Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1973, Side 5

Ægir - 01.04.1973, Side 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 6 6. ÁR G. 6. TB L. 1 . APRÍL 1973 EFNISYFIRLIT: Humarveiðar 105 • Gunnar Jónsson, fiskifræðingur: Sjaldséðir fiskar árið 1972 106 Ný fiskiskip: Páll Pálsson IS 102 110 Ögri EE 72 110 • Útgerð og aflabrögð 113 • Fiskaflinn í nóvember 1972 og 1973 114 e Netagerð og netabæting 5. hluti 117 e Fiskverð: Verð á hörpudiski 120 e Fiskaflinn í heiminum 121 e Á tækjamarkaðnum: Simrad Loran C 123 e Erlendar fréttir: Enn eitt ofveiðivanda- málið á norðurslóðum 124 ÚTGEFAIMDI: fiskifélag íslands höfn. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 600. KR. ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Humarveiðar Á fundi stjórnar Fiskifélags- ins hinn 2. apríl s.l. var til um- ræðu væntanleg humarvertíð á sumri komanda. Ef litið er á sögu þessara veiða frá upphafi blasir við all- döklt mynd. Árið 1960 var afli pr. togtíma 83 kg. en var 38 kg. á síðasta ári. Samhliða þessari þróun hefur meðal- stærð báta vaxið úr um 50 brl. í 80 brl. þannig að gera má ráð fyrir talsvert aukinni veiði- hæfni. Árið 1965 stunduðu veiðarnar 119 bátar og heild- araflinn varð 3.650 lestir eða að meðaltali 30.7 lestir á bát. Á síðasta ári varð heildarafli 185 báta um 4.000 lestir eða meðalafli á bát 21.6 lestir. Önnur hlið málsins er, að humarinn hefur farið sífellt minnkandi og aflinn þar af leiðandi orðið rýrari að gæð- um. Fiskifræðingar hafa ekki treyst sér til að meta veiðiþol stofnsins og því er vart um annað að ræða en renna blint í sjóinn með aðgerðir, því eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma er þeirra full þörf, eigi þessar veiðar að hafa fram- búðargildi. Með þetta í huga lagði stjórn Fiskifélagsins til við sj ávarútvegsráðuneytið að sett yrði aflahámark 3.000 lestir, í öðru lagi að vertíðin yrði stytt þannig að hún hæfist ekki fyrr en að afloknum sjó- mannadeginum, og lyki þegar aflahámarki væri náð, en þó ekki seinna en 15. ágúst, og í þriðja lagi að möskvi yrði stækkaður úr 80 mm í 85 mm í poka og 100 mm í vængjum og yfirbyrði. Með seinasta at- riðið kæmi til umþóttunartími. Ekki þþtti að svo stöddu fært að setja takmarkanir á báta- fjölda né skipastærð. Aflahámarkið var metið með hliðsjón af reynslu und- anfarinna ára og með ákvörð- un um byrjunartíma var höfð hliðsjón af hugsanlegri leng- ingu þorskvertíðar og óskum sjómanna og útgerðarmanna um frestun fram yfir sjó- mannadag. Væntir stjórn Fiskifélagsins að þessar tillögur verði tekn- ar til greina og að þær geti leitt til betri nýtingar þess- arar mikilvægu auðlindar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.