Dagur - 04.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 04.10.1934, Blaðsíða 1
DAGUR keimir út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga, Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓK. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII, ár . Í Akureyri 4. október 1934. 114. tbl. Frá Alþingi. Kosning til Efri deildar átti fram að fara í fyrradag, en er til kom lenti í stímabraki sökum þess, að Bændaflokkurinn vildi ekki nefna mann til Efri deildar, en Framsókn og Alþýðuflokkur- inn höfðu í sameiningu 9 menn á Hsta þangað og Sjálfstæðisflokk- urinn 6. Vantaði þá einn á fulla tölu, er nú skulu vera 16 menn í E. d., eða sem næst y3 þingmanna allra. í gær lenti enn í sama þófi, er Bændaflokkurinn vildi tilnefna Héðinn Valdimarsson í Efri deild, en engan frá sér! úrskurðaði for- seti, að eigi gæti stjórnmálaflokk- ur sett á lista mann úr öðrum flokki, þá er sá flokkur hefði þegar lista einn sér eða með öðr- um, enda bæri Bændaflokknum að skipa 1 mann í Efri deild. Endaði þetta með því, að tekinn var gildur listi frá Héðni Valde- marssyni, með nafni Þorsteins Briem, 10. landkjörins, enda lýsti Héðinn því yfir, að hann myndi draga þenna lista til baka, ef annar löglegur kæmi fram frá Bændaflokknum. Er þá Efri deild loks skipuð þannig: Bernharð Stefánsson (F.). Einar Árnason (F.). Guðrún Lárusdóttir (S.). Haraldur Guðmundsson (A.). Hercnann Jónasson (F.). Ingvar Pálmason (F.). Jón Auðunn Jónsson (S.). Jón Baldvinsson (A.). Jónas Jónsson (F.). Magnús Guðmundsson (S.). Magnús Jónsson (S.). Páll Hermannsson (F.). Pétur Magnússon (S.). Sigurjón A. ólafsson (A.). Þorsteinn Briem (B.). Þorsteinn Þorsteinsson (S.). Síðan var skotið á fundi í Efri deild og gengið til forseta- og skrifarakosninga. Forseti Efri deildar var kosinn Einar Árnason með 9 atkvæðum. Pétur Magnússon hlaut 6 atkv. Fyrsti varaforseti var kosinn Sigurjón A. ólafsson með 9 atkv. Guðrún Lárusdóttir hlaut 5 atkv. en 1 seðill var auður. Annar vara- forseti var kosinn Ingvar Pálma- son, með 9 atkv. gegn 6. — Skrifarar voru kosnir með hlut- fallskosningu Páll Hermannsson og Jón Auðunn Jónsson. Fundi í Neðri deild var frestað þangað til í dag. í tilefni af láti Magnúsar Jóns- sonar, prófessors í lögum, minnt- ist hans forseti sameinaðs þings og er á öðrum stað hér í blaðinu útdráttur úr þeirri minningu. s Jönsson, pr látinn. Á þriðjudaginn lézt í Reykja- vík Magnús Jónsson, prófessor í lögum. Hann var fæddur að úlfljóts- vatni í Grafningi, sonur Jóns Þórðarsonar bónda þar og Þór- unnar Magnúsdóttur, systur Skúla Nordahl sýslum. Stúdent varð hann frá Reykjavík 1898 og lögfræðipróf tók hann í Höfn 1904 en hagfræðipróf að auki 1907. Námsmaður var hann tal- inn ágætur, sterkbyggður og hraustur. — Frá 1904—1920 var hann búsettur í Kaupmannahöfn, og lengst 'viðriðinn fjármála- stjórn Kaupmannahafnar, aðstm. 1904—1916, en fulltrúi 1916— 1920. í skattafáði borgarinnar sat hann 1908—20 og forystumaður í ftiatvælaráði Borgarinnar 1916— 1920. Hann var ritari dansk-ís- lenzku sambandsnefndarinnar af hálfu Dana og fulltrúi Dana við þjóðabandal. í Genf 1920. Sama ár fluttist hann heim til íslands að prófessorsstarfi við háskólann. Ráðherra var hann í 17 mán. í ráðuneyti Sig. Eggerz 1922—23. Rektor háskólans var hann árið 1925—1926. Prófessorsstarfinu gegndi hann til 12. jan. 1934, að hann sagði af sér sökum heilsu- bilunar. — Magnús prófessor var jafnan áhugasamur um landbúnað. Bjó hann á úlfljótsvatni, ættaróðali sínu og fleiri jörðum þar eystra. Kvæntur var hann danskri konu, fæddri Bonnesen. Lifa tveir synir þeirra uppkomnir. — Ofanskráð er útdráttur úr minningarorðum forseta samein- aðs þings í gær. Geysir. Áríðandi að allir m.