Ægir - 01.11.1968, Page 4
358
ÆGIR
með 40 lestir í 21 róðri, Jón Guðmundsson
28 lestir í 15 róðrum, báðir á línu, og Gyll-
ir 16 lestir í 11 róðrum á færi.
Bolungœvík: 5 bátar réru með línu og 27
bátar með færi og bárust 395 lestir til
vinnslu í mánuðinum. Aflahæstir línubát-
anna voru: Hugrún með 66 lestir í 19
róðrum, Sólrún 43 lestir í 3 róðrum (úti-
lega), Guðmundur Péturs 33 lestir í 2
róðrum (útilega) og Húni 32 lestir í 18
róðrum. Af færabátunum voru aflahæstir
Bergrún með 28 lestir og Hrímnir 18 lestir.
Hnífsdalur: 1 bátur reri með línu og 3
með færi. Pólstjarnan fékk 16 lestir á
handfæri, en Mímir 18 lestir á línu. Nokk-
urt magn af fiski var flutt frá Súganda-
firði til vinnslu í Hnífsdal.
Isafjörbur: 2 bátar stunduðu botnvörpu-
veiðar, 5 reru með línu og 16 með hand-
færi. Til vinnslu á ísafirði komu 642
lestir af fiski, og voru röskar 100 lestir af
því magni afli aðkomubáta. Guðbjartur
Kristján aflaði 78 lestir í 3 róðrum og
Hrönn 56 lestir í 7 róðrum, en þeir stund-
uðu báðir botnvörpuveiðar. Víkingur III.
aflaði 75 lestir á línu, Straumnes 64 lest-
ir í 18 róðrum og Þristur 50 lestir í 19
róðrum, báðir einnig á línu. Af færabát-
um voru aflahæstir Örn með 21 lest, Ver
16 lestir, Mummi 15 lestir, Bryndís 15
lestir og Einar 12 lestir.
Suðavík: Svanur fór 6 róðra með botn-
vörpu og aflaði 41 lest og Hilmir 6 róðra
með línu og aflaði 18 lestir.
Hólmavík: I Húnaflóa var ágætur færa-
fiskur í mánuðinum og bárust á land 106
lestir. Aflahæsti báturinn var Hilmir með
44 lestir.
Drangsnes: Þar bárust á land 66 lestir
af 3 bátum. Aflahæst var Guðrún Guð-
mundsdóttir með 37 lestir.
Rækjuv eiöarnar.
Rækjuvertíð hófst í Arnarfirði 23. sept-
ember, og stunduðu 8 bátar veiðar. Varð
heildarafli þeirra á þessu tímabili 31 lest
í 58 róðrum. Voru flestir bátarnir með 4
lestir í 7 róðrum.
N ORÐLENDINGAF JÓRÐUN GUR
september 1968.
Gæftir voru fremur góðar í mánuðinum.
Þátttaka í veiðunum var talsvert minni en
undanfarna mánuði. Fáir togbátar og opn-
ir bátar að veiðum.
Skagaströnd: Heildarafli í mánuðinum
var 98 lestir. 1 togbátur með 58 lestir, 1
handfærabátur með 17 lestir, 2 dragnóta-
bátar með 23 lestir.
Sauöárkrókur: Heildarafli í mánuðin-
um var 218 lestir. Togbátar: mb. Drangey
83 lestir, mb. Týr 76 lestir, mb. Sigurður
Bjarnason 17 lestir og Klængur 7 lestir.
2 dragnótabátar 35 lestir.
Hofsós: 1 bátur reri með þorskanet, afh
hans var 30 lestir.
Siglufjöröur: Heildarafli í mánuðinum
var 503 lestir. Togbátar: mb. Siglfirðingur
182 lestir, mb. Voninn 159 lestir. Aðrii’
22 lestir. 28 opnir bátar fengu 140 lestir
í 248 sjóferðum. Búið er að landa hér
14.000 tunnum af sjósaltaðri síld.
Eftirtalin skip hafa komið með ferska
síld til söltunar:
mb. Örn RE 220 lestir
— Gígja RE 340 154 —
—• Höfrungur III. AK 180 —
— Gjafar 75 —
2 bátar munu hefja róðra með línu a
næstunni og 1 með þorskanet.
Ólafsfjörður: Heildarafli í mánuðinum
450 lestir. 4 togbátar með 351 lest, 3 með
dragnót og net 61 lest, 11 opnir vélbátar
með 38 lestir.
Dalvík: Heildarafli í mánuðinum var
260 lestir. Mb. Björgúlfur á togveiðum og
aflaði 125 lestir. 4 dragnótabátar 95 lestin,
1 handbærabátur 26 lestir, 5 opnir vélbát-
ar 14 lestir.
Móttökuerfiðleikar í landi hömluðu veið-
um.
Árskógsströnd: Heildarafli í mánuðin-
um var 205 lestir. 4 bátar réru með net og
var afli þeirra 185 lestir. 1 bátur reri með
dragnót og var afli lítill.
Hrísey: Heildarafli í mánuðinum var