Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 22

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 22
280 Æ GIR einnig skylt að leyfa, að ráðin sé bót á vörugöll- um, ef unnt er, og skal banni aflétt, er lagfæring hefur farið fram. Fiskmatsstjóri úrskurðar, ef ágreiningur rís vegna fiskmats eða eftirlits, en skjóta má úrskurði hans um skilning á lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim til sjávarútvegsmálaráðu- neytisins. 16. gr. Nú er fersksíld, saltsíld, lýsi, niðursuðuvörur, fiskmjöl eða aðrar sjávarafurðir, sem eigi eru beinlínis háðar eftirliti eða mati Fismmats rík- isins, seldar samkvæmt sýnishornum, eða afla þarf um afurðir þessar opinbers gæðavottorðs, er byggt sé á rannsókn sýnishoma, og skal þá fiskmatsstjóri fela fiskmatsmanni að framkvæma sýnishornatöku samkvæmt fyrirmælum rann- sóknaraðila. 17. gr. Hver sá, er sekur gerist um brot á lögum þess- um eða á reglum settum samkvæmt þeim, skal sæta sektum, og renna sektir í ríkissjóð. Um mál út af brotum á lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal fara að hætti opinberra mála. 18. gr. . Kostnaður af framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Til að standa straum af kostnaði af fram- kvæmd ferskfiskeftirlits skal greiða útflutnings- gjald af íslenzkum sjávarafurðum (öðrum en þeim, er koma frá hvalveiðum og selveiðum), e*’ nemi 1 V2°/cc af fob-andvirði þeirra. Skal gjam þetta reiknað á sama hátt og annað útflutnings- gjald af sömu vöru og renna í ríkissjóð. 19. gr. Frá gildistöku laga þessara falla eftirtalin lóg úr gildi: Lög nr. 46 5. apríl 1948, um fiskmat og með- ferð, verkun og útflutnings á fiski. Lög nr. 42 9. júní 1960, um ferskfiskeftirlit. Lög nr. 42 19. júní 1933, um vinnslu, verkun og mat meðalalýsis. 20. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1968. Samþykkt á Alþingi 20. apríl 1968. Síldar- og hafrannsóknir Frcimh. af bls. 269. síldarinnar stöðvaðist hún ekki fyrr en á Bjarnareyjarsvæðinu. Raunar má ætla, að hið mikla átumagn í austanverðu Noregs- hafi hafi einnig átt sinn þátt í að hindra göngu á Jan Mayen svæðið. Ástæða er til að ætla, að síldin muni dveljast á svæðinu vestan Bjarnareyjar þar.til hún hefur göngu sína suðvestur á bóginn, á svæðið austur af landinu, síð- sumars. Ef hin góðu átuskilyrði, sem nú eru á síldarsvæðinu, haldast þar enn um sinn er talið líklegt að vesturganga síld- arinnar hefjist nokkru fyrr en á s.l. sumri. Síld sú, er nú veiðist á Bjarnareyjar- svæðinu, er að langmestu leyti 7—9 ára gömul, en einnig er eitthvað farið að bera á 4—5 ára síld, sem ekki hefur gætt í veiðinni áður. Þeir árgangar, er hér um ræðir, voru samkvæmt lirfurannsóknum taldir mjög veikir, en í vor bar svo við að Norðmenn veiddu allmikið magn af þessari síld úti fyrir Norður-Noregi. Það er þvl líklegt, að nokkur viðbót komi í stofn- inn á næstu 1—2 árum. Heimildarrit: Jakob Jakobsson og Hjálmar Vilhjálmsson 1967 Síldarleit og síidai'göngur 1966. — Ægir 4- tbl. — Rvík. Hjálmar Vilhjálmsson og Unnsteinn Stefánsson 1967 Síldar- og hafrannsóknir fyrri hluta árs 1967. — Ægir 14. tbl. Rvík. Rodewald, M. 1967 Recent Vai'iations of North Atlantic Sea Surface Temperatures (SST) and the „Type-Tendencies“ of the athmos- pheric circulation. -—- l.C.N.A.F.’s Red Book, Part IV. — Dartmouth. Svend-Aage Malmberg lí)67 a Breytingar á ástandi sjávar milli íslands og Jan Mayen- — Ægir 12. tbl. Reykjavík. Svend-Aage Malmberg 1967 b Ástand sjávar milk íslands og Jan Mayen í júní 1967. — Ægu' 14. tbl. Rvík. _ _ rit Fiskifélags Islands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er /|—< | i I I J kringum 450 síður og kostar 150 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- /1 -V 1 1 í\ sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.