Alþýðublaðið - 21.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1923, Blaðsíða 2
2 ilL£»¥&UBIAÐI& Kauplækknnar" farganíð. Alðfðnðrauðgerðln seiur hin óvldj afnaniegu hveitibrauð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. í blaðinu í gær var minst á nokkur atriði, er -sýndu, hve fáránleg ósvíini kauplækkunar- tilrauu útgerðarmanna er. Var þó margt látið ótalið, því að kaupgjaldsmál grípa svo marg- víslega iun í þjóðiélagslífið, að enginn kostur er, þótt saman- rekið sé skrifað, að komast yfir að ræða um það alt f einni sæmilega stuttri blaðagrein. Verð- ur því að skifta því niður í margar greinir, sem gert verður hér, og verður þá smátt og smátt reynt að komast yfir að ræða málið ítarlega og sýna fram á, að hvernig sem á er litið, er ekki neitt vit í þessu tiltæki útgerðarmanna. Hér skal á það bent, að það er ekki neitt stéttarmál eingöngu, að kaup er sett niður, þó ekki sé nema hjá einni stétt. Eins og sagt var, gr(pa kaupgjaldsmálin margvíslega inn f þjóðfélagslffið, svo að nærri má segja, að þau séu undirstöðuatriði í öllum stjórn- málum, allri »pólitík<. Lágt kaupgjald hefir í för með sér andlegan og líkamlegan vesáldóm. JÞarf því til sönnunar ekki annað en að benda á ástandið hér fyrir uokkrum ára- .tugum, þegar svo að segja ekk- ert var goldið í kaup. Þá var líka alt í kaldakoli, engar fram- farir á neinu sviði. Nú er líka komið svo, að ágætir vísinda- menn og það meira að segja heimsfrægir eru komnir að þeirri niðurstöðu, að hátt kaupgjald sé beinlfnis 'skilyrði íyriraukinni þjóðmegun og framförum. Frægasta og stórkostlegasta dæmið um þetta eru Bandaríkin f Norður- Ameríku. Þar hefir yfir- leitt verið goldið hærra kaup en nokkurs staðar annars staðar í heimi undanfarna áratugi. Þang- að eru líka komin yfirleitt eigna- ráðin á auðæíum heimsins. Það er mikið til í því orðtaki, sem segir, að »þangað vill íéð, sem fé er íyrir.< Þetta er auðskilið, þegar þess er gætt, að aðalskilyrðið fyrir allri framleiðslu er, að sem flestir i geti keypt sem mest, en það getur því að eins orðið, að fjöld- inn hafi eitthvað fyrir að kaupa, og þá er ekki öðru til að dreifa en kaupinu, sem hann fær fyrir vinnu sína. Þ.:ð liggur því í augum uppi, að kauplækkun hjá fjölmennustu traraleiðslu-verkíýðsstétt landsins hefir í för með sér eymdarástand hjá öllum öðrum stéttum f land- inu. Kaupgeta hjá þeim, sem mest um tnunar vegna fjöldans, þverr, og dregur þar með úr atvinnu allra annara stétta, verka- manna-, iðnaðar- og verzlunar- stéttanna. Tiltæki útgerðarmanna er því eigi að eins árás á sjómánna- stéttina, heldur og tilræði við alla þjóðina og landshaginn og allar aðrar stéttir hennar. Þetta kauplækkunarmál er þess vegna ekki mál, sem sjó- menn og útgerðarmenn eina varðar, heidur varðar það allár aðrar stéttir óbeinlínis og þjóð- ina í heild sinni. Þess vegna verða aliar aðrar stéttir að rísa upp og styðja sjómennina með ráðum og dáð. Undir því er þeirra eigin hagur kominn. Meira að segja, ef stjórnendum þjóðar- innar er ant um hag hennar, sem ekki skal að svo stöddu dregið í efá, þá verða þeir að ganga sjómönnunum tii liðs og þola ekki, að fáir menn eyði- leggi þjóðarhaginn fyrir það, að þeir f vanhugsun halda, að þeir græði á þvf. Meira á morgun. Næturlækhir f nótt Magnús Pétursson Grundarstfg io. Keykjavíkurapóteb hefir vörð þessa viku. Alpjðða'SamtOkin nýju. Dagana 21.—25. maí hélt 2. Aíþjóðasámband jafnaðarmanna þing f Hamborg til þess að end- urreisa sambandið, en þáð hafði, sem kunnugt er, að nokkru leyti Iegið í dái síðan fyrir sttíð. Hafði hinn byltingasinnaðri hluti jafnaðarmanna klofnað úr því og stofnað nýtt alþjóðasamband, 3. Alþjóðasambandið, fyrir for- göngu rússnesku meiri hluta jafnaðarmannanna, og hefir það aðsetur í Moskva. Miðflokkur, er orðið batði til af þeim, er við stefnu hvorugs satnbandsins gátu sætt sig, stofnaði og nýtt sam- band, er kent var við Vínarborg og Lenin kallaði f skopi »hálft þriðja alþjóðasHtnband<. Höfðu nú . forkólfar jafnaðarmanna í vesturíöndum álfunnar komið sér saman um að reisa 2. sambandið við af nýju og kallað í því skyni saman þetta þing í Hamborg. Var þar mikið um dýrðir og mannmargt mjög. Voru þar rædd ýmis alþjóða-stórmál, svo ssm framferði Breta gegn Rúss- um, og hafði þá Bretinn Hender- son orð íyrir íundarmönnum. Fordæmdi hann mjög stefnu afturhaldsins brezka í því máli. Þá var og rætt um afturhalds- strauma álfunnar, og alþýða allra landa hvött að veita þeim öfluga mótstöðu. Mótmæli voru samþykt gegn árásum á átta tíma vitinu- daginn og tregðunni við lög- leiðsiu hans. En aðalverkefni fundarins var endurreisn sam- bandsins. Var samþykt stofnun nýs jafnaðarmannasambands með aðalaðsetri í Luudúnum. Formað- ur var kosinn Arthur Henderson^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.