Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1966, Side 5

Ægir - 01.12.1966, Side 5
ÆGIR 355 1 Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins j ----- —„-----------------------------------—! Ves'ð á síld til sölSunsB' og byæðslu norðan- og austanlands Verðlag'sráð sjávarútvegsins og yfirnefnd þess hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld í bræðslu og síld til söltunar, sem veiddi er á Norð- ur- og Austurlandssvæði, þ. e. frá Rit norður um að Hornafii’ði, eftirgreind tímabil. Síld í bræ'öslu: Frá og með 6. nóvember til og með 15. nóvember 1966, hvert kg .... kr. 1.37 Frá og með 16. nóvember til og með 31. desember 1966, hvert kg .... — 1.20 Verðbreytingin tekur gildi kl. 24.00 þann 15. nóvember miðað við afhendingu. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra á kg fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip utan hafna, enda sé síldin vegin eða mæld eftir nánari samkomulagi aðila við móttöku í flutn- ingaskip. Verðin eru miðuð við, að síldin sé komin í lönd- unartæki verksmiðjanna eða umhleðslutæki sér- stakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina til fjarliggjandi innlendra verksmiðja. Inneign sú, sem verður í flutningasjóði síld- veiðiskipa þann 5. nóvember 1966, skal yfirfærast til hins nýja verðtímabils og vera til ráðstöfun- ar, ef nauðsyn krefur, samkvæmt reglum sjóðs- ins, sem birtar eru í tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 9/1966. Ekki er gert ráð fyrir greiðslum í sjóðinn af bræðslusíldarverði þetta verðtímabil. Síld til söltunar: Frá og með 6. nóvember til og með 31. desem- ber 1966: Hver uppmæld tunna (120 lítrar eða 108 kg) ................... kr. 278.00 Hver uppsöltuð tunna (með 3 lög- um í hring) ................... — 378.00 Verð þessi eru miðuð við, að seljendur skili síldinni í söltunarkassa eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Þegar gerður er upp síldarúrgangur frá sölt- unarstöðvum, sem kaupa síld uppsaltaða af veiði- skipi, skal viðhafa aðra hvora af eftirfarandi reglum: a. Sé síld ekki mæld frá skipi, skal síldarúr- gangur og úrkastssíld hvers skips vegin sérstak- lega að söltun lokinni. b. Þegar úrgangssíld frá tveimur skipum eða fleiri blandast saman í úrgangsþró söltunarstöðv- ar, skal síldin mæld við móttöku til þess að fund- ið verði síldarmagn það, sem hvert skip á-í úr- gangssíldinni. Skal uppsaltaður tunnufjöldi marg- faldast með 378 og í þá útkomu deilt með 278 (það er verð uppmældrar tunnu). Það, sem þá kemur út, skal dregið frá uppmældum tunnufjölda frá skipshlið, og kemur þá út mismunur, sem er tunnufjöldi úrgangssíldar, sem bátunum ber að fá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnufjölda úrgangssíldar skal breytt í kiló með því að marg- falda tunnufjöldann með 108 og kemur þá út úrgangssíld bátsins talin í kílóum. Hluti sölt- unarstöðvar miðað við uppsaltaða tunnu er eins og áður 25 kg. Reykjavík, 6. nóvember 1966. Verö á bræðslusíld við Suður- og Vesturland Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmai’ksverð á fersksíld í bræðslu veiddri við Suður- og Vesturland, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið frá og með 6. nóvember, til og með 31. desember 1966: Hvert kg ....................... kr. 0.91 Verðið er miðað við, að seljandi skili síldinni á flutningstæki við hlið veiðiskips.' Seljandi skal skila síld til bræðslu í verksmiðju- þró og greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kg í flutn- ingsgjald frá skipshlið. Heimilt er að greiða kr. 0:22 iægra • pr. kg á síld til bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi i flutn- ingaskip. Reykjavík, 8. nóvember 1966. Allir siómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina ENSK LESTRARBÓK handa siómönnum Þar er að finna ensk heiti ó öllum hlutum ó skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi. Bókaverzlun ísafoldar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.