Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 8
Ingimar Jóhannsson, Björn Jóliannesson og Jónas Bjarnason: Um sjóbleikju I. LífsferiII sjóbleikju. Almenn atriði. Sjóbleikja (Salvinus alpinus) er algeng í ám norðanlands, og hún gengur einnig nokkuð í ár vestanlands. Hún gengur í ár í N-Noregi, Grænlandi, Svalbarða, Bjarnareyjum, Novaja Semlja, Alaska og Kanada. Sjóbleikjan held- ur sig einkum í tærum, köldum ám, þar sem vatnshitinn á sumrum fer ekki mikið yfir 12°C. Hún gengur árvisst úr ánum til sjávar í ætisleit, en snýr aftur til hrygningar í árn- ar. Sjóbleikja hrygnir einkum á straumhörð- um stöðum í ánum, þar sem bæði lax og sjó- urriði hrygna, en hún á það einnig til að hrygna þar sem straumur er lítill eða enginn. Þegar sjóbleikjan gengur úr sjó í árnar, eru kviður og hliðar hennar silfurgljáandi. Hryggurinn er dökkur, stundum dálítið græn- leitur, og ljósleitir hringir oft áberandi á hryggnum. Yfir og undir hliðarlínunum hefur bleikjan Ijósa flekki, sem eru greinilegastir fyrir ofan hliðarlínurnar. Brjóstuggar, bak- uggar og gotraufaruggar eru ljósgulir með gráu ívafi. Hjá hængnum eru brúnir þess- ara ugga ljósar og verða þær oft breiðari og hvítgular um hrygningartímann. Stuttu eftir að bleikjan er gengin í árnar, roðnar hinn silfurlitaði kviður. Á þetta við bæði um kyn- þroska fiska, sem hrvgna á haustin, og ókyn- þroska fisk (geld-fisk) sem hrygnir ekki. Geld-fiskurinn heldur sama litnum allt sumar- Vísindasjóður veitti styrk til þeirrar vinnu sem þessi grein fjallar um. Innihald I. kafla byggist að mestu á norskum heimildum sem tilgreindar eru síðast í þessari ritgerð. ið og veturinn. Hjá hrygningarfiski breytist aftur á móti liturinn á kvið og hliðum. í sept' ember er hrygningarfiskurinn kominn 1 skrautlegan hrygningarbúning, ólíkan fyrir hrygnur og hænga. Kviður og hliðar hrygnunn- ar verða ljósrauð. Kviður hængsins er oft rauður, en getur einnig orðið gulur eða gul' rauður; kviðuggarnir eru oft rauðir. Sjóbleikj' an breytir um lit fljótlega eftir hrygningu: Hrygningarbúningurinn hverfur og bleikja11 verður aftur ljós á kvið og hliðum. Þegar bleikjan gengur til sjávar um vorið, er eng' inn sjáanlegur munur á fiskum sem búnir erU að hrygna og geld-fiskum sem ekki hafa hrygnt um veturinn. Hængar vatnableikju, sem hrygna 3 svipuðum slóðum og sjóbleikja, eru stundum rauðleitir um hrvgningartímann, en venjuleg3 eru þeir gulleitir eða jafnvel dökkir. Hryg11' ur og minni hængar eru venjulega steim gráir á kvið og hliðum. Sjóbleikjan vatnableikjan eru yfirleitt svo ólíkar um hrygningartímann, að auðvelt er að greina á milli. Sjóbleikja hrvgnir á svipuðum botni og la* og urriði. Botninn er venjulega möl, srná' steinar eða grófur sandur. í stöðuvötnum getur bleikjan hrvgnt á 1—30 m dýpi, alk eftir því hvort botninn er heppilegur. Sjó' bleikjan hrygnir á haustin í september eða október. Ekki er ljóst hvort hrygnur eða hængar koma fyrst á hrygningarstöðvarna1-' en stundum virðist sem hrygnan komi þang' að nokkrum dögum á undan hængnum. Stund' um lítur út fyrir að fiskarnir hafi parað sig áður en þeir koma á hrygningarstöðvarnar. Þegar bleikjan hrygnir, syndir hængur' inn stöðugt í kringum hrygnuna og reku1 burt alla fiska sem koma of nálægt hrygning' 86 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.