Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 6

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 6
264 ÆGIR Mímir landaði 40 lestum úr einni veiði- ferð frá Austur-Grænlandi og Ásgeir Kristján 18 lestum úr 5 róðrum á heima- miðum. Heildaraflinn í júní var 69 lestir. fsafjörSur: Júlíus Geirmundsson land- aði 70 lestum úr einni veiðiferð frá Aust- ur-Grænlandi. Guðbjartur Kristján byrj- aði togveiðar rétt fyrir mánaðamótin og landaði 42 lestum úr einni veiðiferð. Einn- ig stunduðu 4 bátar róðra með línu í maí, og var Straumnes aflahæst með 84 lestir í 10 róðrum. Heildaraflinn í maí var 224 lestir. I júní stunduðu svo 5 bátar róðra með iínu, 20 með handfæri og einn með botnvörpu. Júlíus Geirmundsson landaði 200 lestum úr 2 veiðiferðum, Víkingur III. 136 lestum úr 2 veiðiferðum og Guðrún Jónsdóttir 60 lestum úr 1 veiðiferð af Grænlandsmiðum. Víkingur 11. fékk 76 lestir í 21 róðri á línu og Guðný 66 lestir í 21 róðri á línu á heimamiðum. Guðbjart- ur Kristján aflaði 114 lestir í 3 veiðiferð- um með botnvörpu. Af handfærabátunum voru aflahæstir Örn með 25 lestir, Einar 15 lestir, Ver og Þristur með 13 lestir livor. Heildaraflinn í mánuðinum var 1054 lestir. Súöavík: 1 maí fékk Svanur 47 lestir í 13 róðrum og Hilmir II. 32 lestir í 8 róðrum á línu. I júní fékk Svanur 23 lest- ir í 9 róðrum með línu, en auk þess lönd- uðu aðkomubátar og togarar 107 lestum í júní. Drangsnes: Ekkert var róið þaðan til fiskjar í maí vegna hafíss, en í júní fékk Guðrún Guðmundsdóttir 8 lestir á færi. Hólmavík: Þaðan var heldur ekkert róið í maí, en í júní fékk Víkingur 5 lestir á færi. NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGUR í júní. I júní var góður afli hjá togbátum en fiskurinn er mjög smár og seinunninn. Mikið annríki hefur því verið á fiskvinnslu- stöðvunum og þær ekki getað annað því, sem að hefur borizt. Netabátar tóku upp net sín snemma í mánuðinum og hófu sum- ir dragnótaveiðar en aðrir veiðar með nót. Góður þorskafli var hjá dragnótabátum. en fiskurinn smár og mjög erfitt að losna við hann. Nótabátar fengu góðan afla af þorski og ýsu á Þistilfirði. Sá þorskur er sæmilega vænn en ýsan mjög smá. Nokkr- ir bátar eru byrjaðir handfæraveiðar, en hafa lítið fengið. Gæftir voru góðar. Skagaströnd: 1 bátur stundaði veiðar með botnvörpu. Afli hans var 173 lestir. Sauöárkrókur: 4 togbátar lögðu upp 282 iestir. Hofsós: Berghildur var á dragnótaveið- um og aflaði 22 lestir. Haraldur Ólafsson og Frosti voru á handfæraveiðum og fengn 25 lestir. Sightfjörður: Bv. Hafliði landaði þar 125 lestum og annars staðar 250 lestuni. sem hann komst ekki með til heimahafnar vegna hafíss. Siglfirðingur fékk 418 lestir og er þá búinn að afla 1071 lest frá 2. febr. Vonin KE fékk 163 lestir. Smá- bátar hafa lítið farið á sjó. Ólafsfjöröur: Heildarafli togbáta var 794 lestir Hannes Hafstein .......... 129 — Stígandi .................. 88 — Ólafur Bekkur ............ 105 — Sæþór .................... 168 — Þorleifur Rögnvaldsson 58 — Guðbjörg’ ................ 181 — Afgangurinn er af smábátum. Dalvík: Heildarafli 510 lestir mest frá togbátum. Afli var góður í júní. 3 bátar voru á togveiðum og lögðu upp þar 383 lestir. Bjarmi var á handfæraveiðum og aflaði 27 lestir. 3 bátar voru á dragnót og fengu 60 lestir. Afgangurinn er af smá- bátum á færi. Miklir örðugleikar hafa ver- ið að taka á móti þeim fiski sem borizt hefur að og varð m. a. að senda Björgvin til Vestmannaeyja með 90 lestir, því lönd- un fékkst ekki nær. Fiskurinn er mjög smár. Hrísey: Heildarafli var .............. 509 lestir M.b. Snæfell (með botnv.) .... 214 — M.b. Sig. Bjarnas. (með botnv.) 65 —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.