Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1956, Side 7

Ægir - 01.04.1956, Side 7
ÆGIR 89 Fiskiðnsýning í Kaupmannahöfn Dagana 18.—27. maí í vor verður hald- in alþjóða fiskiðnaðarsýning í Kaup- mannahöfn (International Fiskeri-Messe). Sýning þessi verður haldin í Forum, sem nýlega hefur verið endurbyggt, og í stór- um skálum, sem reistir verða á athafna- svæði hafnarinnar (Sydhavn). Verður samanlagt flatarmál sýningarsvæðisins um 28.000 fermetrar, svo sýningin verður sú stærsta, sem haldin hefur verið í Dan- niörku eftir stríðið. Sýningin verður skipulögð og auglýst sem sfílusýning og mun sýningarstjórnin 'eggja megináherzlu á að fá kaupendur sem víðast að á sýninguna. Á sýningunni verða sýndar alls konar framleiðsluvörur úr fiski, nýjum, frosnum, hertum, söltuð- um og niðursoðnum, en auk þess fisk- vinnsluvélar og tæki. Mun sýningargest- um gefast tækifæri til þess að sjá sumar þessara véla og tækja í gangi við fram- leiðslustörfin. Vörusýninganefndin, sem skipuð var af yiðskiptamálaráðherra til þess að koma a skipulögðu samstarfi milli framleiðenda yw sýningarþátttöku erlendis, hefur akveðið að beita sér fyrir þátttöku ís- Sýnt hefur verið fram á, að taprekstur togaranna er eingöngu að kenna ástandinu í efnahagsmálum okkar og ekki því, að eftirspurnin eftir afui’ðum þeirra hafi ^uinnkað eða aðrar og betri veiðiaðferðir hafi gert þá að úreltum veiðitækjum. Af þessu má draga þá ályktun, að endurnýjun flotans og hófleg aukning sé æskileg og nauðsynleg; eru þá einnig höfð í huga hin miklu afköst slíkra skipa og mikilvægt hlutverk fyrir útflutningsverzlunina, en megináherzlu verður að leggja á að skapa utgerðinni heilbrigðan og varanlegan vekstrargrundvöll. M. E. lenzkra framleiðenda í sýningunni, þar eð telja má, að sýning þessi muni ná til mik- ils fjölda kaupenda frá mörgum löndum. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Friðrikssyni, forstjóra, sem er formaður vörusýningarnefndarinnar, hafa flest stærri samtök fiskframleiðenda tilkynnt þátttöku sína og einnig margir ófélags- bundnir. — Gunnar kvað nefndina leggja höfuðáherzlu á, að þátttaka verði sem al- mennust og fjölbreytni sýndra afurða sem mest. Fréttir hafa borizt frá ýmsum fiskveiði- þjóðum, að þær hyggist vanda sem bezt til sýningar á afurðum sínum. — Allir helztu keppinautar Islands haf a til- kynnt þátttöku sína og munu leggja mikla áherzlu á að hafa fjölbreytnina sem mesta. Samkvæmt fregnum í norskum, brezkum og þýzkum blöðum virðist ríkja mikill á- hugi fyrir sýningunni á meðal framleið- enda fiskafurða, veiðarfæra, véla o. fl. við- komandi fiskveiðum og fiskvinnslu og einnig á meðal kaupenda slíkra afurða í þeim löndum. Neyzla fiskafurða fer nú vaxandi víða um lönd, einkum samhliða nýjungum í kælitækni. Er mikils um vert, að íslenzkir framleiðendur og útflytjendur geri sér þetta ljóst og grípi hvert tækifæri til þess að kynna og selja íslenzkar afurðir. — Ekki er víst, að árangurinn verði í sam- ræmi við erfiðið fyrst í stað, en ekki dugir að gefast upp, þar sem enn erfiðara og dýrara verður að ryðja afurðum rúm eftir á, ef keppinautum okkar er leyft að njóta þess mikla hagi’æðis, sem leiðir af því að vera einir um hituna á meðan verið er að byggja upp markaðinn og kenna fólki neyzlu ákveðinna — áður lítt eða óþekktra vara. Kaupstefnur og sýningar er mjög gömul

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.