Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1956, Page 5

Ægir - 01.04.1956, Page 5
ÆGIR 87 Togaraútgerð og togarasmíði Togarar og togarasmíði hafa mjög verið á dagskrá undanfarið og má í því sam- bandi benda á margar þingsályktunartil- lögur þar að lútandi, sem lagðar hafa verið fram á Alþingi. Ástæðurnar fyrir þessum áhuga á ný- smíði togara eru margar, en tvær munu veigamestar: í fyrsta lagi eru elztu ný- sköpunartogararnir brátt tíu ára gamlir og í öðru lagi er það jafnvægisstefnan, sem nú er mikils ráðandi í atvinnumálum. Á því er enginn vafi, að togararnir eru afkastamestu fiskiskipin okkar, þegar til- lit er tekið til áhafnarinnar, en það er ein- mitt gert, þegar rætt er um framleiðni fvamleiðslueiningar. — Stór, nýtízku tog- ari mun nú kosta álíka mikið og 8—9 vél- bátar af meðalstærð; ársafli togarans mun að jafnaði vera góður helmingur af því, sem 8—9 vélbátar afla á sama tíma- bili; aftur á móti er áhöfn togara 30—40 menn (eftir því hvaða veiðar eru stund- aðar), en 8—9 vélbátar munu þurfa 90— 100 menn, og er framleiðni togarans því allmiklu meiri. — Það skal tekið fram, að samanburður á vélbát og togara er auð- vitað ekki allskostar réttur, þar sem um ólík framleiðslutæki er að ræða, sem hvort um sig býr yfir sérstökum möguleikum. Sú staðreynd, að stofnkostnaður togara- útgerðar er jafn hár og raun ber vitni um, ætti að hafa í för með sér, að hlutur fjár- magnsins af afrakstrinum verði hærri en hjá þeim framleiðslutækjum, þar sem stofnkostnaðurinn er lægri; — er auðskil- ið, að hlutur fjármagnsins (hvort sem um er að ræða opinbert- eða einkafyrirtæki) hlýtur að vaxa, eftir því sem meiri fjár- festingar er þörf til stofnsetningar og hag- kvæms rekstur fyrirtækis; að öðrum kosti er hætt við að fyrirtækið fái eigi borið sig; hæfilegar afskriftir verða að sitja á hak- anum svo og varasjóðir. — Gagnstætt því, sem margir halda, þýðir þetta ekki rýrari kjör sjómönnum til handa, þar sem hin aukna fjárfesting á einmitt að auka afköstin og bæta þannig afkomu þeirra. — Því miður er ástandið í efnahagsmálum okkar Islendinga mjög úr skorðum og hefur það m. a. valdið rösk- un á hlutföllum í skiptingu afraksturs tog- aranna. Þessi stórvirku framleiðslutæki 207 lestir í 39 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Ármann með 51 lest í 9 róðrum. Ólafsvílc. Frá Ólafsvík reru 10 bátar með línu, gæftir voru allgóðar; voru flest farnir 10 róðrar. Mestur afli í róðri varð 3. marz 18.1 lest. Aflahæsti bátur á þessu tímabili var Fróði með 109 lestir í 9 róðr- um. Heildarafli bátanna á þessu tímabili var 828 lestir í 89 róðrum. Á sama tíma í fyrra var afli 8 báta 466 lestir í 63 róðr- um. Grundarfjörður. Frá Grundarfirði reru 8 bátar með línu, gæftir voru allgóðar; voru flest farnir 8—9 róðrar. Mestur afli í róðri varð 12. marz 13 lestir. Aflahæsti bátur á þessu tímabili var Farsæll með 85.5 lestir í 9 róðrum. Heildarafli bátanna á þessu tímabili var 509 lestir í 61 róðri. Á sama tímabili í fyrra nam afli 7 báta 418 lestum í 48 róðrum. StykJcishólmur. Frá Stykkishólmi reru 7 bátar með línu; voru flest farnir 10 róðr- ar. Mestur afli í róðri varð 6. marz 11.2 lestir. Aflahæsti bátur á þessu tímabili var Arnfinnur með 72.3 lestir í 10 róðrum. Heildarafli bátanna á þessu tímabili var 422 lestir í 65 róðrum. Á sama tíma í fyrra var heildarafli 6 báta 260 lestir í 44 róðr- um.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.