Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 11
að bíða eftir úrslitum þriðju hafréttarráðstefn- UKnar og fresta frekari útfærslu fiskveiði- uiarkanna að svo stöddu. En fiskstofnum á Islandsmiðum fór hnignandi sökum ofveiði, '°g eftir að afli á öðrum fiskimiðum, t. d. í Barentshafi, við Vestur-Grænland og við Ný- fundnaland fór þverrandi, var yfirvofandi hætta á, að stórir flotar frystitogara og verk- smiðjutogara mundi halda á íslandsmið. Sú þróun hafði þegar byrjað á árinu 1971. Einnig Var ljóst, að talsverður tími gæti liðið uns samningur frá ráðstefnunni tæki gildi. Með hliðsjón af þessu var ákveðið að færa fisk- veiðimörkin út miðað við 1. september 1972. Ríkisstjórnir Bretlands og Sambandslýðveld- isins Þýzkalands ákváðu þá að skjóta máli þessu til alþjóðadómstólsins á grundvelli samninganna frá 1961. Alþingi íslendinga hafði þá samhljóða samþykkt ályktun um að skulbindingar samkomulagsins frá 1961 um málskot til alþjóðadómstólsins hefðu náð til- gangi sínum og að samningar þessir væru úr gildi fallnir. Ríkisstjórn íslands hefir því ekki haft fulltrúa við réttarhöldin í Haag. Engu að síður ákvað dómstóllinn að hann hefði dóm- sögu í málum þessum. í greinargerðum sínum pg munnlegum málflutningi hafa ríkisstjórn- ir Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzka- iands mótmælt útfærslu fiskveiðimarkanna á Þeim grundvelli, að 12 milna mörk væru há- mark að alþjóðalögum. Þegar ríkisstjórn ís- lands tilkynnti ríkisstjórnum Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands um fyrir- ®tlan sína um að færa fiskveiðimörkin út í 50 mílur, var opinber greinargerð um „Fisk- veiðilögsögu íslands," sem lögð hafði verið fram í undirbúningsnefnd hafréttarráðstefn- unnar, látin fylgja tilkynningunni sem fylgi- skjal. Orðsendingarnar ásamt fylgiskjölunum voru lagðar fyrir alþjóðadómstólinn og urðu þannig málskjöl fyrir réttinum. Segja má því, að sjónarmið ríkisstjórnar íslands í máli þessu hafi komið fyrir dómstólinn, jafnvel þótt ísland tæki ekki þátt í réttarhöldunum. Samkomulag hefur verið gert við Belgíu, Færeyjar, Noreg og Bretland um timabundnar veiðar innan hinna nýju marka. Samninga- viðræður við rikisstjórn Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands hafa enn ekki borið árangur. VI Á þriggja ára tímabilinu 1971 — 1973 var undirbúningsnefnd þriðju hafréttarráðstefn- unnar aðalvettvangurinn fyrir umræður um hafréttarmál. Margskonar upplýsingar hafa þangað borizt, svo sem löggjöf hinna ýmsu landa, niðurstöður svæðafunda og alþjóðlegra funda svo og tillögur, sem lagðar hafa verið fyrir nefndina sjálfa. Auk þess hafa málin verið rædd árlega á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. Ef við lítum á löggjöf hinna ýmsu landa kemur í ljós, að eftirtalin ríki hafa gert kröfu til lögsögu yfir auðlindum ut- an 12 mílna: Argentína, Brasilía, Cameroon, Chile, Costa Rica, Ecuador, E1 Salvador, Franska Guyana, Gabon, Ghana, Gambía, Guinea, Haiti, Honduras, ísland, Indland, Iran, Kongó, Malagasy lýðveldið, Maldi-eyjar, Mauritanía, Marokkó, Nicaragua, Nígería, Oman, Pakistan, Panama, Perú, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Suður-Kórea, Sri Lanka, Tanzanía, Uruguay, Viet-Nam og N orður-Viet-N am. Hér er um að ræða 37 ríki, sem hafa lög- gjöf um lögsögu yfir fiskveiðum utan 12 mílna frá ströndum. Ef athugaðar eru niðurstöður svæðafunda, ber að nefna Montevidoo-yfirlýsinguna frá 8. maí 1970, sem undirrituð var af Argentínu, Brasilíu, Chile, Ecuador, E1 Salvador, Pan- ama, Perú, Nicaragua og Uruguay. Segir þar, að það sé grundvallarregla í hafrétti, að strandríkið eigi rétt á að hagnýta sér auð- lindir hafsins undan ströndum og á hafsbotni í því skyni að stuðla að sem mestri efna- hagslegri þróun sinni og auka velferð þjóð- arinnar svo og að ákveða mörk landhelgi sinnar og lögsögu með hliðsjón af landfræði- legum og jarðfræðilegum aðstæðum og atrið- um, er varða auðlindir sjávar og raunhæfa hagnýtingu þeirra. 1 yfirlýsingunni segir einn- ig, að þau ríki, sem undirritað hafa h.ana, hafi vegna sérstöðu sinnar fært út landhelgi sína eða lögsögu yfir hafsvæðum undan ströndum í 200 mílur frá grunnlínum land- helginnar. í Lima-yfirlýsingunni frá 8. ágúst 1970 lýstu Argentína, Brasilía, Columbía, Chile, Dominikanska lýðveldið, Ecuador, E1 Salvador, Guatemala, Honduras, Mexioo, Nicaragua, Panama, Perú og Uruguay því yfir sem almennri meginreglu hafréttar, að strandríkið hefði rétt til að ákveða víðáttu landhelgi sinnar eða lögsögu í samræmi við sanngirniskröfur og miðað við landfræðileg, jarðfræðileg og líffræðileg atriði og nauð- Æ GIR — 267

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.