Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1968, Side 16

Ægir - 01.11.1968, Side 16
370 ÆGIR Það sem umfram er úrgangssíldar er eign bátsins og skal lagt inn á reikning hans hjá síld- arverksmiðju. Síld, sem afhent er utan hafna til söltunar um borð í skipum á miðunum hvert kg ................... kr. 1.90 eða hver uppmæld tunna, 120 lítrar — 205.00 Verðið er miðað við kaup á síldinni upp til hópa komna í umhleðslutæki. Reykjavík, 27. september 1968. Verðlagsráð sjávarútvegsins. VeriV ú frnVsílil. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á sild til fryst- ingar veiddri á Norður- og Austurlandssvæði, þ. e. frá Rit norður um að Hornafirði, frá 1. október til 31. desember 1968. A. Stórsíld (3 til 6 stk. í kg) með minnst 14% heilfitu og óflokkuð síld (beitu- síld), hvert kg ..................... kr. 2.20 B. Önnur síld, nýtt til frystingar hvert kg.............................. — 1.50 Verði stórsíld flutt til hafna á Suður- og Vesturlandssvæði til frystingar í beitu, skal auk framangreinds verðs greiða pr. kg ........................ — 1.20 Verðið miðast við, að seljandi afhendi síldina á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld að frádregnu því .magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldar- verksmiðjur. Vinnslustöðvarnar skuiu skila úr- gangssíld í síldarverksmiðjur seljendum að kostn- aðarlausu. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnis- horn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli síldar til framangreindrar vinnslu og síldar í bræðslu milli báta innbyrðis. Reykjavík, 3. október 1968. Verðlagsráð sjávarútvegsins. VerA' á ísaðri síld og síld til iiiiViirsiiiVii. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eft- irfarandi lágmarksverð á fersksíld veiddri -\-ið Suður- og Vesturland, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit, frá 1. september til 31. desember 1968: Síld í niðursuðuverksmiðjur, hvert kg. kr. 1.87 Verð þetta miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld, að frádregnu því magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldar- verksmiðjur. Vinnslustöðvarnar skulu skila úr- gangssíld í síldarverksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái seljendur hið auglýsta bræðslusíldarverð. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldar til framangreindrar vinnslu og síldar til bræðslu milli báta innbyrðis. Síld ísvarin til útflutnings í skip, hvert kg kr. 1.87 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ- e- síldina upp til hópa. Verðin eru miðuð við, að seljandi skili síldinni á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 9. október 1968. Verðlagsráð sjávarútvegsins. BrœAslusíIdarverA. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ák ,-eðið eftirfarandi lágmarksverð á síld i bræðslu, veiddri við Norður- og Austurland, þ-e- frá Rit norður um að Hornafirði, frá og með 16- október til og með 31. desember 1968: Hvert kg ....................... kr. 1-28 Verðið er miðað við, að síldin sé komin í lönd" unartæki verksmiðjanna, eða umhieðslutæki ser- stakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina til fjarliggjandi innlendra verksmiðja. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra á kg fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip utan hafna. Sé síldin ekki vegin, gildir eftirfar- andi regla þar til annað kann að verða ákveðið. Hvað snertir afhendingu í síldarflutningaskip" in Haförninn og Síldin, þá mælist síldin í tönk- um skipsins, í hektólítrum eftir hinum staðfestu töflum um rúmmál einstakra geyma þess, en til þess að finna hlutfallið á milli rúmmáls og vigtar, skal vigtað úr einum tanka skipsius. Skal kílóatalið sem þannig fæst úr hektóltra la&f til grundvallar fyrir mótteknu magni, sem greiðist eftir kílóafjölda með því verði, sem ákveðið hefur verið fyrir bræðslusíld í flutningaskip á því tíma- bili, sem lestun fer fram. Reykjavík, 11. október 1968. Verðlagsráð sjávarútvegsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.