 — -4.175
-1.200 -175 £75 -1.750
- 600 -175 -75 -1.130
Meðaltal:
Skipstjóri - 700
Stýrimaður —
Bátsmaður - 300
Háseti - 280
-3.500 -125 — - 4.325
-2.500 -125 — -2.625
- 840 -125 -75 -1.340
- 420 -125 -75 - 900
Greiðslur til skipverja nema um 30%
heildarútgjalda útgerðarinnar (samanber
grein í 8. tbl. Ægis).
Kostnaðurinn við smíði og útbúnað ný-
tízku togara er nú um £ 200 þús. saman-
borið við £ 25—35 þúsund fyrir stríð.
Stærðin er allt að 750 rúmlestum (stærri
togarar eru sjaldgæfir) og búnir eru þeir
öllum nýtízku veiði- og öryggistækjum.
Meðalfjöldi veiðiferða er 14 á ári og
meðalkostnaður við hverja ferð um £ 5500.
Hinn hái stofn- og reksturskostnaður
gerir það að verkum (segir „The Fishing
News“), að fjöldi skipa er rekinn með
tapi. Fiskverð hefur að vísu hækkað en
ekki í hlutfalli við kostnaðarliðina.
Veiðitilraunir með ..lAtrsenviirpti"
Frctmh. af bls. 229.
fyrstu fréttir af veiðitilraununum. Föstu-
daginn 9. þ. m. lóðaði Ægir síld við botn
rétt norður af Eldey. Samkvæmt tilvís-
un Ægis komu Vestmannaeyjabátarnir
Sjöfn og Gammur á vettvang. Toguðu þeir
í klukkutíma með Larsenvörpu og höfðu
þá fengið 50—60 tn. af síld. Þykir mönn-
um þessi árangur spá góðu.
ÆGIR
rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
rúmar 300 síður og kostar 35 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er
80500. Pósth. 81. Ritstjóri: Davíð Ólafsson. Prentað í ísafoldarprentsm.