Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 18

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 18
Þessir markaðir eru okkur mjög mikilvæg- ir og þessi stóri sjóður er myndaður af við- skiptum við þessa markaði, þess vegna er það krafa SÍF, að nefndri innistæðu verði varið á þann veg, að náist ekki viðunandi verð á saltfiskmörkuðum sem stendur, þá hlaupi sjóðurinn undir bagga og tryggi það útborg- unarverð sem nægir til að svelta ekki fram- leiðslugreinina og tryggja þannig eðlilega framleiðslu. Horfur Birgðir af saltfiski munu nú vera minni í framleiðslu- og neyzlulöndum en oft áður og framleiðsla hefur jafnframt dregist saman. Spánverjar og Portúgalir hafa mjög minnk- að framleiðslu sína og i Frakklandi og Þýzka- landi hefur saltfiskframleiðslan lagzt niður að mestu. Framleiðsla, Norðmanna, Kanadamanna og Færeyinga hefur lítið breytzt, og nokkui’ aukning orðið hérlendis síðustu ár. Mörkuð- unum er því ekki ógnað af offramleiðslu. Neyzla hefur hinsvegar breytzt og veldur því fyrst og fremst ört hækkandi verð. Fyrr var saltfiskur matur hinna fátækart en hefur nú komizt í flokk dýrari matvöru. Eins og að framan greinir, er víða við erfið; leika að etja, en þó er alls engin svartsýu* ríkjandi í hópi saltfiskframleiðenda. Við höfum áður mætt erfiðleikum og sigr' ast á þeim, en vandinn er fyrst og fremst he* heima. Við getum ekki ætlast til þess, verðhækkanir erlendis mæti hinni geigvæU' legu verðbólgu hér. Þar verðum við sjálfir aö spyrna við fæti, íslendingar. Jónas Jónsson: Fiskmjölsframleiðslan 1976 Fiskmjölsfram- leiðslan í heild árið 1976 varð 110.530 lestir eða tæpum tvö þús. lestum meiri en árið áður. Þorsk- mjölsframleiðslan jóks um tæpar sex þúsund lestir, en loðnumjölsfram- leiðslan minnkaði um tæpar fjögur þús. lestir. Framleiðslan skiptist þannig eftir tegundum: Lestir Lestir 1976 1975 Þorsk- og spærlingsmjöl 37.050 (31603) Loðnumjöl 67.943 (71645) Karfamjöl 3.728 (3821) Hvalmjöl 1.543 (1640) Lifrarmjöl 115 (45) Síldarmjöl 151 (54) Samtals 110.530 (108808) 96 —ÆGIR Útflutningur eftir tegundum árið 1976: Þorskmjöl Karfamjöl Síldarmjöl Loðnumjöl Lifrarmjöl Rækjumjöl Hvalmjöl Lestir 35.126 2.030 103 60.461 115 10 1.587 Millj. hP 2.214-4 1284 7.8 3.058-5 5.9 0-5 76.8 Samtals 99.432 5.492-° Skipting útflutnings á viðskiptalöndin: Lestir Millj- Belgía 321 21,0 1392-9 83-3 Bretland 24.678 Danmörk 1.409 Finnland 13.849 812.8 149-° 33-5 1104-1 5-1 45.9 352-° 813-7 142-3 17-3 Holland 2.127 Iran 600 Pólland 20.249 Sviss 100 Svíþjóð 889 Tékkóslóvakía . . 5.640 Vestur-Þýzkaland 15.560 Austur-Þýzkaland 3.013 Frakkland . .. . 400 Portúgal 4.045 195-8 23-9 26-3 27^3 Rúmenía 500 Spánn 550 Ungverjaland . . 5.502 Samtals 99.432 5492.° J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.