Ægir - 15.08.1966, Page 22
256
Æ G I R
fluttur frá Hollandi. Framleiðslan er að jafnaði
10 bátar á dag og vinna að framleiðslunni 30
manns í ákvæðisvinnu.
1 Osló heimsóttum við ,,A/s Nygaard & Co."
Þessi verksmiðja framleiðir aðallega fúavarnarefni
og sér einnig um gegndreypingu timburs með fúa-
varnarefni og notar til þess gufuþrýsting. Fúavarn-
arefnin, sem notuð eru við þessa aðferð eru aðal-
lega saltupplausnir. Eftir að hafa skoðað tilraunir,
á mismunandi stigum, sem verið var að gera í
rannsóknarstofu fyrirtækisins í sambandi við fúa-
varnir á timbri, og höfðu staðið yfir í nokkur
ár, vakti sérstaka athygli okkar fúavarnarefni, sem
framleitt er í föstu formi, þannig að því er smurt
á yfirborð viðarins, og er að ganga inn i viðinn í
langan tíma eftir að þvi hefur verið smurt á. M. a.
var okkur sýndur viðarbútur, sem hafði verið
smurður ca 5 m.m. lagi, 7 mánuðum áður, og hafði
búturinn, sem var um 2 cm á þykkt, dregið í sig
allt fúavarnarefnið, þannig að hann var gegnsósa
af því, en eftir var á yfirborði hans vaxkennd
skán, algerlega lyktarlaus. Eftir að hafa séð þessa
tegund fúavarnarefnis, teljum við mjög æskilegt
að nota það við viðgerðir og nýsmíði tréskipa, eftir
að viðurinn hefur verið þurrkaður.
Þetta fyrirtæki mun senda okkur allar upplýs-
ingar, sem við óskum eftir varðandi fúavarnarefni
og hefur lýst sig reiðubúið til að aðstoða okkur
eftir megni í sambandi við okkar vandamál.
Einnig heimsóttum við í Osló „Frogneseterens
Bruk,“ sem er sögunarmylla í eign Oslóborgar.
Þessi stöð fær trén beint úr skóginum, sagar þau
niður í mismunandi stærðir, þurrkar viðinn og
gegnvætir hann fúavarnarefnum með þrýstiað-
ferðinni og selur hann síðan ýmist „lageraðann",
sérþurrkaðan eða þurrkaðan og fúavarinn, í ýms-
um gerðum.
Næst fórum við í heimsókn tli Landbúnaðarhá-
skólans í Asi og ræddum þar við prófessor „Finn
Stemsrud", sem veitir „Treteknologi" deild skól-
ans forstöðu. Prófessorinn sýndi okkur rannsókn-
arstofur deildarinnar og sáum við þar, m. a. til-
raunir, sem gerðar höfðu verið undanfarandi 3
mánuði með áhrif fúasveppa á við, sem ýmist
hafði verið fúavarinn eða ekki. Viðarsýnishornin
höfðu legið í 3 mánuði i tilraunaglösum, sem inni-
héldu mismunandi fúasveppi, og eftir að þau voru
tekin úr glösunum, mátti mylja þau sýnishorn,
sem ekki höfðu verið fúavarin, milli fingra sér, en
þau sem höfðu verið fúavarin voru heil og
óskemmd.
1 Bergen heimsóttum við „Fiskeridirektoratet-
Baatkontor". Þessi stofnun hefur m. a. með að
gera mál, sem varða þróun og tæknilegar fram-
farir í sambandi við norska fiskibátaflotann og
veiðiútbúnað hans. Þarna töluðum við við skrif-
stofustjórann, F. Amundsen og skipasmíðaráðu-
naut E. Sivertsen. 1 viðtali við þessa menn, kom
enn í ljós, að Norðmenn eiga við að striða sarn®
vandamálið og við i sambandi við bráðafúa í fis^1'
skipum, og létu þeir í ljós áhuga fyrir samvinnu
við okkur í baráttunni við vandamálin.
1 „Bretlandi" heimsóttum við m. a. verksmiöJu
þá, er framleiðir rakaeyðingartæki það, sem áður
var minnzt á. Þarna fengum við að skoða fram'
leiðslu á tækinu, en það tæki, sem verksmiðjan
framleiðir núna hefur 25% meiri afköst en tækið’
sem við sáum i notkun í Noregi. Verksmiðjan
selur mikið af sínum tækjum til brezka flotans og
hersins, til þurrkunar í skipum o. fl. Forráða
menn verksmiðjunnar tjáðu sig reiðubúna til 8
senda til Islands sérfræðing sinn til að sýna og
kenna á eitt slíkt tæki, ef það yrði keypt. Verk
smiðjan framleiðir einnig lítið rakaeyðingartækr
ódýrt, sem vel mætti hugsa sér að staðsetja
fiskibát til stöðugrar þurrkunar á innviðum.
1 Edinborg heimsóttum við hr. Sutherland
„White Fish Authority", sem er einskonar ríkis
stofnun, sem meðal margs annars hefur með 13
til skozkra fiskibátaeigenda að gera. Sem lánvei
andi og veðhafi hefur þessi stofnun mjög nákvsern
eftirlit með hirðu og meðferð þeirra fiskiba a’
sem hún hefur lánað til. Meðal annars hefur stofn
unin eftirlit með efnisvsdi til þeirra báta, sen,!
hún lánar fé til byggingar á. 1 sambandi yi ^
þetta hefur stofnunin haft mikil afskipti af fua
vandamálum skozkra fiskibáta og hefur gert mar^
víslegar tilraunir og athuganir í þessu sambandi,
samráði við Iðnaðarmálastofnun Bretlands °S
aðstoð „Forest Products Research Laboratory •
Hr. Sutherland tjáði okkur m. a., að niöursta
athugananna hefði aðallega verið sú, að áhrifar
asta fúavörnin væri góð loftræsting og uf f1
sökum hafa þeir látið fjarlægja alla innsúð (Sa
eringu) úr fiskilestum bátanna, en láta ian^v'-.
halda sér. Rétt er að geta þess, að í skozkum f‘s
í glfl®
bátum eru mannaíbúðir yfirleitt ekki fram
og hjá okkur, heldur er framskipið notað ^
geymslurúm og þar af leiðandi auðveldara
alla loftræstingu. .g
Að lokum skal þess getið, að allsstaðar, sernbgjr
fórum, mætti okkur sama velvildin, og allir.,nð
aðilar, sem við ræddum við, tjáðu sig fúsa ti
aðstoða okkur og hafa við okkur samvinnu 1
bandi við fúavandamálin.
Eftir það sem við höfum séð og lært í Þ®
ferðalagi, erum við þeirrar skoðunar að til ^
að geta náð árangri í baráttunni við fnat'l°ítjr-
tréfiskiskipum okkar, sé nauðsynlegt að gera»ejýt-
farandi ráðstafanir, og setja reglugerð Þar a
andi; . sem
Hafa verður strangt eftirlit með öllu timbn, ^
notað er til nýsmíði eða viðgerða á fiskibátum ^
sjá um að timbrið hafi ekki rakainnihaid
vissa prósentu og að það sé jafnframt fúava
Framhald á b's’