Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1968, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1968, Blaðsíða 13
ÆGIR 367 mission for the Northwest Atlantic Fish- eries eins og hún heitir opinberlega. Nefnd þessi var stofnuð í Washington árið 1949 af 11 þjóðum og var ísland ein þeirra, en nú eru meðlimaríkin 14 talsins. Ríki þessi hafa gert með sér samning um veiðarnar á úthafinu á þessu svæði, en það nær frá Hvarfi í austri, norður með Vestur-Græn- landi allt norður á 78. gráðu norðlægrar breiddar, síðan allt hafsvæðið undan Labrador, öll Nýfundnalandsmið, og tak- markast svæðið að sunnan af 39. gráðu norðurbreiddar, sem er nokkru fyrir sunn- an New York borg. Austurhluti svæðisins takmarkast að mestu leyti af 42. lengdar- baug í vestri. Aðalverkefni nefndarinnar eru rann- sóknir á fiskstofnunum í norðvestanverðu Atlantshafi, verndun þessara fiskstofna og viðhald þeirra, svo þeir geti gefið af sér hámarksarð. Samkvæmt samningum koma hér til greina eftirfarandi ráðstaf- anir: tímabundin takmörkun veiðanna, lokun hrygningarstöðva eða svæða, þar sem mikið elzt upp af smáfiski, lágmarks- stærð á fiski, sem leyfilegt er að landa, eftirlit með veiðarfærum, þar með innifal- in lágmarksmöskvastærð og að lokum ákveðið heildarmagn, sem leyfilegt er að veiða af ákveðnum tegundum. Eins og fram hefur komið, hafa veið- arnar haft greinileg áhrif á ýmsa fisk- stofna á samningssvæðinu og sumir þeirra eru án efa ofveiddir, svo sem þorskstofn- inn við Vestur-Grænland og ýsustofninn á Georgebanka, og margir aðrir stofnar eru þegar mjög hart leiknir. Það er samróma álit þeirra er bezt til þekkja, að nefndin hafi rækt fyrsta verk- efni sitt, rannsóknir á fiskstofnunum, með mikilli prýði og góðum árangri, en aftur á móti finnst ýmsum, að mun minni árangur hafi náðst að því er snertir friðun og við- hald stofnanna á svæðinu. Hér er þó ekki einungis um að kenna því að menn hafi ekki viljað viðurkenna niðurstöður rann- sóknanna og þær sjálfsögðu aðgerðir, sem nauðsynlegar eru taldar, heldur er hér oft miklu fremur um að ræða stjórnfræðilega erfiðleika, er byggjast að talsverðu leyti á orðalagi samningsins. Það tekur oft óeðli- lega langan tíma að koma í framkvæmd nauðsynlegum friðunaraðgerðum, t.d. var fyrir mörgum árum samþykkt að ákveða lágmarksmöskvastærð í botnvörpum við Vestur-Grænland, en vegna ýmissa ákvæða nokkurra ríkja um gerð vörpunnar o.fl., tókst fyrst í ár að koma þessu ákvæði í framkvæmd, þótt á hinn bóginn flestar þjóðir er veiðar stunda á þessu svæði og þar á meðal okkar eigin togarar, hafi fyr- ir löngu byrjað að nota þessa ákveðnu möskvastærð. Vegna hinnar neikvæðu þróunar veið- anna á samningssvæðinu eru ýmsir komn- ir á þá skoðun, að nauðsynlegar séu miklu róttækari aðgerðir, til þess að tryggja við- hald fiskstofnanna og þær veiðar er á þeim byggjast. Þeir sem ekki vilja fara svo geyst, halda því hins vegar fram, að fyrst beri að sjá hvaða árangur fæst af hinum nýju ákvæðum um lágmarksmöskvastærð- ina, en ekki er að vænta að það breyti miklu, þar sem flestar þjóðir hafa um langt skeið notað stærri möskva, en lög- leg ákvæði voru um. Það eru margir, sem halda því nú fram, bæði vísindamenn og stjórnunarmenn, að tæplega sé hægt að ganga lengra með stækkun möskvans. Athygli manna hefur því í æ ríkari mæli beinzt að þeim mögu- leikum, sem eru á raunverulegri lækkun sóknarinnar, annað hvort með beinum tak- mörkunum á sjálfri sókninni eða þá með raunverulegri skömmtun á því fiskmagni, sem taka má á svæðinu á hverju ári. Til þess að sýna, að hér fylgir hugur máli, var á s.l. ári sett á laggirnar sérstök nefnd, er skyldi athuga allar hliðar þessa máls, bæði vísindalegar, fjárhagslegar og stjórnfræðilegar og hefur hún þegar hald- ið tvo fundi. Af þeim umræðum, sem þeg- ar hafa farið fram, kemur greinilega í ljós, að flestar þjóðir telja að skömmtun á sjálfri sókninni sé ekki framkvæmanleg í raun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.