Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1965, Blaðsíða 8

Ægir - 15.05.1965, Blaðsíða 8
162 ÆGIR og Grindavík. Tveir litlir þilfarsbátar réru dálítið með línu og handfæri seinnihluta mánaðarins, en öfluðu mjög lítið. Nokkrir opnir vélbátar hafa verið með þorskanet í firðinum og sumir aflað þó nokkuð, t.d. munu tveir þeirra hafa fengið um 10 tonn hvor. Þetta hefir verið alveg inni við fjarðarbotn. Hafísinn olli ekki miklum erfiðleikum nema fyrst. Reyðarfjörður: Stóru bátarnir þaðan voru báðir á útilegu. „Snæfugl“ lagði meirihluta afla síns upp heima, en „Gunn- ar“ lagði mest af sínum afla upp sunnan- lands. Alls var lagt á land í mánuðinum 273 tonn. Smábátar úti með firðinum réru lítilsháttar með handfæri, en urðu varla varir. Aftur á móti veiddist lítilsháttar í net innst í firðinum. Eskifjöröur: Þaðan voru allir stóru bát- arnir sunnanlands. Sumir voru á útilegu og komu einstöku sinnum heim með afla. Að öðru leyti var ekkert gert út í mánuð- um nema smábátar hafa lítilsháttar reynt, en sama og ekkert fengið. Enginn hákarl hefir veiðzt í mánuðinum. Dálítið hefir verið átt við hrognkelsaveiði og nokkuð fengizt af grásleppu. Afli lagður á land í mánuðinum var um 80 tonn. Noröf jöröur: Þaðan voru allir stóru bát- arnir enn sunnanlands, nema nýjasta og stærsta skipið „Barði“ var í útilegu og lagði aflann upp heima. Minni bátarnir hafa ennþá ekkert stundað sjó. Þar er eins og annarsstaðar mikið unnið við undirbún- ing á móttöku á síld á komandi sumri. Mjóifjöröur: Þar var verið að byggja síldarsöltunarstöð, sem ætlazt er til að verði tilbúin þegar að því kemur að farið verði að salta síld í sumar. Hafísinn skemmdi talsvert þessa einu bryggju sem þar er og stærri skip geta lagzt að. Ekk- ert hefir verið reynt að róa til fiskjar. Seyöisfjöröur: Þangað kom nýr bátur snemma í mánuðinum byggður í A.-Þýzka- landi, 260 rúml., búinn öllum þeim tækj- um, sem nú tíðkast í slíkum skipum til fisk- og síldveiða og öryggis. Skipið heitir „Gull- ver“ N.S. 12. Á síðastliðnu hausti var 70 rúml. bátur seldur til Vestmannaeyja. Eig- endur að þessu nýja skipi eru Ólafur M. Ólafsson og Jón Pálsson, sem er skipstjóri á því. Skipið fór strax til Vestmannaeyja til veiða með þorsknót. Hinir stóru bát- arnir voru eins og áður í Vestmannaeyj- um og á Hornafirði. Minni bátar hafa ekk- ert róið í mánuðinum. Byggingu síldar- verksmiðjunnar miðar vel áfram og sama er að segja um endurbæturnar á síldar- verksmiðju ríkisins, sem verið er að gjöra. Áætluð afköst þessara verksmiðja eru 2500 og 7500 mál. Hafísinn hefir ekki valdið skemmdum ennþá og ekki enn valdið veru- legum truflunum á samgöngum. Borgarfjöröur: Þaðan var lítil útgerð. Farið var á sjó og reynt með handfærum, en ekkert fékkst. Lítilsháttar hefir veiðzt af hrognkelsum, en ekkert af hákarli, enda hefir hafísinn hamlað sjósókn. Vopnafjöröur: Þar hefir ekki verið hægt að fást við neinar veiðar að staðaldri vegna hafíssins. Helzt eru það hákarla- og hrogn- kelsaveiðar, sem hefir verið reynt við, en lítið orðið úr. Samgöngur þangað á sjó hafa gengið fremur skrykkjótt. Bakkafjöröur: Útgerð þaðan var ekki önnur en að reynt var að veiða hrognkelsi og hákarl þegar ísinn leyfði og veður. Búið er að salta í um 20 tunnur af grásleppu- hrognum. Samgöngur á sjó hafa verið stopular vegna hafíssins. Fiskafli Norðmanna ÞORSKVEIÐIN Heildarafli Hert Saltað ísað Fryst Meðalal. smál. smál. smál. smál. smál. hl. 1965 8/5 65.507 23.280 12.560 8.670 20.997 23.707 1964 9/5 57.689 23.115 17.400 6.217 10.957 23.214

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.