Ægir - 01.05.1967, Page 17
147
ÆGIR
leiðslu frystra fiskafurða, er nam 43 millj. kr. árið
1964, 33 millj. kr. árið 1965 og 50 millj. kr. árið 1966.
Einnig hefur ríkissjóður ráðstafað 22 millj. kr. á ár-
inu 1965, og 20 millj. kr. á árinu 1966, til ])ess að
greiða fiskseljendum viðbót á hvert kíló línu- og hand-
færafisks. Þá hefur tvö s.l. ár verið heimild í lögum
til þess að greiða 10 millj. kr. til verðbóta á útflutta
skreiðarframleiðslu. Augljóst er, að ekki muni fært
að fella þessar greislur niður eins og aðstæður eru nú
i sjávarútveginum. Var þetta þegar ljóst, þegar fjárlög
voru undirbúin, og var í þeim gert ráð fyrir 80 millj.
kr. fjárveitingu til aðstoðar við sjávarútveginn, (16.
Sr- B, 15), án þess að nánar væri kveðið á um það,
hvernig þessi upphæð skyldi skiptast. Með frumvarpi
þvi, sem hér er lagt fram, er m. a. ætlunin að setja
nanari fyrirmæli um notkun þessa fjér. Er gert ráð
fyrir, að upphæðin skiptist í aðalatriðum á sama hátt
°g á s.l. ári. Munu 50 millj. kr. ganga til framleiðni-
aukningar frystihúsanna og annarra endurbóta í fram-
leiðslu frystra fiskafurða. Þá er ætlunin að ráðstafa
20 millj. kr. til greiðslu viðbótar við verð línu- og
handfærafisks. Á hinn bóginn hefur ekki þótt rétt,
ems og nú horfir við, að takmarka notkun 10 millj. kr.
af fjárveitingunni við skreiðarframleiðsluna eina. 1
þess stað er lagt til, að heimilt sé að nota þessa upp-
hæð til greiðslu verðbóta á útfluttar afurðir af öðrum
fiski en sild og loðnu eftir reglum, sem ráðherra set-
ur. Myndi þá vera unnt að nota þessa upphæð til
lausnar aðkallandi vandamála, sem upp kunna að
koma í sambandi við einstakar afurðir.
Fylgiskjal meS lagafrumvarpinu:
AÐGERÐIR TIL ENDURSKIPULAGNINGAR
HRAÐFRYSTIIÐNAÐARINS
T ilgangur.
Vandamál hraðfrystiiðnaðarins eru að öðrum þræði
fólgin í skorti á samræmi á milli afkastagetu á hverj-
um stað og þess hráefnis, sem fyrir hendi er á staðn-
um mikinn hluta ársins, og jafnvel é öllum árstímum.
Lagfaeringar á þessu eru hugsanlegar annars vegar
uieð aðgerðum, sem stuðla að auknu og jafnara fram-
boði hráefnis, hins vegar með aðgerðum, sem miða að
hreytingu á uppbyggingu iðnaðarins, þ. e. samein-
lngu frystihúsa eða verkaskiptingu á milli þeirra.
í’ýðingarmikið er, að samhliða slikum aðgerðum sé
stuðlað að tæknilegum og rekstrarlegum umbótum
lnnau fyrirtækjanna. Jafnframt þarf að gera ráðstaf-
anir til þess að tryggja heilbrigðari fjárhagslega upp-
hyggingu iðnaðarins en nú er, þar sem óeðlilega
unklar skuldir, skortur á eigin fé og lánsfé til langs
tíma liáir rekstri margra fyrirtækja, ]>rátt fyrir hag-
stæða afkomu á árunum 1964—1965.
Undirbúningur tillagna.
Fyrsta skrefið til þess að framkvæma lagfæringar
af þvi tagi, sem hér að ofan er lýst, hlýtur að felast
í rækilegri athugun á uppbyggingu og fjárhagsað-
stæðum iðnaðarins. Þessi athugun ætti jafnframt að
ná til réðstafana til að auka framboð hráefnis og
gera það jafnara, að svo miklu leyti sem sérstakar
athuganir á þessu sviði, svo sem um endurnýjun tog-
araflotans, hefðu ekki beinlínis verið faldar öðrum.
Athuguninni ætti að ljúka með undirbúningi tillagna
irm æskilegar skipulagsbreytingar. Sérfræðingar á
sviði tækni, rekstrar og fjármála, sem sérstaka reynslu
hafa í fiskiðnaði, ættu að hafa framkvæmd athugunar-
innar með höndum. Myndu þeir að sjálfsögðu njóta
allrar tiltækrar sérfræðilegrar aðstoðar frá Fiskifélag-
inu, rannsóknarstofnunum sjávarútvegsins, Efnahags-
stofnuninni o. s. frv. Þeir aðilar, sem að athuguninni
stæðu, og endanlega mótuðu tillögur um endurskipu-
lagninguna, þyrftu hins vegar að vera samtök hrað-
frystihúseigenda sjálfra og þær lánastofnanir, sem
einkum skipta við sjávarútveginn, svo sem Fiskveiða-
sjóður, Framkvæmdasjóður, Atvinnujöfnunarsjóður,
Landsbankinn og Utvegsbankinn, svo og Ríkisábyrgða-
sjóður og fulltrúar ríkisvaldsins.
Framkvœmd.
Þegar þeirri athugun, sem að ofan er lýst, verður
lokið, er komið að erfiðasta þættinum, framkvæmd-
inni. Til þess að af framkvæmd tillagna af þessu
tagi geti orðið, þarf ýmsum skilyrðum að vera full-
nægt. I fyrsta lagi þurfa þau fyrirtæki, sem hlut eiga
að máli, að hafa sannfærzt um, að framkvæmd til-
lagnanna stuðli að öflugum og fjárhagslega traustum
frystihúsaiðnaði í landinu og sé jafnframt eðlileg og
sanngjörn lausn á vandamálum einstakra fyrirtækja.
I öðru lagi þarf að vera séð fyrir allverulegu nýju
fjármagni til þess að framkvæma þær breytingar á
fyrirkomulagi og rekstri, sem nauðsynlegar reyndust.
1 þriðja lagi þarf að vera kleift fyrir Ríkisábyrgða-
sjóð, og e. t. v. einnig Atvinnujöfnunarsjóð og Fiski-
málasjóð, að gefa eftir skuldir, sem óhjákvæmilegt
verður að afskrifa í sambandi við nauðsynlega skipu-
lagsbreytingu. Viðskiptabankar og fjárfestingarlána-
sjóðir þyrftu jafnframt að geta lengt lán, fellt niður
afborganir eða samið um lán að nýju að því leyti,
sem þetta reyndist óhjákvæmilegur liður í þessum
aðgerðum. Um leið og slik skuldauppgjöf eða lenging
lána færi fram af hálfu opinberra sjóða og viðskipta-
(Framhald á bls. 149).
I