Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 7
hvort mörk lögsögu yfir fiskveiðum skuli vera þröng — annað hvort fyrir atbeina þröngrar landhelgi eða þröngra fiskveiðimarka — til þess að hindra ekki frjálsar veiðar á úthafinu. Hér er því um að ræða árekstur tveggja and- stæðra sjónarmiða. í þessu sambandi má rifja UPP til frekari skýringar það, sem gerðist, þeg- ar ríkisstjórn Hollands árið 1896 á grundvelli starfa Institute of International Law 1894 og International Law Association 1896, sendi orð- sendingu til annarra Evrópuríkja í því skyni aS fá fram skoðanir þeirra um, hvort rétt væri að færa út landhelgina almennt. Öll ríki voru feiðubúin til að ræða þessa tillögu — nema eitt, þ. e. Bretland. Svar brezka utanríkisráð- herrans, Salibury lávarðar, er frægt orðið: ..Þegar ég hafði orð á því við Salisbury lá- Varð,“ sagði sendiherra Hollands, „að Bret- iand hefði vegna víðáttu strandlengju sinnar °g fiskveiðihagsmuna meiri hag en nokkurt annað ríki af útfærslu landhelgi, svaraði hann á sinn venjulega, gáskafulla hátt: En þá gæt- Urn við ekki lengur komið og fiskað nálægt ykkar ströndum, og hversu langar sem okkar strendur eru, þá er fiskurinn undan ykkar ströndum." U Ef við lítum á sögulegar staðreyndir kemur 1 Ijós, að fiskveiðar erlendra manna við Is- iand voru bannaðar alllangt frá ströndum á sautjándu, átjándu og nítjándu öld — og allir Hóar og firðir voru þá lokaðir fyrir fiskveið- um erlendra manna. Hagsmunir íslendinga á hessu sviði voru á þeim tímum nægilega verndaðir. Hins vegar gerði Danmörk samning við Bretland árið 1901, þar sem þriggja mílna iandhelgi var ákveðin við Island (ásamt 10 nnlna grunnlínureglu í flóum og fjörðum). hessi ákvörðun var tekin, þegar togveiðar höfðu hafizt og miklu meiri þörf en áður fyrir verndun auðlindanna undan ströndum. Við hetta kerfi var búið í hálfa öld með uggvænleg- um afleiðingum. Fiskveiðitækni jókst, veiðarn- ar fóru í vöxt og í vaxandi mæli var auðlind- u«um stofnað í hættu. Sanngjarnt er, að tekið sé fram, að í samningnum frá 1901 var ákvæði um rétt til uppsagnar með tveggja ára fyrir- vara, þannig að framkvæmd þess kerfis um hálfrar aldar skeið var ekki eingöngu Dan- niörku að kenna, svo sem stundum er haldið fram. Að því er Breta varðar, var það skoð- un þeirra, að kerfi það, sem samningurinn byggir á, væri það, sem alþjóðalög mæltu fyrir um og þess vegna mundi aðstaðan verða óbreytt, þótt samningnum væri sagt upp. Samkvæmt þessari kenningu hafði strandríkið fullkomin yfirráð innan hinnar eiginlegu land- helgi. Utan þeirra marka væri ekki hægt að meina þegnum annarra ríkja veiðar, nema samkvæmt samningum við hlutaðeigandi ríki. Annað væri ósamrýmanlegt hinu helga frelsi á úthafinu. Nauðsynlegar verndunarráðstafanir átti því að gera með milliríkjasamningum. Þetta var raunar sú skoðun, sem uppi var í alþjóðasamfélaginu á þeim tímum. 1901-kerfið leiddi í sívaxandi mæli til eyði- leggingar fiskstofnanna og þegar fyrir síðari heimsstyrjöldina var augljóst, að efnahags- legri framtíð íslensku þjóðarinnar mundi stofnað í hættu ef ekki væru gerðar gagn- ráðstafanir. ih Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar lýð- veldið ísland hafði verið stofnsett, taldi ríkis- stjórn íslands, að ekki væri lengur hægt að una við ástandið og að gera yrði gagnráð- stafanir. Árið 1948 var stefnan mörkuð. Árið 1945 höfðu Trumanyfirlýsingarnar áskilið Bandaríkjunum fullan rétt yfir auð- lindum landgrunns þeirra og rétt til að ákveða verndarreglur á hafinu utan landhelgi, — hið síðara í samvinnu við aðrar þjóðir, ef þegnar þeirra þjóða stunduðu veiðar á þeim svæðum. Ýmis Suður-Ameríkuríki höfðu á næstu tveim- ur árum lýst yfir rétti sínum á landgrunns- svæði þeirra og hafinu yfir því, innan 200 mílna frá ströndum. Yfirlýsingar þeirra gengu lengra en Trumanyfirlýsingarnar, þar sem ætlunin var að færa út hina eiginlegu land- helgi. Hvað sem því líður, var komin upp hreyfing í þá átt að færa út lögsögu ríkja. Af íslands hálfu var ákveðið að fylgja þessari hreyfingu eftir. Tvenns konar stefnumörkun var ákveðin. Annars vegar voru sett lög nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins. Hins vegar var ákveðið að fylgja málinu eftir á alþjóðavettvangi. Með lögunum frá 1948 var sjávarútvegs- ráðuneytinu heimilað að ákveða nauðsynleg- eir reglur varðandi fiskveiðar á tilteknum Æ GIR — 263

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.