Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1967, Side 16

Ægir - 01.05.1967, Side 16
146 Æ GIR aðarins, en í 10. gr. þessa frv. eru fyrirmæli um þær ráðstafanir, sem gerðar yrðu í þessu skyni. Felur sú grein í sér fyrirmæli um þær athuganir, sem fram þurfa að fara, og nauðsynlega heimild fyrir Rikis- ábyrgðasjóð til eftirgjafar á kröfum á frystihúsin með viðhlitandi skilyrðum. Ákvæðin um aðstoð til frystihúsanna vegna verð- fallsins er að finna í 6. og 7. gr. frumvarpsins. Er þar gert ráð fyrir, að stofnaður verði sérstakur sjóður i þvi skyni, að bæta frystihúsunum áhrif verðfallsins að verulegum hluta. Ætlazt er til, að sá sjóður, sem þannig yrði stofnaður, og fengi 130 millj. kr. af tekjuafgangi ársins 1966 til ráðstöfunar, gæti orðið vísir að almennum verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Sveiflur á verðlagi erlendis hafa á undanförnum ár- um valdið fiskiðnaðinum og þjóðarbúinu i heild ýms- um erfiðleikum. örar verðhækkanir hafa ýtt undir hækkanir á kaupgjaldi og hráefnisverði, en þessir útgjaldaliðir lækka ekki aftur nema að litlu leyti, þótt verðlækkanir eigi sér stað erlendis. Jöfnun þess- ara verðsveiflna er því mikið hagsmunamál fyrir fisk- iðnaðinn, sem mundi bæta þjóðfélagslega aðstöðu hans og gera rekstur hans og skipulagningu fram á við ör- uggari og hetri. Augljóst er, að skipulag og starfs- reglur sjóðs, er hefði það hlutverk að jafna slíkar sveiflur, verða ekki ákveðnar, nema að undanfarinni rækilegri athugun og rannsókn, þar sem hæði yrði kannað eðli þessa vandamáls, sem hér er við að etja, og sú reynsla, sem fengizt hefur af sams konar starfsemi annars staðar i heiminum. Það er því ekki lagt til, að ákvörðun verði tekin um stofnun verð- jöfnunarsjóðs með þessu frumvarpi. Aftur á móti er gert ráð fyrir, að sá sjóður, sem settur verði á lagg- irnar vegna verðfalls á frystum afurðum, geti orðið visir að slikum sjóði framvegis, ef ákveðið yrði að stofna hann að undangenginni nákvæmri athugun. Væri hægt að Ijúka þeirri athugun fyrir haustið og setja löggjöf um sjóðinn á næsta þingi. Meginlínurnar í starfsemi verðjöfnunarsjóðs myndu verða þær, að með innheimtum í hann og greiðslum úr honum yrðu að nokkru jafnaðar þær sveiflur, sem verða á heildarverðlagi þýðingarmikilla afurðaflokka á milli íramleiðsluára. Við mat á verðbreytingum yrði miðað við meðaltalsverð sömu afurða á nokkrum undanförnum árum. Sé verð á ákveðnu ári fyrir ofan þetta meðaltal sé innheimt í sjóðinn, en greitt úr honum ef það er fyrir neðan. Verðjöfnunargreiðsl- urnar myndu að sjálfsögðu ekki geta orðið nema hluti af heildarverðbrevtingunni og væntanlega ekki meira en um }>að hil helmingur hennar. Þetta mundi þýða, að verðlagsbreytingar fyrir fiskiðnaðinn sjálfan yrðu helmingi minni en nú á sér stað. Verðsveiflu- vandamálið er að sjálfsögðu ekki einskorðað við frysti- iðnaðinn. öll rök mæla með þvi, að starfsemi verð- jöfnunarsjóðs yrði miklu viðtækari og næði bæði til frystingar, saltfiskverkunar og skreiðarverkunar og einnig til síldariðnaðarins. Einkum er það mikið hagsmunamál fyrir aðrar greinar sjávarútvegsins, að dregið sé úr þeim miklu sveiflum, sem verðlagshreyt- ingar á sildarafurðum valda. Á hinn bóginn er sjálf- sagt, að sjóðurinn starfi í aðgreindum deildum fyrir hverja meginafurð. Áætlað er, að þær ráðstafanir vegna sjávarútvegs- ins, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, muni krefj- ast greiðslna, er nemi 130 millj. kr. vegna framlags til verðjöfnunar frystra fiskafurða og 100 millj. kr. vegna 8% viðbótar við fiskverðið. Ríkisstjórnin telur eðlilegt, að framlagið til verðjöfnunar verði greitt af tekjuafgangi ársins 1966, enda er þar um að ræða ráðstöfun á fé til stofnunar varanlegs sjóðs, svo fram- arlega sem um þetta verða sett lög siðar. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til að standa straum af greiðslum viðbótarinnar við fiskverðið, þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim greiðsl- um á fjárlögum ársins 1967. Augljóst er, að hækkun skatta i þessu skyni myndi ekki samræmast þeirri verðstöðvunarstefnu, sem fylgt hefur verið að undan- förnu, og sem miklu máli skiptir, að beri sem fyllst- an árangur. Er þvi nauðsynlegt, að útgjöld séu lækk- uð sem hinum nýju greiðslum svarar. Er í þessu frumvarpi farið fram á heimild til þess að lækka greiðslur til verklegra framkvæmda og framlaga til verklegra framkvæmda annarra aðila á fjárlögum ársins 1967 um 10%. Er áætlaður sparnaður af þessu 65 millj. kr. Þá er jafnframt farið fram á heimild til þess að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1966 um 20 millj. kr., en talið er, að greiðslur til sveitarfélaganna ættu á árinu 1966 að nema um 23 millj. kr. hærri upphæð heldur en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum ársins 1966. Þar sem sveitarfélögin njóta mjög góðs af árangri verðstöðvunarinnar i lækkun útgjalda frá því, sem ella hefði orðið, telur rikisstjórnin sanngjarnt, að þau taki nokkurn þátt i þeim ráðstöfunum, sem nauð- synlegar eru til þess að tryggja framgang þessarar stefnu. Er því hér gert ráð fyrir, að þau leggi í þessu skyni fram 20 millj. kr. af þeim umframtekjum, sem þau ella hefðu fengið fyrir árið 1966. Þá er loks gert ráð fyrir, að i reynd muni framlag til Ríkisábyrgða- sjóðs á árinu 1967 reynast 15 millj. kr. lægra en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Samtals nema þess- ar upphæðir 100 millj. kr.. Undanfarin 3 ár hefur íikissjóður greitt framlag til framleiðniaukningar og annarra endurbóta i fram-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.