Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1981, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1981, Blaðsíða 16
Jón Þ. Þór: Hákarlaveiðar Eyfirðinga á síðari hluta 19. aldar Niðurlag VI. Veiðitækni og aflaverkun Allt frá því að hákarlaveiðar hófust á þilskipum við Eyjafjörð, er svo að sjá sem aðeins eitt veiðitæki hafi verið notað að ráði, handvaðurinn. Meðan hákarlaveiðar voru stundaðar á opnum bátum eingöngu, voru notuð ýmis veiðarfæri, svo sem lagvaðir, hákarlalóðir o.fl., en eftir að þilskipin komu til sögunnar, virðist notkun þeirra hafa lagzt niður, a.m.k. á Norðurlandi, enda hæfðu þau ekki vel til stórveiði á hákarli. Allmikil vandkvæði hlutust oft af því, og oft mun það hafa átt sinn þátt í hinum tíðu sjóslysum, að hákarlaskipin urðu alltaf að liggja við fast, meðan veiðarnar voru stundaðar. Þegar komið var á miðin, var það ætíð fyrsta verk að setja út dreggið, sem svo var kallað. Dregg var akkeri, yfirleitt 60—100 kg að þyngd, með fjórum spöðum, sem grófust í sjávarbotninn og við það lágu skipin sem við stjóra. Áfastur dregginu var svonefndur forhlaupari, keðja u.þ.b. 20—30 faðma löng. Lá hún við botn og var vörn gegn hnjaski, sem eyðilagt hefði hvern venjulegan tógspotta, þótt úr góðu efni væri. Áföst for- hlauparanum var hin svonefnda pertlína, gildur kaðall, trossa, sem lá upp í skipið. Pertlínan var yfirleitt gerð upp í kassa, ýmist í lest eða þá þar, sem rými var á þilfari, þegar ekki var verið að veiðum. Þegar dreggið hafði verið látið út og kenndi botns, voru yfirleitt gefnir út svo sem 50 faðmar af pertlínunni, sem gat verið allt að 400 faðmar að lengd. Var þetta nefnt yfirvarp. Ef skip komst strax í afla, var eðlilega legið við á sama stað unz afla þraut eða veður gekk til hins verra. Dæmi voru til þess, að skip fylltu sig í einni legu, en fremur var það fátítt. Ef sjór ókyrrðist á meðan verið var við veiðar, var yfirleitt gefið út svo mikið af yfirvarpinu sem þurfa þótti til þess að auka svigrúm skipsins. Var yfirvarpið þannig smáaukið og reynt að halda út unz veður varð svo slæmt, að menn þorðu ekki annað en að létta og leita vars. Að létta var mikið og erfitt verk og því reyndu menn að forðast það í lengstu lög, einkum þó ef mikill hákarl var undir. Stundum bar það lika við, að menn urðu of seinir að létta og skipin festust í hafís. Sumir þráuðust við að létta, unz skipin hrukku upp, ein og kallað var, er dreggið losnaði frá botni, eða þá, að stjórafærin slitnuðu, og menn neyddust til að halda til lands. Fyrir kom einnig, að menn reyndu að liggja af sér veðrin. Slíkt þótti fifldirska og varð oft þeim að fjörtjóni, er það reyndu. Þegar lagzt hafði verið við fast, var næst að taka fram veiðarfærin vaðina. Vaðirnir voru ekki 536 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.