Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 17

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 17
Útgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í ágúst 1974 Gæftir voru mjög misjafnar á svæðinu og aflinn sumstaðar lélegur og var þetta aðal- lega hvað smærri bátana snerti. Afli bátanna í mánuðinum varð 7622 lestir bolfiskur, 220 lestir humar, 44 lestir rækja, 9 lestir hörpu- diskur, 3222 lestir spærlingur og annar bræðsufiskur og 208 lestir síld. Aflinn í eistökum verstöðvum: Hornafjörður. Þar lönduðu 17 bátar afla í mánuðinum. 10 bátar lönduðu þar 388 lest- um af bolfiski og 25 lestum af humri, enn- fremur lönduðu 7 bátar 164 lestum af síld. Gæftir voru stirðar. Vestmannaeyjar. Þaðan stunduðu 45 bát- ar veiðar. 40 með botnvörpu og humarvörpu og öfluðu 1170 lestir að bolfiski og 7 lestir af humri. Ennfremur voru 5 bátar á spærlings- veiðum og öfluðu 1287 lestir spærling. Gæft- ir voru stirðar. Stokkseyri. Þar stunduðu 8 bátar veiðar með humarvörpu og fiskitroll og öfluðu 181 lest af bolfiski og 32 lestir af humri. Gæft- ir voru stirðar. Eyrarbakki. Þar stunduðu 8 bátar veið- ar með humarvörpu og fiskitroll og öfluðu 192 lestir af bolfiski og 11 lestir af humri. Gæftir voru stirðar. Þorlákshöfn. Þar lönduðu 38 bátar. 1 með net, 3 með handfæri, 28 með fiskitroll og humarvörpu, 3 með reknet og 3 með spærl- ingstroll. Aflinn alls var 973 lestir bolfiskur, 36 lestir humar, 22 lestir síld og 1198 lest- ir spærlingur. Gæftir voru góðar. Grindavík. Þar stundaði 41 bátur veiðar, 1 með línu, 2 með net, 3 með handfæri, 33 með humarvörpu og fiskitroll og 2 með reknet. Aflinn varð alls 990 lestir bolfiskur, 39 lest- ir humar og 17 lestir síld. Gæftir voru góðar. Sandgerði. Þar lönduðu 29 heimabátar og 9 aðkomubátar. 18 voru með handfæri, 15 með humar- og fiskitroll, 4 með rækjutroll og 1 með spærlingstroll. Aflinn alls varð 833 lestir bolfiskur, 15 lestir rækja, og 255 lest- ir spærlingur. Gæftir voru góðar. Keflavík. Þar stunduðu 39 bátar veiðar, 1 með línu, 5 með handfæri, 27 með fiskitroll og humartroll, 4 með rækjutroll, 1 með spærl- ingstroll, 1 með reknet. Aflinn alls varð 536 lestir bolfiskur, 63 lestir humar, 8 lestir rækja, 6 lestir síld og 482 lestir spærlingur og ann- ar bræðslufiskur. Gæftir voru góðar. Auk þessa lönduðu 4 skuttogarar 1229 lestum af bolfiski úr 9 veiðiferðum. Vogar. Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með humartroll og öfluðu 25 lestir af bolfiski og 5 lestir af humri. Hafnarfjörður. Þar stunduðu 6 bátar veið- ar með fiskitroll og öfluðu 211 lestir af bol- fiski. Auk þess landaði 1 síðutogari 184 lest- um úr einni veiðiferð og 5 skuttogarar 1338 lestum af bolfiski úr 9 veiðiferðum. Reykjavík. Þar stunduðu 23 bátar veiðar, 12 með fiskitroll, 1 með línu, 1 með net og 9 með handfæri. Aflinn alls varð 822 lestir bolfiskur. Ennfremur lönduðu þar 3 síðutog- arar 1034 lestum af bolfiski úr 5 veiðiferðum og 6 skuttogarar 2480 lestum úr 8 veiðiferðum. Akranes. Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar með botnvörpu, auk þess nokkrar trillur. Afl- inn alls varð 213 lestir bolfiskur og 2 lestir humar. Ennfremur landaði einn síðutogari 206 lestum af bolfiski úr einni veiðiferð og 2 skuttogarar 561 lest af bolfiski úr 3 veiði- ferðum. Rif. Þaðan stunduðu 18 bátar veiðar, 2 með ÆGIR — 273

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.