Ægir - 01.11.1968, Side 7
ÆGIR
361
Homafj örður:
Heimabátar með humar- og fiskitroll
387 lestir, humar 34 lestir.
Frá Seyðisfirði fékkst afli ekki uppgef-
inn, en aflamagn mun hafa verið lítið. Frá
Vopnafirði og Breiðdalsvík voru ekki
stundaðar þorskveiðar.
SÍLDVEIÐARNAR
norðanlands og austan
29. sept.: Batnandi veður, komið hæg-
viðri um kvöldið. Skipin köstuðu á 68°40’
og 7° v.l. með litlum árangri. Árni Frið-
riksson fann góða torfubletti á 68°08’ n.br.
og 6°45’ v.l. og fóru flestir þangað. Eng-
inn afli tilkynntur.
30. sepjt.: Óstöðugt veður — fyrst A og
síðan NA kaldi og mikil kvika. Nokkrir
köstuðu um kvöldið og var talsvert um
rifrildi vegna straums og kviku. Veiði-
svæði á 68° n.br. og 6°40’ v.l. 12 skip til-
kynntu 1085 lestir.
1. okt.: NV bræla fram á kvöld, en fór
þá að lægja. Hægviðri um nóttina, en mik-
ill sjór og straumur. Nokkur skip köstuðu
á svæðinu 67°20’—30’ n.br. og 6°50’—
7°20’ v.l. Ekki var vitað um afla.
2. okt.: NA 6—7 vindstig og mikill sjór
á miðunum. 4 skip tilkynntu 120 lestir frá
nóttinni áður.
3. okt.: N 4—6 vindstig á miðunum fram
eftir degi, en hægði með kvöldinu. Leitað
á stóru svæði út frá 67° n.br. og 7° v.l., en
svo til ekkert fannst af síld, aðeins léleg
dreif. 1 skip tilkynnti 20 lestir frá því í
fyrradag.
U. okt.: Gott veður. Veiði engin. Leitar-
skip og veiðiskip leituðu frá 65° að 67° 40
n.br., á milli 5° og 8° v.l. og fundu engar
torfur.
5. okt.: Gott veður og leit haldið áfram
á sömu slóðum og í gær. Einhver síld
fannst um nóttina og var talsvert kastað
á stað um 62°20’ n.br. og milli 4° og 5° v.l.
Einnig var kastað á 67° 12’ n.br. og 6° v.l.,
en lítið fékkst þar. 3 skip tilkynntu 190
lestir.
6. okt.: Gott veður, en engin veiði. 12
skip tilkynntu 805 lestir, sem fengizt höfðu
í fyrrinótt og gærmorgun á stað um 66°
n.br. og 4° v.l.
7. okt.: NA kaldi fram eftir degi — fór
vaxandi og héldu margir til lands. 5 skip
tilkynntu 130 lestir frá fyrri dögum.
8. okt.: NA 6 vindstig og ekkert veiði-
veður.
9. okt.: Veður fór batnandi, en ekki
veiðiveður.
10. okt.: A stinningskaldi og kvika.
11. okt.: ANA 8—9 vindstig á miðunum.
12. okt.: A stormur.
Vikuskýrslur:
Leiðréttingar:
Við athugun hefur komið í ljós, að til
þessa hefur hráefnismagn til hverrar sjó-
saltaðrar tunnu verið metið a.m.k. 13% of
hátt. Þannig hafi hinn 28. september salt-
síldin átt að vera 60.157 sjósalt. tn. +
32.840 upps. tn. = 12.435 lestir, en ekki
13.578 lestir, lækkun 1.143 lestir. Aftur á
móti hafa borizt frekari upplýsingar um
landanir erlendis og munar þar mest um
sölur til erlendra skipa á miðunum.
Vantaldar landanir erlendis nenm 1.173
lestum, þannig að heildaraflinn breytist
mjög óverulega við þessar leiðréttingar.
Laugardaginn 5. október: 1 vikunni bár-
ust til lands 3.110 lestir, eða 6.029 sjó-
saltaðar tunnur og 7.215 uppsaltaðar, 114
lestir í frystingu, 1.129 lestir í bræðslu og
48 lestir sem landað var erlendis. Heildar-
aflinn ásamt hagnýtingu er þessi:
Lestir
í salt 66.186 sjósalt tn.
40.055 upps. tn.
106.241 tunnur ........ 14.254
I frystingu ............... 230
í bræðslu ................... 46.521
Landað erlendis ............... 9.439
Alls ........................ 70.444