Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1974, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.1974, Blaðsíða 34
tJtflutningsgjald af loðnuafurðum. Brbl. nr. 1 11. janúar 1974 um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleidd- um á árinu 1974. Lagt er á 5% útflutningsgjald af fob-verð- mæti loðnumjöls, loðnulýsis, frystrar loðnu og loðnuhrogna (annarra en þeirra, sem eru niðursoðin eða niðurlögð), á árinu 1974. Skal gjaldið notað til að greiða niður brennsluolíu- verð íslenskra fiskiskipa, sem taka olíu hér- lendis fyrstu 5 mánuði ársins 1974, þannig að það verði ekki hærra en það var í nóvem- ber 1973 (t. d. gasolía kr. 5.80/ltr.). 25 m. kr. renni til Lífeyrissjóðs sjómanna. — Þessar ráðstafanir eru rökstuddar með því, að olíu- verð hafi hækkað stórkostlega á skömmum tíma og að þær muni greiða mjög fyrir ákvörðun fiskverðs í ársbyrjun 1974 og treysta rekstrargrundvöll þorskveiða. Jafn- framt er bent á, að verðlag loðnuafurða sé mjög hagstætt og loðnuveiðar og loðnu- vinnsla séu því talin aflögufær og að hagur þeirra geti orðið góður þrátt fyrir þetta gjald. Ábyrgð á lánum til skipakaupa. Lög nr. 13 28. febrúar 1974 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita sjálfskuldar- ábyrgð á lánum til kaupa á 10 fiskiskipum yfir 300 lestir og til kaupa á 2 ferjuskipum. í 1. gr. laganna er ríkisstjórninni heimilað, gegn þeim tryggingum, sem hún metur gild- ar, að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á 10 nýjum fiskiskipum yfir 300 lest- ir. Ábyrgð má veita fyrir allt að 80% af kaupverði skipanna. Atvinnuleysistrjggingar. Lög nr. 29 3. maí 1974 um breyting á lög- um nr. 57 27. apríl 1973, um atvinnuleysis- trj'ggingar. 2. mgr. 5. gr. laganna hljóðar svo: Vinnu- veitandi, sem gert hefir samkomulag við Iaunþega í fiskvinnu, sem tryggi honum dag- vinnukaup fyrir fyrstu þrjá atvinnuleysis- daga í viku hverri frá 27. febrúar 1974 til febrúarloka 1976, fyrstu fjóra atvinnuleysis- daga á tímabilinu 1. mars 1976 til febrúarloka 1978 og fimm atvinnuleysisdaga frá 1. mars 1978, á rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði á allt að 60% slíkra launa- greiðslna, eftir því er nánar greinir í reglu- gerð, er ráðherra setur. Vísindaleg verndun fiskimiða. Lög nr. 45 13. maí 1974 um brej'ting á lög- um nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða. í 1. gr. er gildisumfangi laganna breytt úr „innan endimarka landgrunnsins“ þannig að við bætist: eða á hafsvæði allt að 200 sjómíl- um utan við grunnlínu. Þá eru viðurlög við brotum á lögunum þyngd að svo miklu leyti sem viðurlögin eru ekki ákveðin í öðrum lög- um. iLífej'rissjóður sjómanna. Lög nr. 49 16. maí 1974 um Iífej'rissjóð sjómanna. — Ný lög. -— Eftir endurskoðun, sem stað- ið hafði alllengi á vegum sjóðsstjómar, voru þessi lög sett og þá ýmsar breytingar gerðar, sem ekki er unnt að telja upp hér. Fyrir sjóðsfélaga sjálfa munu þær þykja merkastar, að þeir þurfa ekki að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins lengur en 5 ár í stað 10 áður til að njóta lifeyris, enda séu þeir orðnir 65 ára í stað 67 ára áður. Aflatrjggi n gas jó ð u r. Lög nr. 53 20. maí 1974 um brejting á Iög- um nr. 80 16. sept. 1971, um Aflatrjgginga- sjóð sjávarútvegsins. Hér er um að ræða breytingu á II. kafla laganna, um áhafnadeild, þ. e. þá deild er ann- ast greiðslur á hluta af fæðiskostnaði báta- sjómanna. Greiðslur til sjómanna eru misháar eftir stærð þeirra báta, sem þeir eru á, þ. e. opnir bátar og þilfarsbátar 12 lestir og minni, bátar 150 lestir og minni og yfir 150 lestir. Með lögum þessum er 150 lesta mörkunum breytt í 130 lestir. Þá er breytt gmnnfjárhæð- um fæðisgreiðslna, en þær breytast síðan við 376 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.