æti á söngæfingu í kvöld. Messað l Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. næstkomandi sunnudag. Olafur Thors tekur við. Að því er »Morgunblaðið« skýr- ir frá í gærdag skeði það á sam- eiginjegum miðstjórnar- og flokksfundi hjá Sjálfstæðisflokkn- um, að Jón Þorlákssoh sagði af sér forystu flokksins, sökum ann- ríkis, en í hans stað var kosinn ólafur Thors. Kveiiiiaskóliim í Rvik 60 áia. Kvennaskólinn í. Reykjavík átti 60 ára afmæli á mánudaginn var. Námsmeyjar voru 8 fyrsta vet- urinn. Af þeim voru tvær við- staddar minningarathöfn á mánudaginn, frú Ásthildur Tor- steinsson og frk. Ragnheiður Jensdóttir, en tvær aðrar, sem enn eru á lífi, voru fjærstaddar, frú Ragnheiður Benediktsdóttir (Sveinssonar) og frú María Thorgrímsen (kona séra Helga Árnasonar). Frú Þóra Melsteð, stofnandinn, og maður hennar, Páll sagnarit- ari, reistu skólanum húsnæði það, er hann var í 1878—1909. Þá var byggður hinn núverandi kvenna- skóli. Aðeins tvær hafa skóla- stýrur verið: Frú Þóra Melsteð 1874—1906 og ungfru Ingibjörg H. Bjarnason frá 1906 til þessa dags. Árni Porvaldsson heiðraður. Á mánudaginn var átti Árni meistari Þorvaldsson 25 ára kennsluafmæli við Menntaskólann hér; kom að hinum þáverandi gagnfræðaskóla 1909. — Ekki alls fyrir löngu var Árni sextugur. Tóku sig nú saman gamlir skóla- og bekkjarbræður hans, vinir, samkennarar og nemendur, til þess að minnast þess og þakka honum liðna tíð. Var þeim hjónum boðið til kvöldverðar á »Hótel Akureyri« á mánudagskvöldið. Um 50—60 manns sátu hófið. — Fyrir minni heiðursgestsins mælti Sigurður Guðmundsson skólameistari, en Bjarni Jónsson^ bankastjóri fyrir minni frúarinnar. En síðan mælti hver af öðrum: Settur bæjarfóg. Guðmundur Eggerz, sem er bekkjarbróðir heiðursgestsins, Steinn Steinsen .bæjarstjóri, sr. Friðrik Rafnar, Helgi Skúlason augnlæknir, Júlíus Havsteen sýslumaður, Steindór Steindórs- Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. íal- og hljómmynd í 10 iiáltum. Aðalhlutverkin leika: Buster Crabbe og Frances Dee. Stórkostlega viðburðarík og spennandi saga um drenginn, sem elst upp meðal ljónanna í frumskógum Afríku og síðar kemur fram sem »KASPA«, kon- ungur ljónaniia, í amerísku fjöl- leikahúsi. — Inn í myndina, með öllum sínum fögru landslags- lagsmyndum og óvenju vel teknu villidýramyndum, er ofið spenn- andi ástaræfintýri. — BUSTER CRABBE, sem leikur hinn nýja »TARZAN« er heimfrægur sund- maðun Útlendir blaðadómar um myndina eru Ul mfnis í glugga sftlnlurnsins. son kennari. Var fjörugt og skemmtilegt undir borðum. Eftir að borð voru upp tekin var stiginn dans fram eftir nótt- unni. Fór allt hófið fram hið bezta. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 4. okt: Kl. 15 Þingfréttir. Kl. 19.25 Dagskrá næstu viku. Jj> 20 Fréttir. Kl. 20.30 Vilhj. Þ. Gísla- son: Frá útlöndum. KL 21 Pétur Jónsson: Flinsöngur. Föstud. 5. okt.: Kl. 15 Þingfréttir. Kl. 19.25 Grammófóntónleikar. Kl. 20 Fréttir. Kl. 20.30 Guðbrandur Jóns- son: Erindi. Kl. 21 Tónleikar. Is- lenzk lög. Karlakórinn Geysir efnir til fjÖl- breyttrar kvöldskemmtunar næstkom- andi laugardag. Munu þar skemmta Davíð skáld Stefánsson frá Fagra- skógi, Sigfús Halldórs frá HÖfnum, ýmsir meðlimir Geysis með einsöng og tvísöng, svo og Geysir sjálfur, sem eingöngu mun fara með lög, sem flutt voru á síðasta söngmóti sambands ísl. karlakóra, en þar Jilaut Geysir hinn bezta orðstír. Verður þessi fjölbreytta skemmtun hins góðkunna söngfélags væntanlega vel sótt, sem áður, því að kvöldskemmtanir félagsins eru kunnar að því að vera með þeim allra beztu, sem hér eru haldnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.