Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 19

Ægir - 15.08.1968, Blaðsíða 19
ÆGIR 277 BRÁÐABIRGÐALÖG m rúrisf.'ifnnir vi'giin flnlnin^n sjósnllnúi'ni* síliinr nf fjnrln'Kiiiii inióiim siiinnriiY IÍMUI. pORSETI íslands fljorir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að gera i'áðstafanir til framleiðslu sjósaltaðrar sumar- sildar á miðunum norðaustur og austur af ís- landi, til að koma í veg fyrir yfirvofandi rýrn- un markaða fyrir saltsíldarframleiðslu lands- manna svo og til að bæta hag þeirra, sem eiga hlut að saltsíldarframleiðslunni á sjó og í landi. Nefnd, sem skipuð var á s.l. vetri til að gera tillögur um hagnýtingu síldar á fjarlægum mið- um sumarið 1968, hefur gert tillögur um flutn- mga á síld, sem söltuð yrði um borð í skipum a sumri komanda og um greiðslu kostnaðar við Þá flutninga. Samtök sjómanna, útvegsmanna °S síldarsaltenda hafa lýst sig samþykk þess- Um tillögum. Pyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: !■ gr- Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán eða tak- ast á hendur sjálfskuldarábyrgð á láni sem Síld- arútvegsnefnd tæki, að fjárhæð allt að 15 millj- °nu' króna, eða jafnvirði þess í erlendri mynt, 01 greiðslu kostnaðar við flutninga sjósaltaðrar sddar til íslenzkra hafna af miðunum norðaust- ai' og austur af íslandi á árinu 1968. 2. gr. Síldarútvegsnefnd skal hafa forgöngu um og ^afa á hendi framkvæmd flutninga samkvæmt P gr. og er henni heimilt að taka á leigu allt að fimm flutningaskip í því skyni og gera aðrar ráð- stafanir, er nauðsynlegar reynast til tryggingar framgangs flutninganna. Enn fremur er henni Peimilt að veita öðrum aðilum fjárhagslegan stuðning eða aðra fyrirgreiðslu í þessu skyni, samkvæmt reglum, sem sjávaiútvegsmálaráðherra setur. 3. gr. Síldarútvegsnefnd skal fyrir 10. júní 1968 gera aætlun um heildarkostnaðinn við flutninga sam- kvaemt lögum þessum. Skal sú áætlunarfjárhæð dregin frá útflutningsandvirði saltsíldarfram- leiðslunnar á Norður- og Austurlandi á árinu 1968 hjá Síldarútvegsnefnd áður en kemur til greiðslu andvirðis til síldarsaltenda. Áætlunar- fjárhæð þessi skal ganga til greiðslu kostnaðar við flutningana og endurgreiðslu lána ásamt vöxt- um samkvæmt 1. gr. Verðlagsráð sjávarútvegsins skal leggja áætl- un Síldarútvegsnefndar samkvæmt 1. mgr. þess- arar greinar til grundvallar verðlagningu sumar- síldar til söltunar á árinu 1968. Hinn áætlaði heildarkostnaður við flutningana skal við verð- ákvörðun skiptast til helminga milli útgerðar- manna og sjómanna annars vegai- og síldarsalt- enda hins vegar. 4. gr. Reynist kostnaður við flutninga samkvæmt lög- um þessum minni en áætlun Síldarútvegsnefndar samkvæmt 3. gr. gerir ráð fyrir, skal sú inn- eign geymd á sérstökum reikningi til næsta árs til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Reynist kostnaður við flutninga samkvæmt lög- um þessum meiri en áætlun Síldarútvegsnefndar samkvæmt 3. gr. gerir ráð fyrir, skal sá viðbót- arkostnaður greiddur af útflutningsandvirði salt- síldarframleiðslunnar á Norður- og Austurlandi á árinu 1969 og skal Verðlagsráð sjávarútvegs- ins leggja þann viðbótarkostnað til grundvallar við verðákvörðun sumarsíldar til söltunar vorið 1969 og skiptast til helminga milli útgerðarmanna og sjómanna annars vegar og síldarsaltenda hins vegar. 5. gr. Sjávarútvegsmálaráðherra getur sett reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal um löndunarstaði, kaup, yfirtöku og skoðun salt- síldar, sem flutt er samkvæmt ákvæðum laganna. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 10. maí 1968. Ásgeir Ásgeirsson. (L. S.) Eggert G. Þorsteinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.