Ægir - 01.11.1968, Blaðsíða 9
ÆGIR
363
Jón Jómson, fúkifræKngur: ( Haf- og fiskirannsóknir')
Vandamál fiskveiðanna á Norðvestur-Atlantshafi
Hafsvæðið við norðausturströnd Norður-
Ameríku og Vestur-Grænland einkennist
af mjög’ sterkum andstæðum í straumakerf-
inu. Svo sem kunnugt er, á Golfstraumur-
inn upptök sín í Mexíkóflóa og þaðan
streymir þessi mikla móða norður með
austurströnd Norður-Ameríku og vermir
hluti hennar austurhalla Stóra Fiskibanka,
en aðalmagnið heldur áfram í norðaustur,
nllt til stranda Evrópu. Þegar straumurinn
kemur að hinum s.k. Norðaustur-Atlants-
hafshrygg, greinist frá honum álma í
norður til fslandsstranda. Úti af Vest-
fjörðum skiptist straumurinn aftur; nokk-
ur hluti hans rennur áfram til norðurs og
síðan austur með norðurströnd íslands, en
hinn hlutinn, hinn s.n. Irmingerstraumur,
heldur áfram í vestur og þaðan með strönd-
Um Austur-Grænlands allt suður að Hvarfi,
un síðan heldur hann norður með vestur-
ströndinni og er þá á nýjan leik kominn á
það hafsvæði er við nefndum norðvestur
Atlantshaf.
Kaldir straumar norðan úr fshafinu
koma á svæðið með ýmsu móti. Austur-
Grænlandsstraumurinn fellur suður með
uusturströnd Grænlands og rennur sam-
hliða Irmingerstraumnum fyrir Horn og
Uorður með vesturströndinni. Annar sterk-
ur straumur að norðanerLabradorstraum-
urinn er fellur milli Grænlands og Labra-
dor. f honum er sjór af ýmsum uppruna,
Ui-a. tekur hann til sín nokkuð af Irm-
ingerstraumnum við Vestur-Grænland; í
hann fellur einnig kaldur sjór úr Hudson-
flóa í gegnum Hudson-sund og úr St. Law-
i’enceflóanum í gegnum Belle Island-sund.
Þegar Labradorstraumurinn kemur suð-
uu á Stóra Fiskibanka skiptist hann í
tvennt; önnur álman fellur meðfram
austurhluta bankans, en hin fer nær landi.
Ytri álman rennur því samhliða Golf-
straumnum, en í öfuga átt.
Með kalda straumnum kemur mikið af
lagnaðarís úr norðri. fsinn berst með
Austur-Grænlandsstraumnum norður und-
ir Góðvon á vesturströnd Grænlands og
Labradorstraumurinn ber með sér lagn-
aðarís frá Baffinsflóa allt suður á Stóra
Fiskibanka. Hinir miklu ísjakar, sem oft
eru hættulegir siglingum á Nýfundna-
landsmiðum, koma flestir frá svæðinu
norðan við Holsteinsborg á Vestur-Græn-
landi.
Að því er snertir framleiðni sjávarins,
þá er þetta ríkt hafsvæði. Mikil kólnun
yfirborðs á vetrum hefur í för með sér lóð-
rétta blöndun sjógerða niður á mikið dýpi
og á þennan hátt berast upp að yfirborði
sjávar þýðingarmikil næringarsölt frá
hafsbotninum. Bráðnun íssins á vorin
lækkar seltuna í yfirborðinu og hefur í för
með sér aukið jafnvægi í yfirborðslögum
sjávarins, en það er þýðingarmikið fyrir
hina miklu framleiðslu plöntusvifsins.
Á þessu hafsvæði eru mjög áberandi
langæar sveiflur í lofti og legi. Yfirborðs-
hiti sjávar við Vestur-Grænland hækkaði
um 1.8 °C á þriðja tug aldarinnar og náði
hámarki snemma á fjórða áratugnum, en
lækkaði síðan um 0.8°C í byrjun fimmta
áratugsins. Síðan hefur hitastigið farið
hækkandi. Þessar sveiflur hafa mjög mikil
áhrif á þorskstofninn við Grænland og
einnig ráða þær miklu um göngur þorsks
frá Grænlandi til Islands.
Þorskurinn er þýðingarmesta tegundin
í veiðunum í norðvestanverðu Atlantshafi.
Meðalársveiðin var 1.4 milljón tonnátíma-
bilinu 1960—’66 eða 100 þúsund tonnum