Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1974, Blaðsíða 32

Ægir - 01.12.1974, Blaðsíða 32
Yfirlit um lög og málefni sj ávarútvegsins sett á Alþingi, 94. löggjafarþinginu 1973—’74 og á sumarþinginu 1974 Veiðilieimildir botnvörpuskipa innan fisk- vei ðimarkanna. Brbl. nr. 74 26. júní 1973 um breyting á lögum nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veiðum m&ð botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. nr. 21/1969, 1. nr. 50/1971, 1. nr. 89/1971 og 1. nr. 101/1972. Gildistími lagaákvæðanna framlengdur frá 1. júlí 1973 til ársloka 1973 á þeim forsendum, að Alþingi hafi ekki gefizt tími til að af- greiða frumvarp til nýrra laga um þetta efni, sem fyrir því lá. Staðfest með lögum nr. 100 21. des. 1973. (Sjá síðar lög nr. 102 27. des. 1973). Veiðilieimildir, sérstök refsiákvæði. Lög nr. 89 15. nóvember 1973 um breyting á lögum nr. 62 18. maí 1967, um bann við veiðum msð botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. nr. 21/1969, nr. 50/1971, nr. 101/1972 og nr. 74/1973. Þegar gerður var samningur við Breta 13. nóv. 1973, um sérstakar heimildir breskra togara til veiða innan fiskveiðilandhelginn- ar milli 12 og 50 sjómílna, voru þau ein við- urlög sett við brotum breskra skipa, að þau skyldu strikuð út af skrá yfir þau skip, sem samningurinn tæki til, og leyfi hlutu til veiða samkv. honum. — Slík refsiákvæði voru ekki til í íslenzkum lögum og voru því lögfest með lögum þessum. Lántökuheimild lianda ríkisstjórninni — hafnarframkvæmdir. Lög nr. 91 10. desember 1973 um lántöku- heimild vegna framkvæmda- og fjáröflunar- áætlunar 1973 og sérstaka Iántökuheimild vegna hafnarframkvæmda. Um er að ræða heimild til töku erlends láns að upphæð allt að 1400 m. kr., til ótilgreindra framkvæmda. — Jafnframt er heimilað að taka allt að 7 milljón dollara lán hjá Alþjóða- bankanum til hafnarframkvæmda í Grinda- vík, Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði. Löndun loðnu í bræðslu. Lög nr. 97 27. desember 1973 um löndun á loðnu til bræðslu. Þessi lög koma bersýnilega í stað laga nr. 102/1972 og nr. 18/1973, þótt þess sé hvergi beinlínis getið. Þau eru í öllum aðalat- riðum sama efnis og eldri lög, nema hvað nú skal Verðlagsráð sjávarútvegsins, er það vsrðleggur loðnu til bræðslu, ákveða gjald til flutningasjóðs, sem ákveðið var í eldri lögum, og viðurlög við brotum gegn lögunum og fyr- irmælum loðnunefndar eru nú gerð gleggri og hert. Sama er að segja um eftirlit með því að lögum og fyrirmælum sé fylgt. — Engin ákvæði eru í lögunum um löndun loðnu til frystingar. Launaskattur. Lög nr. 101 21. desember 1973 um breyt- ing á lögum nr. 14 15. marz 1965, um launa- skatt. Lagður er á launagreiðendur 1% launa- skattur (til viðbótar 1%% skv. 1. nr. 14/ 1965), en tekjur sjómanna á ísl. fiskiskipum, 374 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.