Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 5
15 ára aldri. Af þessu verður þó ekkert ráðið um hjúskap- araldur fólks, svo sem Sveinn Sölvason sýnist gera í Tyro juris 1799, bls. 20. Þess er einnig að geta, að kirkjurítúalið frá 1685 mun ekki hafa verið lögfest hér á landi, þótt nokk- uð muni hafa verið farið eftir því. 1 cans.br. frá 1. febrúar 1820 er vikið að ofangreindum lagastöðum í N. og D.L., en það bréf verður þó ekki skilið svo, að greind ákvæði séu lög hér á landi, þar eð væntalega er ekki verið að tala um íslenzka sifjalöggjöf í bréfinu. 1 bréfinu segir m. a., að karlar og konur þurfi að hafa náð tilskildum aldri á vígsludegi og að hjúskapur sé að jafnaði ekki ógildur, þótt til hans sé stofnað andstætt þess- um hjúskapartálma. Þessi athugasemd mun ugglaust hafa átt við hér á landi einnig. 1 tilsk. 30. apríl 1824, sem lögleidd var hér á landi með kon.br. 7. des. 1827, greinir skýrlega, að hjúskaparaldur konu sé 16 ár, en karla 20 ár. Þetta ákvæði var þó i reynd- inni undanþægt. Mun framkvæmdin á undanþágunum hafa verið sú, að konum hafi ekki verið veitt leyfi, nema þung- aðar væru, og yngri karlmönnum en 19 ára hafi trauðla verið veitt leyfið. 1 bréfi dómsmálaráðuneytisins 15/8 1866 er t. d. kaidmanni á 19. aldursári synjað um hjúskapar- leyfi (L. f. I. XIX, 547, Tið. um stjórnarmálefni ísl. II, 368). Á alþingi 1859 bar nefnd, sem skipuð var til að fjalla um bænarskrá um breytingu á hjúskaparlöggjöf, fram til- lögu um, að h.júskaparaldur væri hækkaður: ...... að hér eftir megi, yfir höfuð að tala, enginn karlmaður giftast, fyrr en hann hafi fimm um tvítugt, og enginn kvenmaður fyrir innan tvítugt, nema til þess sé fengið leyfi hjá hlut- aðeigandi sýslumanni . . .“ (Tíð. frá Alþingi 1859, bls. 1091). Höfuðrök nefndarinnar fyrir þessari tillögu voru þau, að fólk væri seint til þroska hér á landi, fólk hefði ekki lært til hlitar alla bændavinnu við þágildandi hjúskapar- aldur og hefði ekki aflað fjár til að ráða sér né ómegð, barnadauði væri meiri hjá þeim, sem eigi ungir börn sam- an, og börn þeirra veikbyggðari. Þessi tillöguþáttur var 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.